Morgunblaðið - 04.03.2011, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 04.03.2011, Blaðsíða 30
Unglingur Tók fermingar- fræðsluna ekki al- varlega, segir Tobba Marinós. É g minnist þess helst hvað það var mikill prósess í kringum sjálfa ferm- inguna. Maður mætir ekki bara sí svona á stað- inn heldur þurfti fyrst að fara í al- veg svakalegt permanent eins og sést á fermingarmyndinni. Ég hafði keypt mér vínrauða dragt í Zöru á Spáni og var t.d. í pilsi í kirkjunni og buxunum í veislunni; þetta var allt útpælt með tvö dress í gangi,“ segir Tobba Mar- inós um fermingardaginn sinn fyr- ir rétum 14 árum. „Annars var þetta mjög merki- legur dagur og dramatískur fyrir margra hluta sakir. Ég var mikil hestakona sem barn og foreldrar mínir vildu koma mér á óvart með því að gefa mér hest í fermingar- gjöf. Ég mátti auðvitað ekki vita af gjöfinni svo þau byrjuðu daginn á að gefa mér mjög óspennandi kommóðu. Ég hugsaði með sjálfri mér að þetta væri svo sem í lagi enda veislan dýr, og var alveg sátt, en svo gerist það í ferming- arveislunni að byrjað er að sýna myndband,“ segir Tobba. Grenjaði yfir gjöfinni „Myndbandið byrjar á upp- tökum af mér sem barni að leika í stuttmyndum, og viðtali sem Ómar Ragnarsson átti við mig, en svo birtist skyndilega mynd af hesti. Hann var sýndur taka alls kyns mismunandi gangtegundir og rak- ið í bak og fyrir undan hverjum hann væri kominn, og ég átti satt best að segja von á að næst kæmi myndskeið af mér ungri á hest- baki. Þá var myndbandið stöðvað og ég fékk að heyra að þetta væri fermingargjöfin mín: jarpi hest- urinn Freyr.“ Viðbrögðin voru kannski ekki alveg eins og for- eldrar Tobbu höfðu vænst. „Þetta kom mér svo í opna skjöldu að ég fór að hágrenja, og maskarinn sem mamma hafði hjálpað mér að setja framan í mig lak allur niður. Ég sat bara eldrauð við veislu- borðið næsta hálftímann og skældi af gleði.“ Tobba lætur það fylgja sögunni að hún og Freyr áttu nokkur góð ár saman, en sam- bandið breyttist þegar kom á ung- lingsárin. „Þá var Freyr fljótur að fara í sölu og var skipt út fyrir Póló enda fljótlegra að fara í skól- ann á bíl en á hestbaki.“ Lærði að fara með peninga Tobba játar það líka að hafa alls ekki tekið ferminguna og ferming- arfræðsluna of alvarlega á sínum tíma. „Ég stundaði það að koma ekki fyrr en rétt í restina á mess- unum til að fá mætingarstimpilinn minn. Ég var þykkur og krútt- legur krakki og þess vegna held ég að enginn hafi efast um ásetn- inginn hjá mér,“ bætir Tobba við hlæjandi. „Ég var ekki mikið að spá í boðskapinn og miklu meira að spá í hvaða kinnalit ég myndi vera með og hvort ég myndi líta út fyrir að vera feit í þessu hvíta fermingarlaki sem ég þurfti að klæðast.“ Þegar Tobba er fengin til að velta fyrir sér hverju ferm- ingardagurinn breytti fyrir hana bendir hún á að þó að dagurinn hafi verið stórkostleg uppilfun þá hafi hún ekki síst lært mikið af þeim fyrsta vísi að fjárhagslegu sjálfstæði sem hún fékk með ferm- ingargjöfunum. „Þarna fékk ég einhvern pening og var vandlega hamrað á því við mig að ég mætti bara nota brot af honum til að kaupa eitthvað skemmtilegt en restina þyrfti að spara og ávaxta. Þegar ég svo kaupi mér minn fyrsta bíl nokkrum árum seinna átti ég enn þennan pening, og einnig skírnargjöfina mína. Allt þetta ferli var góð lexía í fyrir- hyggjusemi.“ ai@mbl.is Fermingardagurinn hjá Tobbu Marinós var heldur betur dramatískur. Fermingargjöfin kom svo sannarlega á óvart og fermingarbarnið brotnaði niður í veislunni. Hún hafði minni áhuga á boðskapnum og var meira að spá í kinnalitinn og fermingarfötin. Morgunblaðið/Golli Sjónvarpsskonan Mikill prósess var í kringum sjálfa ferminguna og hestur var ferming- argjöfin. ’ Ég var ekki mik- ið að spá í boð- skapinn og miklu meira að spá í hvaða kinnalit ég myndi vera með og hvort ég myndi líta út fyrir að vera feit í þessu hvíta ferm- ingarlaki sem ég þurfti að klæðast. Hágrátandi við veisluborðið 30 | MORGUNBLAÐIÐ VORLÍNAN NÝ SENDING Sjá sýnisho rn á www.l axdal.i s Laugavegi 63 • S: 551 4422
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.