Saga - 2005, Blaðsíða 11
vits og vanvits, andfélagslegir og undirmálsfólk frá náttúrunnar
hendi. Auðveldastan aðgang höfðu menn að fólki sem ekki var
sjálfráða vegna þroskahömlunar eða umkomuleysis af einhverju
tagi, og var því á vegum velferðarkerfisins sem vistmenn á stofnun-
um eða bjó úti í samfélaginu undir eftirliti eða á vegum barna-
verndarnefnda, sveitarstjórna eða félagsmálayfirvalda. Sérfræði-
valdinu var gert hátt undir höfði í þessum lögum því að réttmætt
þótti að mat á hinum hæfu og óhæfu væri á hendi tilskipaðra nefnda
sérfræðinga sem fengu vald til að meta hverja skyldi gera ófrjóa og
fá það framkvæmt, að fengnu samþykki tilskilinna aðila. Á Norð-
urlöndum voru ófrjósemisaðgerðir heimilaðar á þroskaheftum og
geðsjúkum án þess að til þyrfti samþykki viðkomandi, en sam-
þykki aðstandenda eða forsjáraðila var forsenda aðgerðar. Nauð-
ungaraðgerðir komu alls staðar við sögu í framkvæmd ófrjósemis-
aðgerða austan hafs og vestan en lengst gengu Þjóðverjar í valdatíð
nasista, bæði hvað snerti heimildir í lögum þar um og fjölda að-
gerða.9 Þýsku lögin heimiluðu nauðungaraðgerðir, þ.e. aðgerðir
gegn vilja viðkomandi einstaklings, á víðtækari forsendum en laga-
bókstafur annarra landa kvað á um, þ.e. ekki aðeins vegna geðsjúk-
dóms eða vangefni heldur einnig vegna ýmissa erfðasjúkdóma.
Lögin innihéldu ekki ákvæði sem heimiluðu ófrjósemisaðgerðir á
grundvelli kynþáttar. Þær fóru engu að síður fram í anda kynþátta-
stefnu nasismans og gerðar voru aðgerðir á erlendu verkafólki,
sígaunum, fólki af afrískum uppruna og gyðingum.10 Hugmyndir
um misverðuga kynþætti settu einnig mark sitt á framkvæmd
ófrjósemisaðgerða víðar en í Þýskalandi. Urðu tatarar t.d. fyrir
barðinu á því í Noregi og Svíþjóð.11
Athygli heimsins beindist að sögu ófrjósemisaðgerða á Norður-
löndum í kjölfar þess að fræðimenn birtu rannsóknir um efnið á 10.
áratugnum. Fyrst og fremst voru það þó greinar blaðamannsins
Maciej Zaremba í sænska dagblaðinu Dagens Nyheter árið 1997 sem
beindu kastljósi heimspressunnar að málefninu. Þar greindi hann
„V Ö N U N A N D L E G R A F Á R Á Ð L I N G A …“ 11
9 Paul Weindling, „International Eugenics“, bls. 186–194.
10 Paul Weindling, Healt, Race and German Politics between National Unification
and Nazism 1870–1945 (Cambridge 1993, 3. útg.), bls. 522–533.
11 Per Haave, Sterilisering av tatere 1934–1977 (Ósló 2000), bls. 302–348. — Gunn-
ar Broberg og Mattias Tydén, Oönskade i folkhemmhet: rashygien och sterilsering
i Sverige (Stokkhólmur 1991), bls. 144–160. — Um rasisma og „kynþáttavís-
indin“ og áhrif þeirra á arfbótastefnu sjá t.d.: George L. Mosse, Toward the
Final Solution. A History of European Racism (Madison 1985, 2. útg.), bls. 77–93.
Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:09 Page 11