Saga - 2005, Blaðsíða 115
sem þeir voru þeir Íslendingar sem einna helst gátu nýtt sér afrakst-
urinn af vinnu annarra. Helmingurinn af tíundinni gekk til kirkju-
bónda, sem átti að verja henni til eflingar kirkjunni. Í kirkjuskipan
Jóns Sigurðssonar frá árinu 1345 kemur fram að bændur eigi ekki
að taka tíund af útkirkjum nema sem nemi kostnaði þeirra við
þær.66 Kirkjan vildi fá afganginn í sinn hlut, enda þjónuðu gjarnan
prestar sem bjuggu á stöðum þessum útkirkjum. Þetta bendir til
þess að hefð hafi verið fyrir því að kirkjubændur héldu kirkjutíund-
inni eftir, sem biskupar reyndu svo að innheimta þegar frá leið.
Samt sem áður var sá tekjustofn varla mikilvægur fyrir búrekstur
þeirra. Á hinn bóginn hefur félagsleg staða þeirra áreiðanlega eflst
við það að innheimta og ráðstafa tíund. Á miðöldum var megintil-
gangur auðs að öðlast vald og þá virðingu sem fylgdi því að geta
ráðstafað því. Ekki er rétt að tala um „auðsöfnun“ í því samhengi,
markmiðið var að auka sæmd sína með því að ráðstafa auðnum
jafnharðan.
Á 12. öld voru margir kirkjubænda sjálfir prestvígðir, en annars
fór hluti af þessu fé í laun prests. Margir goðar hafa verið í hópi
kirkjubænda, en fleiri hafa átt einhverjar af þeim 220 kirkjum sem
voru til í Skálholtsumdæmi á dögum Páls Jónssonar eða þeim 108
sóknarkirkjum sem til voru í Hólaumdæmi 1430 (ekki eru til ná-
kvæmar tölur fyrr en þá).67 Goðorðsmönnum var bannað að taka
vígslu eftir 1190, en ekkert hindraði kirkjubændur sem ekki voru
goðar í að vera prestar eftir sem áður og hirða sinn tíundarhelming
óskertan. Þá eru dæmi um að synir goðorðsmanna hafi skipt hlut-
verkum á milli sín, sumir farið með goðorð fjölskyldunnar en aðrir
tekið vígslu.
Biskup skipti tíundum á kirkjur og var þá mikilvægt fyrir
kirkjubændur að hafa hann sér hliðhollan. Þær höfðingjaættir sem
létu mest að sér kveða á 12. öld, Haukdælir og Oddaverjar, höfðu
einmitt náin tengsl við biskupsstólana. Biskupstíundin hefur verið
verulegt fé. Á dögum Páls Jónssonar tók bróðir hans, Sæmundur
Jónsson í Odda, „biskupstíundir af svo mörgum bæjum ákveðnum
í nánd Oddastaðar á hverjum tólf mánuðum“ og síðan erfingjar
hans í nær 80 ár.68 Höfðingjarnir hafa eflaust nýtt sér biskupsstól-
F R Á Þ R Æ L A H A L D I T I L L A N D E I G E N D AVA L D S 115
66 Diplomatarium Islandicum. Íslenzkt fornbréfasafn II. 1253–1350, bls. 789–831.
67 Diplomatarium Islandicum. Íslenzkt fornbréfasafn IV. 1265–1449, útg. Jón Þor-
kelsson (Kaupmannahöfn 1895–1896), bls. 379–382.
68 Árna saga biskups, bls. 35.
Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:10 Page 115