Saga - 2005, Blaðsíða 225
predikun, meira að segja ritningarlestrar. Síðan er rétt að hafa í huga að
skyldubundin og vanaföst trúrækni gerir engan að sanntrúuðum manni.
Efasemdamenn hafa verið til á öllum tímum, einnig í íslensku samfélagi
Sturlungaaldar.
Sú tilgáta Torfa að Snorri Sturluson gæti hafa samið Egils sögu til að játa
syndir sínar og bæta fyrir þær, „jafnvel fyrir skriftaföður“, er umhugsunar-
verð. Venjan var sú að játa syndir sínar í einrúmi með presti að Guði einum
nærverandi. Yfirbótarverk unnu menn til að sýna iðrun í verki og bæta fyr-
ir misgjörðir sínar ef kostur var. Það var áraun en ekki upphefð, til að auð-
mýkja sjálfan sig frammi fyrir Guði en ekki skriftaföður. Þess vegna kemur
það nokkuð undarlega fyrir sjónir, ef rétt er, að yfirbót Snorra hafi verið
fólgin í því að skrifa sér til frægðar margbrotið listaverk, einkum þegar þess
er gætt að með því jók hann „menningarlegt auðmagn“ sitt eins og það yrði
orðað í kenningum Bourdieus. Annað mál er að Snorri kann að hafa skrif-
að Egils sögu til að losa um einhverjar bældar sálarflækjur líkt og tíðkast
hefur hin síðari ár með svonefndum „lífsreynslubókmenntum“ en það á lít-
ið skylt við sakramenti skrifta og yfirbótar og þarf ekki að vera til marks
um kristilegan hugsunarhátt höfundar.
Þá er komið að skáldinu í skriftinni. Þegar Egill Skalla-Grímsson var
lagður til hinstu hvílu var sú tíð löngu liðin að nauðsynlegt þætti að reisa
altari yfir gröf píslarvotts eða játara (confessor) trúarinnar. Það nægði að
helgir dómar væru greyptir í altarissteininn. Eftir það varð gröf undir altari
að heldri manna legstað. Þegar Páll lögmaður Vigfússon gerði testamentis-
bréf sitt um 1540 tók hann sérstaklega fram að hann kysi sínum moldlega
líkama legstað í kirkjunni að Teigi, „bak við kórinn, so höfuðið taki undir
stokkinn, treystandi mínum erfingjum að þeir láti gjöra þar yfir lítinn kór
so að þar yrði guðs embætti flutt“ (Íslenskt fornbréfasafn X, bls. 596). Páll Vig-
fússon hefur sjálfsagt verið ágætur maður en enginn dýrlingur, ekki frekar
en Egill Skalla-Grímsson. Það er því spurning hvort skáldið hafi nokkuð
verið í skriftinni.
Gunnar F. Guðmundsson
Helgi Þorláksson, Óskar Halldórsson og Þóra Kristjánsdóttir, SAGA
ÍSLANDS 7. Ritstjóri Sigurður Líndal. Hið íslenzka bókmenntafélag
og Sögufélag. Reykjavík 2004. xi, 366 bls. Myndir, kort, ritsýni, teikn-
ingar.
Það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar sjöunda bindi af Sögu Íslands er
lesið er sú staðreynd að ritstjórnarstefnan hefur ekki breyst síðan 1974, þeg-
ar útgáfa ritraðarinnar hófst, þótt aðrar kröfur séu nú gerðar til ritstjórnar
en þá. Efnisvalið sem ritstjórn skipulagði árið 1974 er haft óbreytt þótt
margt nýtt hafi komið fram. Til dæmis hafa verið gerðar viðamiklar rann-
R I T D Ó M A R 225
Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:11 Page 225