Saga - 2005, Blaðsíða 76
Í áðurnefndri reglugerð um uppboð Skálholtsjarða báru stjórn-
völd af sér allar sakir um að þau ætluðu sér að hagnast á sölunni.
Markmið þeirra væri þvert á móti að koma fjármálum og skipulagi
biskupsstólsins á varanlegan og nútímalegan grundvöll, eða eins
og segir í reglugerðinni:
viljum vér selja allar jarðeignir sem tilheyra nefndu Skálholts-
stifti á opinberu uppboði til hæstbjóðenda, með fullum eignar-
yfirráðum og erfðarétti, og er hagur vorra kæru og trúu þegna
í landinu efldur með þessu á margvíslegan hátt. Og þar sem
markmið vort með þessari breytingu er ekki annað en það að
skjóta hagfelldari og tryggari stoðum undir þessa mikilvægu
stofnun, þá munum vér, ef salan kemur til með að skapa stærri
höfuðstól en sem skilar árlega, með 4 prósent vöxtum, þeim
2500 rd. sem ákveðnir voru af oss, nýta það sem umfram tilfell-
ur til að bæta hag skólans; en á móti munum vér alls ekki
lækka upphæðina þótt svo fari að höfuðstóllinn sem fæst verði
minni en það sem nauðsynlegt er til að ná umræddri upphæð
með árlegum vöxtum.17
Af þessu er ekki að sjá að stjórnvöld hafi viljað rýra hag íslensku
þjóðarinnar með sölu jarða Skálholtsstóls. Þvert á móti töldu þau að
þessi ráðstöfun myndi bæta hag Íslendinga, þótt óhagstæð þróun í
dönskum peningamálum hafi orðið til þess að grafa undan áætlun-
um stjórnarinnar um fjárveitingar til biskups og skóla á öðrum ára-
tug 19. aldar. Þannig ætlaði stjórnin alls ekki að stinga andvirði
jarðanna undan í ríkishítina, heldur skyldu tekjur af sölunni mynda
sjóð sem duga átti, með eðlilegri ávöxtun, til að standa undir rekstri
biskupsembættisins og rekstri stólsins um alla framtíð.18 Stjórnin
G U Ð M U N D U R H Á L F D A N A R S O N76
17 ÞÍ. Skjöl landsnefndarinnar síðari. Bréf nr. 31. Orðrétt hljómar tilvitnunin svo:
„… vil Vi ved offentlig Auction til de Høisbydende lade sælge det samtlige til
bemeldte Skalholts Stift henlagte Gods, med fuld Eiendom og Arverettighed,
hvorved Vore kiære og troe Undersatters beste der i Landet paa meer end en
Maade bliver befordret. Og da Vi ved denne Forandring ingen anden Hensigt
have end det at sætte denne saa vigtige Anstalt paa en fordeelagtigere og
bestandigere Foed, saa ville Vi i Fald ved Salget skulde udbringes en større
Capital end hvis Renter a 4 pcent. opnaaer den af Os bestemte aarlige Summe
af 2500rd, lade samme Overskud anvende til Skolens beste; hvorimod den
ingenlunde skal blive formindsket i Fald at det udbringende Capital bliver
mindre, end udfordres til udj aarlige Renter at modtage den omtalte Summe.“
18 Þetta var almennt viðurkennd skoðun á 19. öld, sem sést best af því að þótt
ekki væru kollegar Jóns Sigurðssonar í svonefndri fjárhagsnefnd, en hún var
skipuð árið 1861 til að gera tillögur um fjárhagsskilnað Íslands og Danmerk-
Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:10 Page 76