Saga - 2005, Blaðsíða 220
sem um menningu múslima og hvernig árekstrar við hana höfðu áhrif á
evrópska menningu. Þetta eru þættir úr menningarsögunni þannig að ým-
islegt verður að sjálfsögðu útundan, í sumum köflum er hugsuðum gert
hátt undir höfði en í umfjöllun um aðra tíma er listum aðallega eða ein-
ungis hampað. Einnig má sjá að mikið er gert úr sumum stefnum en ekki
minnst á aðrar. Dæmi um þetta er að ekki er minnst á kúbisma og hinn
fræga fulltrúa hennar Pablo Picasso. Þá er ekkert talað um tónlist á 20. öld
og svo sem lítið um tónlist yfirleitt. Þá má einnig spyrja hvort menning vík-
inga eða þeirra þjóðflokka sem byggðu Evrópu og önnur svæði þar sem
vestræn menning hefur skotið rótum ætti ekki að fá pláss í mótunarsögu
vestrænnar menningar. Í framhaldi af því má svo spyrja hvort ekki hefði
verið hægt að gera íslenskri menningu hærra undir höfði, en hún fær lítið
pláss í bókinni.
Í formála bókarinnar skýrir útgefandi þá leið sem farin er í þessari bók,
það er að binda hana ekki við trúarbrögð, byggingar og listir, svo dæmi séu
tekin, heldur huga einnig að öðru, svo sem sjálfsmynd manna, einkalífi,
híbýlaháttum og tískusveiflum. Þannig á það sem mest er áberandi í menn-
ingarlífi hvers tímabils að ráða efnisvali. Þetta hefur tekist ágætlega því að
viðfangsefnin sem tekin eru fyrir í hverjum kafla eru fjölbreytt. Kannski er
það vegna þess að það eru þrír höfundar að bókinni og því verður hver
kafli eins og þema frekar en hluti af einhverri heildarmynd. Til dæmis er
einkalífi og híbýlaháttum gert hátt undir höfði í endurreisnarkaflanum sem
rímar vel við aukna einstaklingshyggju þess tíma og svo má nefna tískufyr-
irbrigðið sem sérstaklega er áberandi í 4. kafla, „Frá barokköld til upphafs
nútíma“.
Námskráin gefur uppskrift að tólf mismunandi þemaefnum en a.m.k.
þrjú eiga að vera á dagskrá. Segja má að Þættir úr menningarsögu nýtist
ágætlega við helminginn af þessum viðfangsefnum. Þess má líka geta að
námskráin leyfir að fleiri efnisþættir og markmið komi til greina eftir
áhugamálum og kunnáttu á hverjum stað, þannig að kennslubókin er vel
innan ramma námskrárinnar. Aftur á móti má yfirmarkmiðið með menn-
ingarsögunni ekki gleymast, en það er fólgið í sjálfstæðri vinnu nemand-
ans, meðal annars því að hann kynni sér frumtexta, skoði samtíma-
myndefni og hlýði á tónlist ásamt því að tileinka sér fræðilega og skáldlega
umfjöllun um efnið. Þetta þýðir að áherslan á kennslubókina má ekki vera
of mikil þótt hún vissulega nýtist sem fræðilegi þátturinn að hluta.
Bókin er læsileg og myndir virðast á flestum stöðum lýsandi fyrir text-
ann. Aðeins á einum stað man ég eftir mynd sem hvergi var talað um í text-
anum og ekki er skýrandi texti undir myndinni (bls. 205). Auðvitað má
gagnrýna að engin verkefni séu í kennslubók en á hinn bóginn set ég þó
alltaf spurningarmerki við fyrirframgefin verkefni. Verkefni samræma
kennslu og spurning er þá hvort ekki sé nóg að allir hafi sömu kennslubók-
ina þótt verkefnin sem nemendur vinna séu ekki samræmd líka. Nema höf-
R I T D Ó M A R220
Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:11 Page 220