Saga - 2005, Blaðsíða 135
lendinga og Grikkja, sameiningu Þýskalands og Ítalíu, sjálfstæðis-
baráttu Pólverja og annarra Austur-Evrópuþjóða innan vébanda
Austurríkis-Ungverjalands, og frelsisbaráttu Íra. Said bendir einmitt
á Írland og Ástralíu sem dæmi um nýlendur byggðar hvítum mönn-
um, sem urðu þó að þola þá meðferð sem nýlendubúar af öðrum
kynþáttum máttu þola. Náinn skyldleiki er milli fyrri bylgju þjóð-
frelsisbaráttunnar og þeirrar síðari, þeirrar holskeflu sem reið yfir
nýlenduveldin eftir síðari heimsstyrjöld, þar sem úrslitaorrustan
stóð í Indókína, fyrst milli Frakka og Víetnama og síðan milli Banda-
ríkjamanna og Víetnama, og í Alsír milli Alsírmanna og Frakka.
Mikilvægasta athugasemd Saids er einmitt þessi, eins og áður
segir (ég bið lesendur að afsaka endurtekninguna, en þetta er mik-
ilvægt atriði): „Að uppgötva að maður tilheyrir sjálfur undirokaðri
þjóð er grundvallaruppgötvun þeirrar þjóðernisstefnu sem snýst
gegn heimsvaldastefnu.“10 Það augnablik, þegar hin undirokaða
þjóð skilur að valdið liggur hjá herraþjóðinni, það er einnig augna-
blikið sem að lokum leiðir til hruns heimsvaldakerfisins. Þá skiptir
engu máli hvort hægt sé að færa að því fræðileg rök löngu síðar, að
frelsishugmyndir hafi komið frá herraþjóðinni sjálfri, eða jafnvel að
hin undirokaða þjóð hafi í rauninni ekki verið svo undirokuð. Said
hafnar því sem sagt.
Uppgötvun kúgunarinnar
Hvenær uppgötvuðu Íslendingar að þeir voru undirokaðir af Dön-
um? Hér vil ég leggja áherslu á að þessi uppgötvun styðst við gild
rök. Við verðum að fallast á það með Jónasi Hallgrímssyni og Jóni
Sigurðssyni að Íslendingar hafi verið undir hæl Dana. En við verð-
um að rannsaka viðfangsefnið út frá forsendum Íslendinga, hvernig
þeim fannst þeir vera kúgaðir. Við verðum einnig að athuga hvaða
augum Danir litu Íslendinga, hvað það var í starfsháttum og við-
horfum danska stjórnkerfisins sem leiddi til þess að Íslendingum
fannst þeir vera undirokaðir. Áðurnefndar rannsóknir þeirra Gunn-
ars Karlssonar og Guðmundar Hálfdanarsonar eru mikilvægasta
framlag sagnfræðinga til skilnings á þessum atriðum. Þær sýna af
hverju þjóðernisstefnan varð eins öflug hér sem raun ber vitni. Þær,
en þó sérstaklega rannsóknir Guðmundar Hálfdanarsonar, greina
innviði sjálfstæðisbaráttunnar með ögrandi hætti.
Þ J Ó Ð E R N I S S T E F N A N: L I FA N D I E Ð A D A U Ð? 135
10 Edward Said, Culture and Imperialism, bls. 258.
Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:10 Page 135