Saga - 2005, Blaðsíða 198
sem kepptu um völd í Rússlandi. Synir Valdimars voru af báðum
þessum ættum, þar sem hann gekk að eiga Soffíu, systur Knúts, sem
komin var af Volodar Rússakóngi.
Samkvæmt nafnaskrá bókarinnar eru í þessari klausu nefndar sex söguper-
sónur sem hafa ekki komið við söguna eða verið kynntar áður, og fjórar
þeirra eiga ekki eftir að koma við sögu aftur.
Höfundur hefur auðvitað áttað sig á því að engan veginn er sjálfgefið
að afmarka ritgerðina við sjálfsmynd Íslendinga, síst miðað við áherslu
hans á að þeir hafi tengt sig við aðrar heildir ekki síður en heildina „Íslend-
ingar“. Hann segir því að efnisafmörkunin sé „mótuð af hefð sagnfræði-
rannsókna á grundvelli þjóðernis“ (bls. 22), og er ekkert athugavert við
það. Hann tekur líka fram að margir heimildartextanna sem hann notar séu
ekki íslenskir að uppruna heldur þýddir úr erlendum tungumálum, en
bjargar sér fimlega á því að segja (bls. 17) að rannsóknarefni hans sé „hvers
konar hugmyndir viðtökuhópurinn mótaði á grundvelli þessara texta.“
Það hlyti að teljast fullkomlega verjandi sjónarmið ef það væri verulega
sannfærandi að þessir textar hefðu verið svo þekktir á Íslandi að þeir næðu
að móta heimsmynd landans. Einkum fer höfundur nokkuð áhyggjulaust
yfir annmarka sem eru óhjákvæmilega á því að afmarka heimildir sem birta
heimsmynd Íslendinga fremur en heimsmynd sameiginlegrar málmenn-
ingar vestnorrænna þjóða. Þannig virðist Hákonar saga Hákonarsonar for-
takslaust notuð sem heimild um heimsmynd Íslendinga (t.d. bls. 121,
254–255). En hún var skrifuð í Noregi fyrir norskan vettvang, og má hugsa
sér að höfundur hennar hafi leitast við að laga sig að því sem hann vissi
vera heimsmynd norskrar yfirstéttar, ef hún var á einhvern hátt önnur en
meðal Íslendinga. Norska ritið Konungsskuggsjá er líka notað (t.d. bls. 105,
317) og ekki alveg ljóst hvort höfundur gefur sér að sú heimsmynd sem þar
birtist sé sú sama og heimsmynd Íslendinga. Jafnvel Hauksbók, ein af meg-
inheimildum höfundar, kann að vera ekki síður norsk en íslensk. Sá maður
sem safnaði efni hennar, Haukur Erlendsson, er talinn hafa haft norsk fjöl-
skyldutengsl í föðurætt, og hann dvaldist langdvölum í Noregi um það
leyti sem bókin varð til. Reyndar munu öll þessi rit hafa verið til í íslensk-
um handritum og þannig má kalla þau íslensk rit. Samt hefði kannski ver-
ið heppilegra að skrifa ritgerðina um heimsmynd vestnorrænna manna
fremur en Íslendinga sérstaklega.
V.
Hugtakanotkun höfundar er ekki alltaf eins skýr og nákvæm og æskilegt
væri. Má þar nefna sjálft þjóðarhugtakið sem er auðvitað lykilhugtak í rit-
gerðinni. Þetta er raunar þrælflókið efni og kannski vonlítið að gera það
skiljanlegt á þessum vettvangi sem við stöndum á hér. En til skýringar ætla
ég að reyna að greina að þrjá orðræðuheima sem koma óhjákvæmilega við
sögu þegar skrifað er á íslensku um þjóðerni norrænna manna á miðöldum:
G U N N A R K A R L S S O N198
Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:11 Page 198