Morgunblaðið - 04.03.2011, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.03.2011, Blaðsíða 6
6 | MORGUNBLAÐIÐ www.hjahrafnhildi.is • Sími 581 2141 Mikið úrval af glæsilegum fatnaði fyrir fermingarnar Stærðir 36-52 F ólk vill hófstilltar ferming- arveislur í dag og engan íburð. Við finnum það mjög skýrt á því fólki sem hefur samband og pantar í veislur vorsins,“ segir Sturla Birgisson veit- ingamaður á Heitu og köldu í Kópa- vogi. Hann hefur lengi staðið vaktina við veitingarekstur og segir menning- una þar hafa breyst mikið á und- anförnum misserum. Allt taki mið af ofurlítið þrengri efnahag fólks enda þótt öllum sé kappsmál að gera vel við sig og sína á þeim merkisdegi mannsævinnar sem fermingin er. Lambalæri og graflax Sturla segir að þetta vorið láti nærri að sitt fólk sé að útbúa um það bil þrjátíu fermingarveislur. „Fólk byrjaði strax í haust að at- huga málin og leggja inn pantanir. Það er mjög eðlilegt að fólk undirbúi þetta vel og þá er gott að hafa tímann fyrir sér,“ segir Sturla sem er með þrennskonar fermingartilboð. Af því fjölmarga sem þar er á borð- um njóta sígildir réttir ýmiskonar mikilla vinsælda. Má þar til dæmis nefna kalkúnabringur og hamborg- arhrygg – en margir skipta öðru hvoru þessa út og taka lambalærið inn í staðinn eða kjúklingabringur. Þá er graflax með góðu ristuðu brauði og tilheyrandi sósu afar eftirsóttur. Sushi sem aldrei fyrr „Margir hafa komið til okkar og fengið skemmtilegt smáréttaborð sem alltaf stendur fyrir sínu – hvort sem réttirnir eru unnir úr kjöt- eða fiskmeti. Margir hafa einnig viljað fá inn í þetta sushi-rétti sem nú eru vin- sælir sem aldrei fyrr,“ segir Sturla og bætir við að margir vilji ferming- arveislur í gamla stílnum, það er kaffihlaðborð með öllu því sem slíku fylgir. „Kunnur útvarpsmaður sagði eitt sinn frá því í viðtali að fyrir fermingu dóttur sinnar hefði sér þótt rétt að velja það ódýrasta og keypti einfald- lega veitingar eins og gjarnan eru bornar fram í erfidrykkjum; það er flatkökur með hangikjöti, upprúll- aðar pönnukökur, kleinur og jólakök- ur. Sjálfsagt eru þetta hinar bestu veitingar en í fermingarveislu verður fjölbreytnin þó að vera ofurlítið meiri, að mínum dómi. Snittur, brauðréttir og kranskakakan verða að vera á sín- um stað. Annars er fólk mun óhrædd- ara nú en áður við að fara sínar eigin leiðir. Maður heyrir þess meira að segja dæmi að fólk bjóði gestum stundum upp á íslenska kjötsúpu á þeim mikla hátíðisdegi barnsins sem fermingin er – og öllum líkar það vel,“ segir Sturla og bætir við að eðlilega horfi margir foreldrar í aurinn og vilji spara við sig aðkeypta veislu. Þar gleymist hins vegar að oft að slíkt sé tímafrekt og hreint ekki á allra færi. Aðkeypt veisla frá veitingamönnum sé því gjarnan besti kosturinn – og bragðist vel. sbs@mbl.is Veisla í farángrin- um en án íburðar Sígilt er vinsælt í ferminguna. Kalkúnn og lambalæri. Margir vilja smárétti og þjóðlegar veitingar – eins og upp- rúllaðar pönnukökur og flatkökur með hangikjöti. Pinnamatur Hugmyndaríka kokka stoppar ekkert.Kjöt Hverskonar kjötréttir eru vinsælir á veglegt fermingarborð. Smáréttir Lystugt og lítur ljómandi vel út á diskinum. Kokkur Sturla hjá Heitu og köldu. Fermingartilboð 1 Kaldir réttir  Ítalskt pastasalat með feta- osti og rækjum  Kjúklingasalat með sól- þurrkuðum tómötum og fersku salati  Graflax með sinnepsdill- sósu  Tapssnitta með parmask- inku og klettasalati Heitir réttir  Heilsteiktar kalkúnabringur  Hamborgarhryggur með eplasalati  Kartöflur, sveppasósa, ferskt salat og brauð Fermingartilboð 2  Humarsúpusnafs  Graflax á tapassnittu með sólseljusósu  Tapassnitta með klettasal- atmauki og valhnetum  Tapassnitta með sólþurrk- uðum tómötum og basil  Tapassnitta með ólífu- mauki og fetaosti  Sjávarréttasalat með rækjum, hörpuskel, kóríander og mangó  Djúpsteiktar tígrisrækjur með kókos og sætri chillisósu  Ofnsteikt andarbringa með pekingsósu  Grilluð kjúklingabringa með tandoori og kryddjurta- salati  Parmaskinka með kletta- salati og Parmaosti  Ítalskar kjötbollur með BBQ og hvítlauk Fermingartilboð 3 Forréttir Graflax með sinnepsdillsósu  Reyktur lax með pip- arrótasósu  Sjávarréttasalat með pasta, rækjum og kóríander Tapssnitta með Parmaskinku og klettasalat Heitir réttir  Tex-mex kjúklingaleggir með salsasósu  Nautapottréttur með sveppasósu  Kryddhrísgrjón, ferskt sal- at, nýbökuð brauð og fleira.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.