Saga - 2005, Blaðsíða 197
hópana, „hina“ sem afmarka hvern hóp. Efnisatriði geta líka skotið upp
kollinum á óvæntum stöðum. Þar má taka sem dæmi undirkafla 5.1 á bls.
130–131, Sjálfsmynd og hugmyndir um aðra. Þetta er inngangur að 5. kafla
sem er kallaður „Villtari öllum skepnum í veröldinni“ og fjallar um hugmynd-
ir um heiðnar þjóðir, þá sem standa fyrir utan heim kristindómsins. Þarna
er fyrst fjallað um sjálfsmynd og ranghverfu hennar, myndina af hinum,
efni sem var búið að ræða ekki aðeins í kafla 4.6, sem er vísað til baka í hér,
heldur einnig í kafla 1.4, á stað sem ég vitnaði til hér áðan (bls. 39). Síðan er
tekið að fjalla um flokkunarkerfi á fólki almennt með vísunum í tvo útlenda
fræðimenn, mannfræðinginn Victor Turner og sagnfræðinginn Reinhart
Koselleck, efni sem ætti eiginlega best heima í inngangi ritgerðarinnar því
að það varðar hana alla. Hér er líka rætt um flokkun fólks í íslensku mið-
aldasamfélagi, þar sem lærðir menn réðu mestu um flokkunina. Að miklu
leyti er þetta efni komið áður, enda vísað til baka í kafla 2.4, Sagnarit og al-
þýðlegt hugarfar, um sumt af því.
Það kemur líka fyrir að höfundur leggi leið sína helst til langt út fyrir
viðfangsefni sitt og geri sér og lesendum þannig óþarflega erfitt fyrir. Und-
irkaflinn Krossferðir í Austurveg (bls. 223–227) segir til dæmis einkum frá
landvinningum austnorrænna konunga á austurmörkum ríkja sinna, lítið
eftir íslenskum heimildum, nema Knýtlinga sögu og Hákonar sögu Hákon-
arsonar, og er hæpið að þær séu að umtalsverðu leyti heimildir um heims-
mynd Íslendinga. Hér er eins og höfundur hafi gleymt sér í Austurvíking
og ekki hugsað út í að hann væri farinn að kanna heimsmynd sem engan
veginn getur talist tilheyra Íslendingum. Seinna (bls. 338) fer höfundur með
Dönum í krossferð gegn Slövum með Saxo danska að aðalheimildarmanni.
Og þegar höfundur grípur upp fróðleiksmola úr Norðurlandasögu Olaus
Magnus (bls. 215, 256), riti sem sænskur maður skrifaði á latínu á 16. öld,
þá er næsta ljóst að hann er kominn út fyrir efni sitt, þótt í litlu sé.
Hið mikla umfang efnisins hefur væntanlega átt þátt í því að höfundur
fer stundum helst til hratt yfir og drepur lauslega á efnisatriði. Þannig ger-
ir hann sums staðar býsna miklar kröfur til þekkingar lesenda sinna. Ég
ætla að leyfa mér að lesa fyrir ykkur klausu úr kafla 8.3 Krossferðir í Austur-
veg (bls. 226):
Hjá Saxo kemur fram að Valdimar mikli hafi verið fóstraður hjá Öss-
uri, föður Absalons og Ásbjarnar snara, en í Knýtlinga sögu segir að
hann hafi alist upp hjá ætt móður sinnar í Garðaríki. John Lind telur
frásögn Knýtlinga sögu sennilegri og að hún geti útskýrt hvers vegna
Valdimar fékk nafn móðurafa síns. Merkilegt er að íslenskur sagnarit-
ari kunni e.t.v. sannari frásagnir um þetta. Magnús Nikulásson, einn
helsti keppinautur Knúts lávarðar, átti dóttur Póllandskonungs og
tengdist þar með konungsættinni frá Polotsk, sem átti í stríði við ætt
Vladimirs í Kiev og Novgorod. Líta má á Valdimar Knútsson og Knút
Magnússon sem fulltrúa kvísla innan rússnesku konungsættarinnar,
A F S V E R R I S S Ö G U V Í Ð F Ö R L A 197
Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:11 Page 197