Saga - 2005, Blaðsíða 25
sjúkum.54 Þrátt fyrir að aðeins fleiri hafi verið gerðir ófrjóir hér á
landi vegna andlegs vanþroska eða geðveiki fyrir 1950 en vegna
langvarandi veikinda þá var bæði um lítinn mun og fáar aðgerðir
að ræða (tafla 3). Engin merki eru um það í gögnum landlæknis-
embættisins að sérstök gangskör hafi verið gerð að því af hálfu
forstöðumanna stofnana, félagsmálafulltrúa eða lækna að láta
gera þroskahefta og geðsjúka ófrjóa. Annars staðar á Norðurlönd-
um gegndi öðru máli.55 Má varpa fram þeirri tilgátu hér að ástæð-
an fyrir þessum mun felist í því að íslenska velferðarkerfið hafi
verið efnaminna og vanbúnara en hið skandinavíska.56 Það lýsti
sér m.a. í því að tilfinnanlega skorti stofnanir fyrir geðsjúka og
þroskahefta, sem voru þá í flestum tilfellum á framfæri og ábyrgð
fjölskyldna sinna, fyrir utan þá fáu sem komust að á þeim stofn-
unum sem til voru.57 Aðgerðir á fólki sem vistaðist á stofnunum
ríkisins gátu því ekki verið sama þungamiðjan í framkvæmd ófrjó-
semisaðgerða á Íslandi eins og raunin var annars staðar á Norður-
löndum, þar sem velferðarkerfið hafði verið stofnanavætt þegar á
fyrri hluta 20. aldar.
Engar skýringar eru á því í gögnum landlæknisembættisins
hvers vegna aðgerðir voru mjög fáar í fyrstu, fjölgaði eftir 1950 en
fækkaði aftur áratug síðar eða eftir 1960 (tafla 2), og ekki gafst tæki-
færi í þessari rannsókn til að fara ofan í saumana á því. Þó má álykta
að tilkoma pillunnar og lykkjunnar hafi orðið til þess að aðgerðum
fækkaði eftir 1960. Læknar gátu nú bent konum á nokkuð örugga
getnaðarvörn aðra en ófrjósemisaðgerð. Pillan leysti þó ekki vanda
allra kvenna því að sumar þoldu hana illa eða alls ekki. Þetta sést af
umsóknum þar sem læknar tilgreindu óþol fyrir pillunni sem eina
af ástæðum umsóknar og ítrekuðu að ófrjósemisaðgerð væri því
eini áreiðanlegi kosturinn fyrir viðkomandi konu til að verjast
þungun. Óþol fyrir pillunni var stundum tekið með í reikninginn
„V Ö N U N A N D L E G R A F Á R Á Ð L I N G A …“ 25
54 Eugenics and the Welfare State, bls. 61–65, 109–112, 188, 239–241.
55 Sjá t.d.: Eugenics and the Welfare State.
56 Um uppbyggingu og þróun íslenska velferðarkerfisins, sjá: Guðmundur Jóns-
son, „Agents and Institutions in the Creation of the Icelandic Welfare State,
1880–1946,“ Frihed, lighed og velfærd, bls. 61–89. — Stefán Ólafsson, Íslenska
leiðin. Almannatryggingar og velferð í fjölþjóðlegum samanburði (Reykjavík 1999).
57 Heilbrigðisskýrslur 1937, bls. 77. — ÞÍ. Heilbrigðis- og tryggingaráðuneyti.
1991-Bd/12. Fávitahæli Skálatúni. — ÞÍ. Utanríkisráðuneyti. 1998-B/660. Fá-
vitahæli. — Alþingistíðindi C 1950, d. 440–450. — Alþingistíðindi D 1965, d.
438–440. — Alþingistíðindi B 1970, d. 1334–1336.
Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:09 Page 25