Saga - 2005, Blaðsíða 248
í inngangi, og ekki er miðlað þeim mikla fróðleik sem Ólafur Lárusson
safnaði um uppruna Jónsbókarlaga í Grágás, Járnsíðu og norskum lögum.
Hins vegar er komið vel til móts við sagnfræðina í atriðisorðaskrá, þar
sem torskilin orð eru skýrð ágætlega. Notendur bókarinnar ættu að taka
eftir því að þeir geta líklega oftast fengið svar við spurningum sínum um
merkingu orða í atriðisorðaskránni. Víðast komast útgefendur af með ör-
stuttar skýringar, og sé ég þó ekki annað en að þær séu alls staðar fullnægj-
andi.
Sagnfræðileg er líka ritgerð sem kemur næst á eftir inngangi Más, á
undan mállýsingu Haralds, „Áform um endurskoðun íslenskra laga“ eftir
Gísla Baldur Róbertsson. Þetta er skýrt yfirlit yfir ótrúlega langvarandi og
árangurslaust basl embættismanna á 17., 18. og 19. öld við að endurskoða
Jónsbók eða semja nýja lögbók í stað hennar. Þarna er sögð fróðleg saga
sem hlýtur að vekja spurningar: Var stjórn Íslands svona átakanlega óskil-
virk á þessum öldum? Eða voru einhverjir að þvælast fyrir endurskoðun-
arverkinu af íhaldsemi og tryggð við Jónsbók? Þessum spurningum svarar
Gísli eðlilega ekki, en hann hefur lagt málið fyrir til umhugsunar. Aftur á
móti eykur ritgerð hans litlu við skilning lesenda á texta Jónsbókar.
Gunnar Karlsson
LANDSINS ÚTVÖLDU SYNIR. RITGERÐIR SKÓLAPILTA LÆRÐA
SKÓLANS Í ÍSLENSKUM STÍL 1846–1904. SÝNISBÓK ÍSLENSKRAR
ALÞÝÐUMENNINGAR 7. Bragi Þorgrímur Ólafsson tók saman. Rit-
stjórar Davíð Ólafsson, Már Jónsson og Sigurður Gylfi Magnússon.
Háskólaútgáfan. Reykjavík 2004. 365 bls. Heimildaskrá. Nafnaskrá.
Hinn lærði skóli í Reykjavík, sem settur var í fyrsta sinn 1. október 1846, var
alla tíð sem lærður skóli tengdur danska skólakerfinu. Þaðan komu reglur
um tilhögun prófa, einkunnastiga, meðferð úrlausna o.s.frv. Lærðu skólarn-
ir í Danaveldi gáfu allir út skólaskýrslur, sem höfðu að geyma svipaðar upp-
lýsingar, og þeim var dreift milli skólanna. Þannig var skólaskýrslu Reykja-
víkurskóla dreift í fjölda eintaka til danskra lærðra skóla. Í öllum þessum
skýrslum voru birt verkefni sem lögð voru fyrir nemendur á lokaprófum.
Rektorar og kennarar gátu þannig borið saman verkefnin hver hjá öðrum.
Þannig má gera ráð fyrir að verkefni sem lögð voru fyrir nemendur í Reykja-
víkurskóla hafi borið nokkurn svip af verkefnum danskra skóla. Þetta
mætti reyndar rannsaka nánar.
Sú var regla skólastjórnenda Lærðu skólanna að halda til haga úrlausn-
um nemenda á prófum og lengi vel var úrlausnum hvers árs í Reykjavíkur-
skóla safnað í pakka og bundið fyrir með snæri. Þessum pökkum, sem náðu
R I T F R E G N I R248
Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:11 Page 248