Saga - 2005, Blaðsíða 82
breyttu söluskilmálarnir þó litlu, því að mannslán voru áfram
heimtuð in natura (þ.e. í fríðu), a.m.k. af sumum leiguliðum fyrrver-
andi Skálholtsjarða, og stjórnvöld virðast ekki hafa gert neitt til að
fylgja afnámi þeirra eftir.37 Jafnvel Magnús Stephensen, sem þekkti
skilmálana vel, hélt áfram að krefja leiguliða á öllum jörðum sínum
í Akraneshreppi um leigur af kúgildum og róður á skipum, og gilti
þar einu hvort um fyrrverandi Skálholtsjarðir var að ræða eða
ekki.38 Af heimildum frá því um miðja 19. öld má einnig sjá að kú-
gildaleigur voru áfram lagðar á leiguliða fyrrverandi Skálholtsjarða
jafnt og á aðra leiguliða á Íslandi,39 enda litu íslenskir landsdrottn-
ar á þær sem órjúfanlegan hluta jarðarafgjalda frekar en leigu fyrir
bústofn.40 Það má segja landeigendum til afbötunar að hugur virð-
ist tæplega hafa fylgt máli hjá stjórninni hvað þetta varðar, þar sem
hún reiknaði bæði kvaðir og kúgildi inn í söluverð jarðanna við
uppboðin. Af þeim sökum var ekki óeðlilegt að kaupendur litu á
þessar álögur sem hluta af jarðeigninni og því réttmæta eign sína.41
Magnús Stephensen bendir einmitt á þetta í ritgerð sem hann skrif-
aði nálægt lokum Skálholtsjarðasölunnar, en þar segir hann að sú
staðreynd að kvaðir voru seldar með jörðunum gæfi nýjum eigend-
um lagalegan rétt til að krefjast greiðslu af leigjendum fyrir þær,
þótt það væri bannað í skilmálum, „ef ei í ródri, þá í annari hugn-
un“ eins og hann orðar það.42 Þessi afsökun hreinsar þó ekki Magn-
G U Ð M U N D U R H Á L F D A N A R S O N82
37 Sbr. ummæli Jóns Thorstensens landlæknis á Alþingi 1847, Tíðindi frá Alþingi
Íslendinga 1847, bls. 418–420.
38 Sbr. skýrslu sýslumanns Borgarfjarðarsýslu og bréf dags. 13. febr. 1830. Meðal
eigna Magnúsar á Akranesi voru Skálholtsjarðirnar Eystra- og Vestra-Heynes
og Gerði, sem Magnús fékk í arf frá föður sínum, og var leiguliðum allra þess-
ara jarða gert að halda úti báti landsdrottins allt árið og greiða Magnúsi leig-
ur af einni kú og níu mjólkurám; ÞÍ. Skjalasöfn sýslumanna og sveitarstjórna,
Borgarfjarðarsýsla I, 1. Bréfabók 1828–1831. Færslur nr. 260–261.
39 Þetta má t.d. sjá í alþingistollaskýrslum, en þar er oftast bæði tilgreind upp-
hæð landskulda og kúgildaleigna og hvernig afgjöldin voru greidd: ÞÍ, Stm.
III-665 o.áfr.
40 Lbs.-Hbs. Guðmundur Hálfdanarson, Afkoma leiguliða 1800–1857. B.A.-rit-
gerð í sagnfræði frá Háskóla Íslands 1980, bls. 13–18.
41 Þetta voru helstu rök þeirra sem vildu heimta greiðslu fyrir niðurfellingu
kvaða á slíkum jörðum, en ekki voru allir sammála þeim skilningi, sbr. um-
ræður um kvaðir á Alþingi árið 1847, Tíðindi frá Alþingi Íslendinga 1847, bls.
370–386, 416–428 og 454–455.
42 Magnús Stephensen, „Nockur þegnskyldu= sekta= og ønnur laga=útgjøld og
tekjur“, Margvíslegt Gaman og Alvara (1798), bls. 117.
Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:10 Page 82