Saga - 2005, Blaðsíða 12
frá því að um 63 þúsund manns hefðu gengist undir ófrjósemisað-
gerð í Svíþjóð frá því um miðjan 4. áratuginn og fram á þann 8. og
fjallaði um þátt og stefnu sænska velferðarkerfisins í þeirri sögu.12
Saga ófrjósemisaðgerða tengist óneitanlega sögu nasismans í
Þýskalandi á 4. áratugnum en fræðimenn hafa sýnt að ekki er hægt
að leggja að jöfnu framkvæmd ófrjósemisaðgerða á Norðurlöndum
og í Þýskalandi Hitlers.13 Rannsóknir leiddu engu að síður í ljós að
margt leyndist undir yfirborði norræna velferðarkerfisins. Saga
Svíþjóðar sýndi t.d. að ekki voru allir jafnverðugir í velferðarríkinu
þegar kom að spurningunni um rétt manneskjunnar til að eignast
afkomendur. Þetta endurspeglaðist ekki aðeins í ófrjósemisaðgerð-
um á þroskaheftum og geðsjúkum, sem réttlætanlegar kunna að
teljast af mannúðar- og samfélagslegum ástæðum, heldur einnig í
ófrjósemisaðgerðum á fólki sem hafði veika félagslega stöðu, bjó
við vanefni, var á framfæri hins opinbera eða leitaði stuðnings
þess, eins og átti t.d. við um fátækar konur sem komust undir smá-
sjá sænska velferðarkerfisins þegar þær lögðust inn á fæðingar-
deild, sóttu um fóstureyðingu eða félagslega aðstoð til að framfæra
börn sín. Margir þeirra sem gengust ófúsir, óafvitandi eða nauðug-
ir undir ófrjósemisaðgerðir höfðu strax á barns- eða unglingsaldri
orðið skjólstæðingar velferðarkerfisins, t.d. við það að vistast á
upptöku- eða fósturheimilum. Þessa einstaklinga skorti bakjarla til
að gæta hagsmuna þeirra í kerfinu og einnig til að verjast því í
þeim tilvikum sem heilbrigðis- eða félagsmálayfirvöld töldu rétt-
mætt að gera viðkomandi manneskju ófrjóa. Mörg dæmi voru um
að ungt fólk og táningar í þessari aðstöðu skrifuðu undir umsókn
um aðgerð og gengust undir hana án þess að skilja afleiðingar
hennar. Þeir gátu ekki sett sig á móti vilja félagsmálafulltrúa, yfir-
manna stofnana eða lækna og fóru jafnvel í aðgerð án þess að vita
hvað var á seyði. Unnt var að beita fólk þrýstingi eða fortölum til
að undirrita beiðni um aðgerð og gangast undir hana í krafti þess
að lögin gerðu enga kröfu um að frumkvæði að umsókn og undir-
U N N U R B I R N A K A R L S D Ó T T I R12
12 Siri Haavie, „Sterilisation in Norway — a dark chapter?“ www.eurozine.com,
bls. 1–2. — Greinar Zaremba birtust síðar í enskri þýðingu, sjá: Maciej
Zaremba, „Racial Purity in the Welfare State. The hidden legacy of the Swed-
ish folkhem,“ Annual Report 1998 (Tartu 1999), bls. 100–107, og „The Unpro-
ductive were cut away,“ sama heimild, bls. 108–117.
13 Sjá t.d.: Peter Weingart, „Science and Political Culture: Eugenics in
Comparative Perspective,“ Scandinavian Journal of History 24:2 (1999), bls.
163–177.
Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:09 Page 12