Saga - 2005, Blaðsíða 77
var jafnvel reiðubúin að tryggja lágmarksfjármögnun þessara stofn-
ana ef salan gengi illa, en sjálfsagt hafa ýmsir verið uggandi um
hana í ljósi bágs ástands landsins þegar tilskipunin var gefin út.
Jarðasalan
Sala Skálholtsjarða hófst sumarið 1785 samkvæmt auglýsingu sem
birt var 27. apríl það ár.19 Með auglýsingunni fylgdi listi yfir jarðir
stólsins, þar sem tilgreint var mat jaðanna í landaurum miðað við
uppsetta landskuld ársins 1781 og þær kvaðir sem hvíldu á landset-
unum.20 Uppboðin skyldu fara fram á þingstöðum hreppanna,
nema á stólsjörðum á Austurlandi, í Skaftafellssýslum og á Strönd-
um, en þær jarðir átti að bjóða upp á Alþingi árið 1786.21 Fyrir-
komulag uppboðanna var hefðbundið, þ.e. jarðirnar skyldu slegn-
ar hæstbjóðendum, en ofan á hæsta uppboðsverð fyrir jarðirnar
sjálfar lögðust 6 ríkisdalir fyrir hvert fast leigukúgildi sem fylgdi
þeim samkvæmt gamalli hefð.22 Lágmarksverð jarða var ákveðið 6
rd. kúrant fyrir hvert hundrað í jarðamati, og var því ákvæði fylgt
án undantekninga. Langflestar jarðanna seldust nálægt lágmarks-
verðinu, eða fyrir 6–7 rd. hvert hundrað. Sem dæmi má nefna að
árið 1788 voru 147 mönnum slegnar jarðir eða jarðarhlutar og fengu
116 þeirra (79% kaupenda) jarðirnar fyrir 6 rd.–6 rd. 95 sk. hvert
hundrað. Einungis 8 (5%) þurftu að greiða 8 rd. eða meira fyrir
hvert hundrað, þannig að í flestum tilvikum virðist ekki hafa verið
ýkja mikið kapp í boðunum.23 Fyrir kom þó að jarðir seldust fyrir
S A L A S K Á L H O LT S J A R Ð A 77
ur, sammála útreikningum hans á því hversu mikið Danir skulduðu Íslend-
ingum, þá gengu þeir allir út frá því sem vísu að ríkissjóði bæri að greiða Ís-
lendingum vexti af andvirði seldra konungs- og stólsjarða, sbr.: Tíðindi frá Al-
þingi Íslendinga 1865 síðari partur, bls. 35, 38–39, 51–55 og 72–74.
19 „Rentekammer-Plakat ang. Conditionerne for Salget af Skalholts Bispestols
Jordegods“, 27. apríl 1785, Lovsamling for Island V (Kaupmannahöfn 1855), bls.
144–155.
20 „Jarðabók yfir Skálholts biskupsstóls jarðagóz”, Lovsamling for Island V
(Kaupmannahöfn 1855), bls. 166–175. — Um kvaðir, sjá: Bjarni Thorsteinson,
Om kongelige og andre offentlige Afgifter, samt Jordebogs Indtægter i Island (Kaup-
mannahöfn 1819), bls. 156–163. — Þorvaldur Thoroddsen, Lýsing Íslands III
(Kaupmannahöfn 1919), bls. 58–65.
21 „Rentekammer-Plakat“, bls. 145.
22 Sama rit, bls. 151.
23 ÞÍ. Stm. III-204. Bréf Magnúsar Stephensens til stiftamtmanns 22. og 25. ágúst
og 3. sept. 1788. Mun meiri munur var á söluverði jarða Hólastóls, en þar
Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:10 Page 77