Morgunblaðið - 04.03.2011, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.03.2011, Blaðsíða 20
20 | MORGUNBLAÐIÐ Í mörg ár hefur framboðið nánast verið einskorðað við hraða og óaðfinnanleg gæði, en um leið hefur handverkinu verið ýtt svo- lítið til hliðar. Við erum að end- urvekja aldagamla og skemmtilega prentaðferð,“ segir Ólöf Birna Garð- arsdóttir. Ólöf rekur ásamt Hildi Sigurð- ardóttur hönnunarstofuna Reykja- vík Letterpress. Þar fást þær stöllur við grafíska hönnun og bjóða upp á letterpress-prentun. „Vélina keyptum við frá prentara sem rekið hafði litla prentsmiðju í bílskúrnum sínum í Kópavogi. Hann var hættur með starfsemina en átti þessa forláta Heidelberg-prentvél handa okkur. Hann kenndi okkur á vélina og hjálpaði okkur af stað, og síðan gerist það í lok nóvember að við flytjum prentvélina á vinnustofu okkar í Lindargötunni. Er skemmst frá því að segja að vélin er búin að vera nánast í stöðugri notkun síð- an.“ Áþreifanleg prentun Í letterpress-prentun er notast við lausaletur eða prentplötur sem er svo þrykkt á pappírinn. „Við vinnum letur og grafík í tölvunni og látum síðan útbúa svokallaðar klisj- ur sem settar eru í prentvélina. Þar sem letrinu er þrykkt í pappírinn kemur djúp og áþreifanleg áferð sem fæst ekki með venjulegri off- sett- eða digitalprentun,“ útskýrir Ólöf. „Það má líkja þessari prent- aðferð við sparifötin: hún gefur ákveðinn karakter. Hægt er að fá bæði mjög hráa og fínlega áferð og skemmtilegir „núansar“ koma með letterpress-aðferðinni.“ Ólöf bendir á hvernig má síðan tvinna saman nýjustu prenttækni og letterpress-prentun með því t.d. að prenta ljósmynd í staf- rænni prentvél og „kósa“ eða hnýta saman við örk sem prentuð er með letterpress-tækninni. „Hægt er að prenta óteljandi liti í letterpress-vél, en við getum að- eins prentað einn lit í einu,“ segir Ólöf. „Prentvélin sem við erum með tekur ekki mikið stærri arkir en A4, sem er reyndar feikinóg fyrir flesta enda þessi prentaðferð mest notuð fyrir boðskort, nafnspjöld og alls konar skemmtilega smáhluti.“ Veislan byrjar með boðskortinu Vestanhafs er letterpress- prentun sérstaklega vinsæl þegar prenta á boðskort fyrir hverskonar hátíðleg tækifæri. „Þar hefur átt sér stað mikil gróska í prentun af þessu tagi og við sjáum ákveðna end- urvakningu hér líka. Við höfð- um áhyggjur af því í upphafi að þurfa að hafa mikið fyrir að koma þjónustunni á framfæri en raunin hefur verið að bæði auglýsingastofur og ein- staklingar hafa verið mjög dug- legir að koma til okkar að eigin frumkvæði og skoða möguleika þessarar prentaðferðar.“ Vandað og aðlaðandi boðskort skiptir líka meira máli en margur myndi halda. „Boðskortið gefur á vissan hátt tóninn fyrir veisluna, hvort sem um er að ræða ferming- arboð eða annað tilefni. Gestirnir setja sig hreinlega í aðrar stellingar ef boðskortið er þesslegt og fólk mætir allt öðruvísi stemmt til veisl- unnar,“ segir Ólöf. „Langflottast er svo ef boðskortin mynda hluta af heildarútliti veislunnar. Við yfirfær- um hönnunina á kortinu á t.d. serví- ettur, skreytingu í sal, nafnamerk- ingar og sætaskipan og á matseðla á veisluborði. Við höfum t.d. útbúið litla fána með nöfnum brúðhjóna og dagsetningu og stungið í bollakökur, létum útbúa sérmerkt eldspýtnabréf og blöðrur í stíl. Það eru oft þessir litlu hlutir sem gera svo mikið fyrir góða veislu.“ ai@mbl.is Nýtt fyrirtæki í Þingholtunum prentar boðskort fyrir fermingar og flest önnur tilefni. Notuð er gömul prentaðferð sem gefur skemmtilega áferð. Morgunblaðið/Kristinn Flott Kortin hluti af heildarútliti veislunnar, segja Ólöf Birna Garðarsdóttir og Hildur Sigurðardóttir Stíll Lett- erspress er gömul aðferð. Morgunblaðið/Kristinn Stíll Útfærslur eru margar. Morgunblaðið/Kristinn Lettersprent Mörg handtök við prentið en útkoman skemmtileg. Aðferð Stíllinn er gamaldags en útkoman er glæsileg. Áprentuð munnþurrka er minjagripur Það er ekki bara hægt að prenta boðskort í letterpress-prentvél. „Við höfð- um hugsað okkur að prenta jólakort fyrir síðustu jól en það náðist ekki vegna flutninganna. Þess í stað prentuðum við á sérvíettur okkar eigin hönnun og það gerði mikla lukku,“ segir Ólöf en servíettuprentunin fer fram í lítilli handknúinni prentvél sem fylgdi með í kaupunum á letterpress- vélinni. „Við merktum á servíetturnar búta úr vinsælum jólalögum og voru 20 mismunandi servíettur í hverjum pakka. Okkur skilst að þar sem þessar sérvíettur hafi verið á borðum hafi gestir verið mjög gjarnir á að bresta í söng. Fyrir áramótin sendum við svo frá okkur servíettur þar sem matar- gestir gátu gert upp árið með hjálp spurninga sem voru einnig 20 mismun- andi í hverjum pakka. Núna erum við að undirbúa prentun á málshátt- arservíettum til þess að nota á páskunum.“ Að prenta nafn fermingarbarnsins á munnþurrkurnar í fermingarboðinu er skemmtileg hefð. „Ég hreinlega veit ekki hvort þetta tíðkast annars staðar, en hitt veit ég að margir líta á þetta sem ómissandi hluta af veisl- unni og spara margt annað við sig áður en hætt er við áprentuðu servíett- urnar,“ segir Ólöf. „Ekki síst held ég að fólk haldi í þessa hefð því þannig geta gestirnir tekið með sér lítinn minjagrip um daginn.“ Boðskortið gefur tóninn fyrir veisluna ’ Við erum að endurvekja aldagamla og skemmtilega prentaðferð      sushismiðjan            VEISLUBAKKAR PANTANIR Í SÍMA 517 3366 WWW.SUSHISMIDJAN.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.