Saga - 2005, Blaðsíða 134
um þessar mundir. Undir áhrifum frá bók hans Orientalism (1978)
hefur þróast alveg ný fræðigrein, kölluð Postcolonial Studies, sem
fjallar um samskipti nýlenduvelda og nýlendna og um arfleifð ný-
lendustefnunnar.7 Skrif hans varpa, að því er mér finnst, ljósi á ís-
lensku þjóðfrelsishreyfinguna. Said ræðir í bók sinni Culture and
Imperialism hvenær tímasetja eigi upphaf andspyrnu gegn heims-
valdastefnu á undirokuðum svæðum. Sú spurning sé báðum aðil-
um afar mikilvæg varðandi viðhorf til heimsvaldastefnunnar. Fyrir
hreyfingar sem leiddu baráttuna gegn Evrópuveldunum skipti
máli að hægt væri að rekja órofin tengsl við þá innfæddu stríðs-
menn sem fyrst stóðu andspænis innrás hvíta mannsins. „Sjaldan
gerðist það þó að skrifstofumenn heimsvelda viðurkenndu lög-
mæti slíkrar mótspyrnu … Umræðan stendur enn þann dag í dag
meðal sagnfræðinga í Evrópu og Bandaríkjunum. Voru þessir
snemmbornu „spámenn byltingarinnar“ … afturhaldssamir, róm-
antískir og óraunsæir menn sem brugðust á neikvæðan hátt við nú-
tímavæðandi Evrópubúum eða skiptu þeir sköpum … ?“ 8
Said telur að grundvallaruppgötvun þjóðernisstefnunnar sé að
uppgötva að maður tilheyri sjálfur undirokaðri þjóð: „Af þeirri inn-
sýn fæðast bókmenntir, ótal stjórnmálaflokkar, fjöldi baráttuhreyf-
inga fyrir réttindum minnihlutahópa og kvenréttindum, og oftar en
ekki nýsjálfstæð ríki.“ 9 Hætta sé hins vegar á því að gamla skipan-
in haldist við lýði með þeim hætti að aðeins sé skipt um þjóðerni
embættismanna en kúgunarkerfið gamla sé látið viðgangast.
Íslendingar þekkja vel nær allt það sem Said talar um. Þeir
þekkja baráttu gegn nýlenduveldi sem ekki vildi sleppa taumhaldi
sínu. Óánægja með erlenda stjórn sauð undir niðri og braust loks
upp á yfirborðið.
Said ræðir um að nýlendur hafi kastað af sér oki heimsvalda-
stefnunnar eftir síðari heimsstyrjöldina, og að holskefla baráttu gegn
nýlendustefnu og heimsvaldastefnu hafi kaffært gömlu vestrænu
heimsvaldaríkin. Í þessu sambandi má ræða um tvær holskeflur
sem sýnast hafa nær sömu einkenni, því að lýsing Saids á jafn vel
við baráttu þjóðernissinna í Evrópu á 19. öld fyrir sjálfstæði og frelsi
þjóða. Fyrri bylgjan hófst með frönsku stjórnarbyltingunni 1789 og
reis alla 19. öldina, með sjálfstæðisbaráttu Norðmanna, Finna, Ís-
Á R N I D A N Í E L J Ú L Í U S S O N134
7 Edward Said, Orientalism (London 1978).
8 Edward Said, Culture and Imperialism (London 1994), bls. 238, 240.
9 Sama heimild, bls. 258.
Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:10 Page 134