Saga - 2005, Blaðsíða 101
legar orsakir.4 Þetta viðhorf hvílir þó á ótraustum heimildum. Eng-
ar beinar heimildir eru fyrir því að eitthvað minna hafi kveðið að
þrælahaldi á 11. öld en í heiðni. Ef gert er ráð fyrir því þarf að út-
skýra hvers vegna umfangsmikil löggjöf um þræla var tekin inn í
hin rituðu lög á 12. öld. Þá orkar tvímælis að nota Íslendingasögur
sem heimild um búskaparhætti á 10. öld og nærtækara að miða
samfélagsmynd þeirra við síðari tíma, jafnvel 12. öld. Nóg framboð
hefur verið af þrælum, enda var heimilt með lögum að þrælka
menn fyrir stuld eða vegna skulda.5 Þar að auki var þrælum leyft
að giftast og eiga börn svo að stétt þræla ætti að hafa getað við-
haldið sér sjálf.
Sá megingalli hefur verið á orsakaskýringum á endalokum
þrælahalds að ekki er nákvæmlega vitað hvenær það leið undir lok.
Nánast fullkomið rof er í frásagnarheimildum um tímabilið
1030–1150. Þá hefur reynst freistandi að tímasetja endalok þess út
frá mögulegri skýringu, hagrænum eða hugmyndafræðilegum
þáttum sem fá þá forsagnargildi um þróun — t.d. að „homo eco-
nomicus“ haldi ekki þræla, eða að þrælahald samræmist ekki krist-
inni trú — fremur en að leitað sé orsakaskýringa út frá þekktri tíma-
setningu. Ég tel að skýringar á endalokum þrælahalds verði að taka
mið af því að engar marktækar vísbendingar eru um að dregið hafi
að ráði úr fjölda þræla fyrr en þrælahald leið undir lok, trúlega ekki
fyrr en á 12. öld.
Iðulega er gert ráð fyrir því að þrælahald á Norðurlöndum hafi
verið stundað á stórbýlum en úr því hafi dregið með aukinni fólks-
fjölgun og þéttari byggð. Þá hafi frjálst vinnuafl orðið ódýrara og
ekki borgað sig að eiga þræla.6 Þessa kenningu er erfitt að prófa á
F R Á Þ R Æ L A H A L D I T I L L A N D E I G E N D AVA L D S 101
4 Carl Williams, Thraldom in Ancient Iceland (Chicago 1937), bls. 126; Árni Páls-
son, „Um lok þrældóms á Íslandi“, Skírnir 106 (1932), bls. 191–203 (einkum
bls. 198–203); Peter Foote, „Þrælahald á Íslandi“, bls. 60–62; Anna Agnarsdótt-
ir og Ragnar Árnason, „Þrælahald á þjóðveldisöld“, Saga XXI (1983), bls. 5–26
(bls. 23–24). Guðbrandur Jónsson var hins vegar þeirrar skoðunar að þræla-
hald hefði verið til á 12. öld en trúlega horfið á þeirri 13., sbr. Frjálst verkafólk
á Íslandi fram til siðaskifta og kjör þess (Reykjavík 1932–1934), bls. 58–61.
5 Grágás. Lagasafn íslenska þjóðveldisins, útg. Gunnar Karlsson, Kristján Sveins-
son og Mörður Árnason (Reykjavík 1992), bls. 75–76, 469.
6 Kåre Lunden, „Om årsakene til den norske bondefridomen: Ein økonomisk-
historisk forklaringsmåte“, Heimen 15 (1971), bls. 213–222 (bls. 217–218); Tore
Iversen, Trelldommen. Norsk slaveri i middelalderen. Historisk institutt, Uni-
versitetet i Bergen. Skrifter, 1 (Björgvin 1997), bls. 285–287.
Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:10 Page 101