Saga - 2005, Blaðsíða 122
hann hvern mann þann er honum var í nánd.“95 Uppgangur manna
eins og Ásbjarnar og Þórarins er til marks um félagslegan óstöðug-
leika. Staða bænda gagnvart höfðingjum verður ótraustari og höfð-
ingjarnir í betri aðstöðu en áður til að leggja undir sig bú þeirra
gegn „vernd“.
Ekki er ólíklegt að jarðeignasöfnun færist í aukana á þessum
tíma. Jón Viðar Sigurðsson heldur því fram að jarðeignasöfnun
höfðingja hafi hafist á 13. öld.
Eftir 1220 varð algengt að höfðingjar hefðu tvær eða fleiri jarð-
ir undir samtímis. Ég hef einungis fundið eitt dæmi í Sturlunga
sögu um slíkt fyrir þann tíma, í Guðmundar sögu dýra, og er það
frá níunda áratug 12. aldar. Þessi breyting á búrekstri höfðingj-
anna endurspeglar breyttar samfélagsaðstæður og vaxandi
peningaþörf þeirra.96
Hin hliðin á málinu er væntanlega sú að einnig verður breyting á
stöðu venjulegra bænda sem hafa minni tök á því en áður að vera
óháðir höfðingjum. Öðru máli gegnir hins vegar um stórbændur
sem ennþá hafa ráð höfðingja í hendi sér um 1250.
Eftir að ófriðnum lýkur og Ísland er orðið að konungsríki verð-
ur félagsleg staða hirðmanna skýrari. Fyrstu árin virðist þó lítið
hafa breyst frá því sem var fyrir konungstökuna, einstaka menn
hafa sýslur og embætti, en annars er óljóst hvaða vegtyllur áttu að
koma í stað goðorða. Árið 1277 gaf Magnús konungur „lendum
mönnum barónanafn og herra, en skutilsveinum riddaranafn og
herra.“97 Jón Jóhannesson telur að Íslendingar sem báru herranafn-
bót hafi allir verið riddarar og víst er að enginn Íslendingur er titl-
aður sem barón í heimildum.98
Lagaleg staða handgenginna manna verður nú skýrari. Kon-
ungsbréf eru send biskupum, sýslumönnum og „handgengnum
mönnum“. Á alþingi 1281 eru þrjár stéttir nefndar. „Voru í einn stað
biskup og klerkar og vinir biskups, í öðrum stað handgengnir
menn, í þriðja stað voru bændur.“ Eftir fundinn í Brautarholti vor-
ið 1284 „komu saman formenn landsins og aðrir handgengnir
menn og með þeim bændur og alþýða“ og fram kemur að hluti
S V E R R I R J A K O B S S O N122
95 Sturlunga saga II, bls. 25.
96 Jón Viðar Sigurðsson, Frá goðorðum til ríkja, bls. 100.
97 Islandske Annaler indtil 1578, Gustav Storm gaf út (Christiania 1888), bls. 140.
Sbr. bls. 29, 50, 69, 195, 259.
98 Jón Jóhannesson, Íslendinga saga II, bls. 231.
Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:10 Page 122