Saga - 2005, Blaðsíða 203
inga, því að þær hafa óneitanlega lengi verið mjög háðar nútímahugsun um
þjóðerni og undir sterkum áhrifum frá þjóðríkismyndun okkar á 19. og 20.
öld. Hins vegar verður líka að gæta þess að láta svörin ekki ráðast af því að
það sé tímabært að ögra þessari hugmynd. Ef við gerum það erum við far-
in að hreyfast í litlum, lokuðum hring.
Doktorsefni gerir til dæmis nokkuð mikið úr því að landsfjórðungar
hafi skipt sjálfsmynd manna miklu máli á Íslandi á miðöldum (bls.
282–288). Á þeirri skoðun eru þó næsta augljósir annmarkar sem ekki eru
ræddir í ritgerðinni. Fjórðungur er óhjákvæmilega fjórðungur úr einhverri
heild, í þessu tilfelli sýnilega úr Íslandi, og er erfitt að hugsa sér annað en
að heildin sé djúpstæðari í hugarheimi manna en hlutinn. „Fjórðungadeild
var … grundvöllur stjórnskipunar á Íslandi“, segir í ritgerðinni (bls. 283),
en ekki er tekið fram að samkvæmt elstu og trúlegustu heimild okkar um
þróun stjórnskipunarinnar, Íslendingabók Ara fróða, var landinu ekki skipt
í fjórðunga fyrr en áratugum eftir að alþingi hafði verð stofnað fyrir landið
allt. Séu fjórðungarnir því grundvöllur stendur hann óhjákvæmilega á öðr-
um upprunalegri grundvelli.
Þegar beiðni Ólafs konungs helga Haraldssonar um Grímsey var vísað
sérstaklega til umsagnar Norðlendinga á alþingi, samkvæmt frásögn
Heimskringlu, telur höfundur það merki þess að „„milliríkjasamningum“
mátti vísa til þeirra fjórðungsmanna sem málið varðaði.“ Þegar Einar Þveræ-
ingur vill neita beiðninni „ef landsmenn vilja halda frelsi sínu því er þeir hafa
haft síðan er land þetta byggðist“ þá gefur höfundur í skyn að „landsmenn“
í máli Einars kunni að vera Norðlendingar einir (bls. 284–285). Þetta virðist í
meira lagi langsótt. Samkvæmt Ólafs sögu helga í Heimskringlu, þar sem
þessi saga er varðveitt, var Grímsey almenning,6 og samkvæmt Grágás var
það „almenning er fjórðungsmenn eiga allir saman“,7 eins og höfundur tek-
ur raunar fram sjálfur í umræðu sinni um þetta efni (bls. 285). Enda bað kon-
ungur Norðlendinga að gefa sér Grímsey, eftir því sem Snorri segir í
Heimskringlu.8 Auðvitað bað hann þá sem áttu og þeir urðu fyrir svörum.
Að því leyti er hér enginn „milliríkjasamningur“ til umræðu.
Doktorsefni leggur talsvert upp úr því að Ari fróði reki uppruna manna
til héraða í Íslendingabók og sýni þannig sterka héraðsvitund (bls.
280–281). En þetta er nánast bara afleiðing af því að bók Ara er Íslendinga-
bók. Með titli hennar, sem er kominn frá Ara sjálfum,9 er eiginlega sagt: Í
A F S V E R R I S S Ö G U V Í Ð F Ö R L A 203
6 Heimskringla II. Íslenzk fornrit XXVII. Bjarni Aðalbjarnarson gaf út (Reykjavík
1945), bls. 215.
7 Grágás. Lagasafn íslenska þjóðveldisins. Gunnar Karlsson, Kristján Sveinsson og
Mörður Árnason sáu um útgáfuna (Reykjavík 1992), bls. 369.
8 Heimskringla II, bls. 215.
9 Íslendingabók. Landnámabók. Íslenzk fornrit I. Jakob Benediktsson gaf út (Reykja-
vík 1968), bls. 3.
Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:11 Page 203