Saga - 2005, Blaðsíða 250
nefnda flokknum má t.d. finna lýsingar á kirkjunum á Akureyri og Húsa-
vík frá árinu 1902. Báðar þessar kirkjur eru löngu horfnar og hafa því þess-
ar lýsingar skólapiltanna væntanlega eitthvert gildi. Ferðalýsingarnar eru
auðvitað alltaf athyglisverðar, en skólapiltar fóru lengi vel víða fótgang-
andi um fjöll og heiðar. Þegar strandferðir hófust með gufuskipum árið
1876 varð reyndar veruleg breyting á þessu, því að ferðirnar voru að
nokkru miðaðar við ferðir skólapilta.
En það er meira í þessu riti en ritgerðirnar, því að hverri ritgerð fylgir
stutt yfirlit um ævi viðkomandi nemanda sem ritstjóri hefur samið og loks
hluti af svokölluðum „lýsingum brottfarenda“, sem birtar eru á Árbókum
hins lærða skóla frá árunum 1874 til 1902. Þær hafa margar verið birtar áður
og þykja mergjaðar. Ein hin elsta af þeim er lýsing á Gesti Pálssyni skáldi
frá 1875: „Meðalmaður að hæð, hálslangur mjög og illa vaxinn; gáfaður vel
og skáldmæltur; heldur óreglumaður, óvinsæll af mörgum; óspar á fé.“ Og
tæpum áratug síðar, 1884, fékk annað skáld, Einar Benediktsson, þessa lýs-
ingu: „Meðalmaður á vöxt, fríður sýnum og skarpleitur. Ofláti mikill og
óspektarmaður. Ágætlega gáfaður. Vel máli farinn og óhlýfinn í orðum.
Ókurteys, hrekkjóttur og ósvífinn langt úr hófi, einkum við kennara.
Kvennamaður mikill og drykkjumaður.“ Þetta sögðu skólafélagarnir um
þessa tvo brottfarendur. Margir þekkja til þessara manna og geta velt því
fyrir sér, hvort sanngjarnlega hafi verið um þá fjallað.
Eins og fram kemur í fyrirsögn að þessari umfjöllun er bókin Landsins
útvöldu synir 7. bindi ritraðarinnar Sýnisbók íslenskar alþýðumenningar. Nafn
bókarinnar er fengið frá Matthíasi Jochumssyni, þar sem hann lýsir því í
Söguköflum af sjálfum mér hve honum fannst mikið til koma að gerast skóla-
piltur og verða með því einn af landsins útvöldu sonum. Og það er varla
nokkur vafi á því, að þessir piltar litu nokkuð stórt á sig. Því held ég að þeir
hefðu ekki viljað flokka ritverk sín undir íslenska alþýðumenningu. Al-
þýðu manna í Reykjavík kölluðu þeir nefnilega dónana. Það hefði þess
vegna farið betur á því að ritið hefði ekki verið flokkað undir umrædda rit-
röð. En hvað um það. Hér er um að ræða ágætt verk, þar sem vel hefur ver-
ið unnið úr miklu efni.
Heimir Þorleifsson
R I T F R E G N I R250
Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:11 Page 250