Saga - 2005, Blaðsíða 80
firði.30 Þannig seldust fáar jarðir í Rangárvalla- og Árnessýslum
fyrr en árið 1788, en langstærsti hluti Skálholtsjarða var seldur árin
1788 og 1790. Skipulegum uppboðum var síðan hætt árið 1798, en
þá voru nær allar jarðir Skálholtsstóls seldar nema jarðir Bjarnar-
nessumboðs í Austur-Skaftafellssýslu, Núpsstaður í Vestur-Skafta-
fellssýslu og tvær jarðir á Austurlandi sem seldust ekki fyrr en
löngu síðar.31 Stafar þetta sennilega af því að þessar jarðir áttu að
seljast á Alþingi, eins og áður sagði, en ekki heima í héraði og virð-
ist því hafa verið erfitt að skapa áhuga á uppboði þeirra.
Skilmálar við jarðasöluna
Eins og áður var nefnt var ætlun stjórnvalda með Skálholtsjarðasöl-
unni ekki síst sú að ýta undir kaup leiguliða á ábýlisjörðum sínum
og stuðla þannig að aukinni sjálfsábúð. Ekki var þó margt í skilmál-
um stjórnarinnar um jarðasöluna sem studdi þessi áform. Jarðirnar
skyldu í öllum tilvikum seldar hæstbjóðanda og fengu leiguliðar
þar engan forgangsrétt umfram aðra, nema þann að þeir máttu
ganga inn í hæsta boð ef þeir vildu eða gátu. Af lýsingum á upp-
boðum að dæma virðast flestir leiguliðar hafa verið hvattir til að
bjóða í þær jarðir sem þeir sátu, en margir þeirra tjáðu að þeir
treystu sér ekki til að greiða uppsett lágmarksverð.32 Greiðsluskil-
málar við jarðakaupin voru þeir að kaupendur áttu að greiða 1/6
kaupverðsins strax á uppboðsstað eða sem fyrst eftir að jörðin var
slegin þeim. Á næstu sex árum skyldu þeir síðan greiða annan
sjöttahluta kaupverðsins, en afganginn, þ.e. tvo þriðjunga kaup-
verðsins, máttu kaupendurnir skulda eins lengi og þeim sýndist
gegn greiðslu 4% ársvaxta í ríkissjóð. Allt átti að greiðast í pening-
um, en þó leyfðist kaupendum jarðanna að borga skuldir með því
að leggja vörur inn hjá kaupmönnum, og átti það fyrirkomulag að
gilda „á meðan octroyeruð höndlun [þ.e. einokunarverslun] við-
G U Ð M U N D U R H Á L F D A N A R S O N80
30 Sjá t.d. lýsingu á uppboði Skálholts: ÞÍ, Stm. III-204. Bréf Magnúsar Stephen-
sens til stiftamtmanns, 27. júlí 1785.
31 Jón Johnsen, Jarðatal á Íslandi (Kaupmannahöfn 1847), bls. 416. Það ber að at-
huga að Jón miðar ekki við söluár jarðanna í skrá sinni yfir seldar Skálholts-
jarðir (bls. 416–423), heldur útgáfudag afsala konungs, en þau fengu kaup-
endur ekki fyrr en þeir höfðu greitt 1/6 kaupverðs og helming gjalds fyrir kú-
gildin (sbr.: „Rentekammer-Plakat“, bls. 150). Skrá Jóns og töflu 1 ber því ekki
fyllilega saman.
32 Sjá: ÞÍ, Stm. III-204. Bréf Magnúsar Stephensens til stiftamtmanns.
Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:10 Page 80