Morgunblaðið - 04.03.2011, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 04.03.2011, Blaðsíða 34
34 | MORGUNBLAÐIÐ Þ að er yfir hundrað ára hefð hér á landi að senda símskeyti á hátíðisdögum. Hefðin lifir góðu lífi enn þann dag í dag og mikið að gera við móttöku og afhendingu skeyta, s.s. í kringum útskriftir, brúðkaup og svo auðvitað ferming- arnar,“ segir Ágústa Hrund Stein- arsdóttir, forstöðumaður markaðs- deildar Íslandspósts. Ágústa áætlar að send séu átta þúsund heillaóskaskeyti til ferm- ingarbarna ár hvert sem gerir að jafnaði um og yfir tvö skeyti á hvert fermingarbarn. Ágústa segir að eflaust hafi hefðin orðið til á þeim tíma þegar ættingjar áttu oft erfitt með að ferðast um langan veg til að samgleðjast ferming- arbarninu. Í dag nota margir ætt- ingjar skeytin á sama hátt til að taka þátt í fermingunni ef þeir geta ekki komist í eigin persónu. „Gaman er að sjá hvernig bæði fermingarbarnið og gestirnir halda upp á skeytin. Þau eru gjarnan höfð á áberandi stað og oft lesin fyrir viðstadda um leið og þau ber- ast,“ lýsir Ágústa. „Auk þess að skrifa stutta kveðju þá leggja sendendur það oft á sig að velja stutt ljóð sem hæfir tækifærinu, eða láta fljóta með heilræði handa fermingarbarninu til að fylgja því út í lífið.“ Kveðja sem fólk geymir Og símskeyti eru ólík öðrum kveðjum. „Að fá símskeyti er óneitanlega hluti af stemningu dagsins, og svo er þetta auðvitað mjög varanleg kveðja. Það er ágætt að fá SMS, tölvupóst eða kannski kveðju á Facebook í tilefni af fermingunni, en símskeytin eru eitthvað sem maður á alltaf. Sjálf á ég enn mín fermingarskeyti og margir geyma þau alla ævi með gestabókinni, ljósmyndum og öðr- um minjagripum frá þessum stóra degi.“ Þó skeytasendingahefðin sé gömul er ekki þar með sagt að skeytin breytist ekki í takt við tím- ann. Árið 2008 byrjaði Íslandspóstur að bjóða upp á skeyti þar sem sendandinn getur sett inn eigin myndskreytingu. „Fram að því valdi sendandinn úr fjölda ljós- mynda af lista, og getur enn, en nú má líka setja inn eigin stafrænu ljósmynd á skeytið. Í staðinn fyrir að velja mynd úr safni okkar af kerti, blómi eða biblíu má kannski setja eina góða af ferming- arbarninu á yngri árum, eða ein- hverju öðru skemmtilegu sem tengist deginum,“ segir Ágústa. Annað sem hefur breyst, en fáir vita kannski af, er að sú tíð er liðin að borgað sé fyrir hvert sent orð. „Já, það var víst þannig í gamla daga að ef heillaóskaskeytið var stutt þá vissirðu að sendandinn var að spara,“ segir Ágústa og hlær. „Í dag er í boði þrenns konar verð eftir því hvort skeytið er pantað með símtali í 1446 eða yfir netið, og hvort sendandinn setur inn eig- in ljósmynd, en lengd kveðjunnar ræðst af plássinu á sjálfu skeyt- inu.“ ai@mbl.is Fermingar- skeytin ómissandi hluti af deginum Oft fylgir með kveðjunni fallegt ljóð eða heilræði fyrir líf- ið framundan. Sendendur geta valið mynd úr safni eða sett sína eigin stafrænu ljósmynd á skeytið. Morgunblaðið/Sigurgeir S Skeyti Ágústa Hrund Steinardóttir hjá Símanum segir falleg fermingarskeyti hluta af stemningu dagsins. Skeyti sem berast fyrir kl. 15 eru afhent samdægurs á höfuðborgarsvæð- inu, en ef fermingin fer fram úti á landsbyggðinni er vissara að hafa sóla- hringsfyrirvara á skeytinu til að tryggja afhendingu á réttum tíma. Skilafrestur skeyta Fermingargjöf sem gefur Fermingarskeyti eða gjafabréf frá Hjálparstarfi kirkjunnar er gjöf sem heldur áfram að gefa. Fermingarbarnið fær skeytið eða bréfið í hendurnar en andvirðið rennur til jafnaldra fermingarbarnsins sem býr við fátækt. Sendu skeyti, það kostar 1.990 kr. Eða gefðu fermingargjafabréf að upphæð 5.000 kr. Þú færð skeytin og gjafabréfin á www.gjofsemgefur.is eða pantar þau á skrifstofunni okkar, 528 4400. Þú prentar út, sækir til okkar – eða við sendum fyrir þig. Einfalt og gleðilegt. Óskalistinn minn: Rúm Myndavél Svefnpoki Ipod Webcam Handklæði Teppi Orðabók Hálsmen Svo væri gaman að fá pening og „Gjöf sem gefur“. Mig langar til að einhver sem er ekki eins heppinn og ég fái að njóta með mér. www.gjofsemgefur.is Við systkinin erum munaðarlaus. 1.990 kr. fermingarskeyti á Íslandi dugar fyrir 4 hænum. Þær gefa okkur fullt af eggjum. Eða við gætum fengið sparhlóðir. Þá færi ekki allur dagurinn í að leita að eldsneyti og við hefðum meiri tíma til að læra. 5.000 kr. gjafabréf á Íslandi myndi gefa okkur 2 geitur. Namm! Mjólk og kjöt, ekki lengur bara maísgrautur! Eða kannski reiðhjól. Þá kæmist ég á markað með uppskeruna okkar og við fengjum pening fyrir ýmsu sem okkur vantar. Óskalistinn minn:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.