Morgunblaðið - 04.03.2011, Blaðsíða 38
38 | MORGUNBLAÐIÐ
M
ér finnst gaman að öllu
föndri og fyrir nokkr-
um árum byrjaði ég
svo að útbúa ferming-
armöppurnar fallegu.
Þær gera fermingarbörnunum kleift
að varðveita minningar á einum
stað, sem er mikils virði,“ segir Lára
Björnsdóttir á Fáskrúðsfirði. Hún
sinnir ýmiss konar handverki sem
hún selur undir merkinu Föndur
fjósakonunnar.
Sígildar hefðir
Fermingarbækurnar eru gorma-
möppur sem eru klæddar inn í
snotran pappír eða annað efni eftir
atvikum. Þessar bækur eru hugs-
aðar sem gestabók til að varðveita
fermingarkort, skeyti og myndir.
„Naumhyggjan sem svo er nefnd
er vissulega alltaf meira áberandi.
Fermingunni fylgja samt alltaf sí-
gildar hefðir og að eiga þennan dag
vel skrásettan, hvort heldur er í
myndum eða minningum er dýr-
mætt,“ segir Lára sem er hús-
gagnasmiður að mennt. Hún hefur í
gegnum árin verið að dunda sér við
ýmislegt heimilisföndur og fyrst fór
boltinn að rúlla árið 2007 þegar móð-
ir hennar, Elín Kröyer, varð sjötug.
Útkoman er falleg
„Ég hafði samband við allan
systkinahópinn og barnabörnin og
bað þau um að leggja eitthvað
skemmtilegt í púkk; myndir, texta
eða eitthvað annað slíkt sem tengdi
þau við ömmu sína. Þegar allt var
komið raðaði ég þessu inn í möppu
svo úr varð falleg minningabók.
Fermingarbækurnar eru í svipuðum
stíl; en þær hef ég látið binda inn hjá
Hérðasprenti á Egilsstöðum en lími
utan um þær og geng frá með öðru
móti svo útkoman verður falleg,“
segir Lára og bætir við að sér þykir
minningabækur nokkuð sem til-
heyra verði öllum merkisdögum
mannsævinnar; svo sem skírn, gift-
ingu og svo fermingu. Þá hefur hún
einnig fengist við að útbúa falleg
fermingarkerti sem ofin eru fallegu
perlubandi og með glerkrossi sem
Verkstæði Kötu útbýr fyrir hana og
vekja kertin oft eftirtekt.
sbs@mbl.is
Mappa fyrir
myndir og
minningar
Fjósakonan föndrar austur á Fáskrúðsfirði. Allar
minningar dagsins í eina fallega möppu.
Kerti Lífið og ljósið
Bók Allar minningar dagsins fara hér í eina bók.Kort Fermingarkortin sem Lára útbýr eru til mörgum útgáfum og í rauninni hvert öðru ólíkara.
Listakonan Lára Björnsdóttir föndrar austur á Fáskrúðsfirði
’
Fermingunni fylgja
samt alltaf sígildar
hefðir og að eiga þennan
dag vel skrásettan, hvort
heldur er í myndum eða
minningum er dýrmætt,“
FERMINGARDAGURINN MINN Gestabók - Myndir - Skeyti
V/REYKJALUND, MOSFELLSBÆ, SÍMI 5628500, WWW.MULALUNDUR.IS
FÆST Í ÖLLUM HELSTU BÓKAVERSLUNUM LANDSINS
Gesta
bók,
mynd
a- og
skeyta
safn