Saga - 2005, Blaðsíða 20
höfðu hinu eina vitprófi, sem oddvitar kunna flestir, en það er að
meta þyngsli hvers einstaks þurfamanns á sveitarsjóðunum.“ Hann
varaði menn við slíku og ítrekaði að þeim sem var ætlað að hafa
framkvæmd laganna með höndum væri jafnframt ætlað að „meta
réttilega og að verðleikum alla frekju og ruddaskap, sem á kann að
bera í sambandi við framkvæmdirnar, og gera öllu slíku viðeigandi
skil.“39
Andlegir fáráðlingar
„Vönun má heimila í tvennskonar tilgangi, þ.e. 1) til að koma í veg
fyrir fæðingu gallaðs afkvæmis, og 2) til að létta fávitum og sjúk-
lingum lífsbaráttuna“, sagði landlæknir í greinargerð sinni með
frumvarpinu, en ítrekaði um leið að takmarkaðs árangurs væri að
„vænta af vönunum til útrýmingar erfðagöllum, öðrum en arfgeng-
um fávitahætti.“40 Fyrsta gerð frumvarpsins heimilaði aðgerðir á
þroskaheftum, geðsjúkum og fólki sem átti á hættu að eignast börn
með erfðagalla.41 Landlæknir taldi ófrjósemisaðgerðir á þroska-
heftu og geðsjúku fólki ráðlegar til að hindra fæðingu barna sem
hætt væri við að hefðu alvarlega erfðagalla eða sjúkdóma og til að
forða því fólki frá barneignum sem ekki væri andlega fært um að
ala önn fyrir börnum. Aðgerðir á slíku fólki væru öllum fyrir bestu,
eða eins og landlæknir orðaði það: „Vönun andlegra fáráðlinga létt-
ir þeim lífið, er þjóðinni til hagsbóta og dregur úr úrkynjun kom-
andi kynslóða.“42
Félagslegar ástæður dugðu einar sér til að heimila ófrjósemisað-
gerð á þroskaheftum eða geðsjúkum án þess að fullvissa væri fyrir
hættu á erfðagöllum afkomenda. Líku máli gegndi um „ofdrykkju-
fólk, með því að álitamál er um, að af ofdrykkju stafi erfðahætta í
eiginlegum skilningi“, sagði landlæknir. Hvað snerti heimild frum-
varpsins til aðgerða á andlega heilbrigðu fólki, ef gild rök væru fyr-
ir því að hætta væri á alvarlegum erfðasjúkdómum hjá börnum
þess, sagðist landlæknir fyrst og fremst hafa mannúðarsjónarmið í
huga. Fólki í þessari stöðu yrði gert kleift að binda enda á frekari
U N N U R B I R N A K A R L S D Ó T T I R20
39 Vilmundur Jónsson, Afkynjanir og vananir, bls. 50.
40 Sama heimild, bls. 26.
41 ÞÍ. Skjalasafn HÍ. Læknadeild. Uppkast að frumvarpi til laga um afkynjanir
og vananir, ódags.
42 Vilmundur Jónsson, Afkynjanir og vananir, bls. 54.
Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:09 Page 20