Saga


Saga - 2005, Blaðsíða 226

Saga - 2005, Blaðsíða 226
sóknir á tónlistararfi Íslendinga á 16. og 17. öld en þessar rannsóknir voru ekki til 1974 og eru því ekki hafðar með, hvorki í sjötta né sjöunda bindi. Þetta er synd því að kafli um tónlist tímabilsins hefði verið mjög góður viðauki við helsta afrek umræddra binda, bókmenntasögukafla Óskars Halldórssonar. Aðalhöfundur sjötta og sjöunda bindis, Helgi Þorláksson, ritar um tímabilið 1520–1685 sem eina heild og margt efni í sjötta bindi hefði verið betur geymt í því sjöunda. Til dæmis fjallar Helgi um galdra og galdraof- sóknir í sjötta bindi sem spannar tímabilið 1520 til 1630–1640 en ofsóknirn- ar hér á landi áttu sér einkum stað á tímabilinu 1650–1680. Tilviljun virðist oft ráða því í hvoru bindinu sagnaritun Helga lendir. Leiðin út úr þessum ritstjórnarógöngum er því sú að líta á bindin sem eina heild, sem tvö bindi tímabilsins 1520–1685. Helgi leysir raunar vandann með því að hafa sam- antekt beggja bindanna í sjöunda bindi; hann fjallar í öðrum niður- stöðukaflanum um tímabilið 1520–1600 (bls. 183–187) og í hinum um tíma- bilið 1600–1685 (bls. 188–199). Óskar Halldórsson tímasetur bókarhluta sinn við árabilið 1550–1770 en Þóra Kristjánsdóttir myndlistarhluta sinn við 17. öld. Slík misvísandi tímasetning er raunar óskaðleg með öllu sé litið á bindin tvö sem eina heild. Í fyrri bindum af Sögu Íslands var myndefni fábrotnara en í þessum tveimur seinustu bindum. Um 1974 var engin hefð fyrir því að hafa sérstak- ar myndaskrár (né raunar töfluskrár) þótt slíkt væri þá orðinn almennur siður erlendis. Þessi skortur á yfirliti um mikilvægan hluta efnisins er mjög bagalegur því að myndirnar í sjötta og sjöunda bindi eru almennt mjög góðar og hafa yfirleitt sterka skírskotun til efnis bókanna. Aðstoðarritstjór- arnir, Magnús Lyngdal Magnússon og Pétur Hrafn Árnason, bjuggu hand- rit til prentunar, sáu um umbrot og „Pétur teiknaði kort og skýringarmynd- ir, en Magnús annaðist gerð skráa“ (bls. vii). Báðir hafa þeir unnið verk sín mjög vel og hnökra sá ég enga. Þeir hafa búið til mjög fallega bók. Fram kemur í formála sjöunda bindis að Þóra Kristjánsdóttir hafi samið kaflann um myndlist með hliðsjón af M.A.-ritgerð sinni við Háskóla Ís- lands frá 1999 (og er boðað að sú ritgerð komi út sem bók á útmánuðum 2005). Á hinn bóginn hafi Óskar Halldórsson lokið við ritun bókmennta- sögukafla síns 1977 en hann lést árið 1983. Hið íslenzka bókmenntafélag hafi síðan gefið út bókarhluta Óskars í sérprentuðu kveri árið 1996. Ekkert er svo sem athugavert við þennan framgangsmáta en benda má þó á hve óvenjulegur hann er. Um bókmenntasögu Óskars er óhætt að fullyrða að sjaldan er góð vísa of oft kveðin og sannarlega sjást engin merki úrelding- ar á því verki sem, að mati mínu, ber merki ferskra vinda. Þetta er að hluta til því að þakka að börn Óskars, Þórir og Svanhildur, ásamt Guðrúnu Ing- ólfsdóttur, sem öll eru bókmenntafræðingar, uppfærðu ritaskrá til ársins 2000. Þessi breyting á ritaskrá hafði ekki í för með sér neina breytingu á texta Óskars að því er best verður séð; á almennri íslensku heitir þetta víst að vera á undan sinni samtíð. R I T D Ó M A R226 Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:11 Page 226
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238
Blaðsíða 239
Blaðsíða 240
Blaðsíða 241
Blaðsíða 242
Blaðsíða 243
Blaðsíða 244
Blaðsíða 245
Blaðsíða 246
Blaðsíða 247
Blaðsíða 248
Blaðsíða 249
Blaðsíða 250
Blaðsíða 251
Blaðsíða 252
Blaðsíða 253
Blaðsíða 254
Blaðsíða 255
Blaðsíða 256

x

Saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Saga
https://timarit.is/publication/775

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.