Morgunblaðið - 04.03.2011, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 04.03.2011, Blaðsíða 58
58 | MORGUNBLAÐIÐ Þegar þú þarft á því að halda að líta sem best út þá velur þú Mystic Tan af hverju milljónir manna um allan heim velja Mystic Tan. Það er einföld leið til að umbylta útlitinu og fá fallegan, jafnan og eðlilegan húðlit á nokkrum mínútum án sólar. Veldu milli fjögurra fallegra litatóna Dalshrauni 11 • Pöntunarsími : 565 6767 • www.airbrush. is 20% afsláttur fyri r fermingarbör n Zeus heildverslun - Sia • Austurströnd 4 • Sími 561 0100 www.sia-homefashion.com V asatölva og prímus, sjálftrekkt omega, rit- safn Einars Kvaran, upplýst jarðkúla,“ var sungið um ferming- argjafir Sturlu á samnefndri plötu sveitarinnar Spilverks þjóðanna frá 1977. Þessar góðu og gegnu gjafir standa enn fyrir sínu; vasareiknarnir orðnir að ofurtölvum og upplýst jarðkúla þykir retro og flott. En þó að góð orða- bók og armbandsúr standi alltaf fyrir sínu er líka margt annað sem hægt er að vefja um fallegum borða. 1. Einstök upplifun Það má eflaust þakka ört vaxandi ferðamannaiðnaði að nú eru í boði fjöldinn allur af alls konar skemmti- legum ferðum og ævintýrum á Ís- landi. Ef fermingarbarnið hefur áhuga á að prófa eitthvað nýtt er um að gera að gefa því öðruvísi ferm- ingagjöf. Meðal þess sem íslensk ferða- og ævintýrafyrirtæki bjóða upp á er t.d. river rafting, klettaklifur, hellaferð- ir, köfun, ísklifur, þyrluferðir, hesta- ferðir og margt, margt fleira. 2. Námskeið Það er góð hugmynd að gefa ferm- ingarbarninu eitthvað sem tengist áhugamálum þess. Það gæti bæði verið nytsamlegur hlutur tengdur áhugamálinu, t.d. golfhanski, veiði- stöng, nótnabækur eða gönguskór, eða t.d. sniðugt námskeið. Meðal þeirra námskeiða sem í boði eru, eru t.d. ljósmyndanámskeið, tungumála- námskeið og matreiðslunámskeið. Mömmur.is hafa staðið fyrir syk- urmassanámskeiðum í Turninum í Kópavogi, í Stúdíó Sýrlandi er hægt að fara á hljóðupptökunámskeið og talsetninganámskeið, ýmis dans- námskeið eru haldin í Kramhúsinu, s.s. afró og zúmba og svona mætti lengi telja. Fyrir listræna ungmenn- ið eru ýmis námskeið í boði í Mynd- listaskólanum í Reykjavík, Dale Carnegie býður upp á námskeið fyr- ir ungt fólk og svo eru auðvitað víða í boði hin ýmsu íþróttanámskeið. 3. Gjafakort eða áskrift Það er sígild en góð gjöf að gefa gjafakort eða gjafabréf. Þau geta verið af ýmsu tagi og um að gera að stíla inn á áhugasvið ferming- arbarnsins. Gjafakort í leikhús og miðar á tónleika geta verið góð hug- mynd, sem og gjafakort í líkams- rækt eða einhvers konar íþrótt/ hreyfingu/jóga. Áskriftir koma líka vel til greina en bæði má kaupa ís- lensk og ýmis erlend tímarit í áskrift. Einnig er sniðugt að gefa áskrift að bókaklúbbum en Forlagið t.d. rekur nokkra slíka. 4. Handunnið Blessuð kreppan á víst fáa aðdá- endur en hún má eiga það að þegar hún skall á gengu gömul gæði og gildi í endurnýjun lífdaga. Nú prjóna og hekla landsmenn sem mest þeir mega og lopafatnaður er orðinn hinn mesti tískuiðnaður. Lopapeysa er flott fermingargjöf, klassísk og praktísk flík og ekki leiðinlegt ef hún er handprjónuð af væntumþykju. Að „skrappa“ nýtur einnig auk- inna vinsælda og fyrir þá sem hafa nennu til væri ekki úr vegi að kafa ofan í myndaalbúmin og setja saman minninga- og myndabók handa ung- lingnum. Þeir sem geyma mynda- bankann á tölvutæku og finna ekki skærin sín, geta nýtt sér vefsíður þar sem hægt er að búa til myndaal- búm í ýmsum stærðum og gerðum. Ein slík er t.d. mypublisher.com en þar er hægt að hanna hvers konar myndabækur og fá sendar inn- bundnar heim. holmfridur@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Hljóð Í Sýrlandi er hægt að fara á talsetningarnámskeið. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarss Áskrift Forlagið er með hina ýmsu kiljuklúbba. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ævintýr Flúðasigling er spennandi fermingargjöf. Morgunblaðið/Ernir Dans Zúmba er kennt í Kramhúsinu og Nordica Spa. Hugsað út fyrir (gjafa)kassann Morgunblaðið/Frikki Lopi Heimaprjónuð ullarpeysa er góð í pakkann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.