Saga - 2005, Page 226
sóknir á tónlistararfi Íslendinga á 16. og 17. öld en þessar rannsóknir voru
ekki til 1974 og eru því ekki hafðar með, hvorki í sjötta né sjöunda bindi. Þetta
er synd því að kafli um tónlist tímabilsins hefði verið mjög góður viðauki við
helsta afrek umræddra binda, bókmenntasögukafla Óskars Halldórssonar.
Aðalhöfundur sjötta og sjöunda bindis, Helgi Þorláksson, ritar um
tímabilið 1520–1685 sem eina heild og margt efni í sjötta bindi hefði verið
betur geymt í því sjöunda. Til dæmis fjallar Helgi um galdra og galdraof-
sóknir í sjötta bindi sem spannar tímabilið 1520 til 1630–1640 en ofsóknirn-
ar hér á landi áttu sér einkum stað á tímabilinu 1650–1680. Tilviljun virðist
oft ráða því í hvoru bindinu sagnaritun Helga lendir. Leiðin út úr þessum
ritstjórnarógöngum er því sú að líta á bindin sem eina heild, sem tvö bindi
tímabilsins 1520–1685. Helgi leysir raunar vandann með því að hafa sam-
antekt beggja bindanna í sjöunda bindi; hann fjallar í öðrum niður-
stöðukaflanum um tímabilið 1520–1600 (bls. 183–187) og í hinum um tíma-
bilið 1600–1685 (bls. 188–199). Óskar Halldórsson tímasetur bókarhluta
sinn við árabilið 1550–1770 en Þóra Kristjánsdóttir myndlistarhluta sinn við
17. öld. Slík misvísandi tímasetning er raunar óskaðleg með öllu sé litið á
bindin tvö sem eina heild.
Í fyrri bindum af Sögu Íslands var myndefni fábrotnara en í þessum
tveimur seinustu bindum. Um 1974 var engin hefð fyrir því að hafa sérstak-
ar myndaskrár (né raunar töfluskrár) þótt slíkt væri þá orðinn almennur
siður erlendis. Þessi skortur á yfirliti um mikilvægan hluta efnisins er mjög
bagalegur því að myndirnar í sjötta og sjöunda bindi eru almennt mjög
góðar og hafa yfirleitt sterka skírskotun til efnis bókanna. Aðstoðarritstjór-
arnir, Magnús Lyngdal Magnússon og Pétur Hrafn Árnason, bjuggu hand-
rit til prentunar, sáu um umbrot og „Pétur teiknaði kort og skýringarmynd-
ir, en Magnús annaðist gerð skráa“ (bls. vii). Báðir hafa þeir unnið verk sín
mjög vel og hnökra sá ég enga. Þeir hafa búið til mjög fallega bók.
Fram kemur í formála sjöunda bindis að Þóra Kristjánsdóttir hafi samið
kaflann um myndlist með hliðsjón af M.A.-ritgerð sinni við Háskóla Ís-
lands frá 1999 (og er boðað að sú ritgerð komi út sem bók á útmánuðum
2005). Á hinn bóginn hafi Óskar Halldórsson lokið við ritun bókmennta-
sögukafla síns 1977 en hann lést árið 1983. Hið íslenzka bókmenntafélag
hafi síðan gefið út bókarhluta Óskars í sérprentuðu kveri árið 1996. Ekkert
er svo sem athugavert við þennan framgangsmáta en benda má þó á hve
óvenjulegur hann er. Um bókmenntasögu Óskars er óhætt að fullyrða að
sjaldan er góð vísa of oft kveðin og sannarlega sjást engin merki úrelding-
ar á því verki sem, að mati mínu, ber merki ferskra vinda. Þetta er að hluta
til því að þakka að börn Óskars, Þórir og Svanhildur, ásamt Guðrúnu Ing-
ólfsdóttur, sem öll eru bókmenntafræðingar, uppfærðu ritaskrá til ársins
2000. Þessi breyting á ritaskrá hafði ekki í för með sér neina breytingu á
texta Óskars að því er best verður séð; á almennri íslensku heitir þetta víst
að vera á undan sinni samtíð.
R I T D Ó M A R226
Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:11 Page 226