Saga - 2005, Blaðsíða 105
hafi verið mikill en bændur hafi verið tiltölulega jafnir og lítið um
leiguliðabúskap.27 Þetta er erfitt að meta enda kemur lítið fram um
hlutfall landeigenda og leiguliða í íslenskum miðaldaheimildum.
Bændur, hvort heldur leiguliðar eða landeigendur, sem áttu skuld-
laust kúgildi (eða net eða skip) á hvern heimilismann greiddu
þingfararkaup og sendu fulltrúa sína með goða sínum á þing.
Þingfararkaupsbændur voru 4560 árið 1097 en skattbændur voru
3812 árið 1311.28 Lögbýli á Íslandi voru rúmlega 4000 um aldamót-
in 1700 og er gengið út frá því að byggð á Íslandi hafi verið nokk-
uð samfelld frá um 1100. Fyrir þann tíma er þetta óvissara. Í ljós
kemur að bæir sem eru nefndir í Landnámu og hafa ekki verið í
byggð á síðari öldum eru mun fleiri en t.d. í Sturlungu.29 Um 1750
eru bændur um 6700 (þar af 2100 skattbændur og 4600 óskatt-
skyldir), en ekki er víst að sú tala endurspegli fjölda bænda
350–650 árum fyrr. Fræðimenn gera ráð fyrir að flestir bændur hafi
greitt þingfararkaup og ef þeir hafa verið nógu efnaðir til þess er
vart hægt að gera ráð fyrir fjölmennri stétt leiguliða.30 Giskað hef-
ur verið á að 20–25% jarða hafi verið í leiguábúð, en óvissuþættir
eru margir.31 Þórir prestur í Deildartungu er sagður hafa verið
„auðmaður mikill“ en hann átti tíu lendur og hundrað kúgilda á 8.
áratug 12. aldar.32 Jarðeign hefur verið dreifð, ef auðmenn áttu
ekki fleiri jarðir en tíu.
Allir bændur á tilteknu landsvæði voru saman í hrepp. Sjálfstæð
stétt sjómanna var ekki til, heldur var búðseta háð leyfi bænda í
F R Á Þ R Æ L A H A L D I T I L L A N D E I G E N D AVA L D S 105
27 Um slíkar rannsóknir sjá t.d. Lunden, „Om årsakerne til den norske bonde-
fridomen“; Niels Skyum-Nielsen, „Nordic Slavery in an International Set-
ting“, Mediaeval Scandinavia 11 (1978–1979), bls. 126–148; Thomas Lindkvist,
Landborna i Norden under äldre medeltid. Studia historia Upsaliensia 110 (Upp-
sölum 1979); Claus Krag, „Treller og trellehold“, Historisk tidsskrift 61 (1982),
bls. 209–227; Iversen, Trelldommen.
28 Björn Þorsteinsson telur að skattbændatalið frá 1311 gefi ekki tilefni til „að
álykta, að Íslendingar séu allmiklu færri 1311 en þeir voru um 1100; almenn-
ingur er fátækari, en kirkjan og höfðingjar miklu auðugri en um 1100.“ Ís-
lenska skattlandið. Fyrri hluti (Reykjavík 1956), bls. 132.
29 Ólafur Lárusson, Byggð og saga (Reykjavík 1944), bls. 18–21.
30 Sbr. Konrad von Maurer, Island von seiner ersten Entdeckung bis zum Untergange
des Freistaats (München 1874), bls. 440–448; Ólafur Lárusson, Byggð og saga,
bls. 30–36; Gunnar Karlsson, „Frá þjóðveldi til konungsríkis“, bls. 5.
31 Jón Viðar Sigurðsson, Frá goðorðum til ríkja. Þróun goðavalds á 12. og 13. öld.
Sagnfræðirannsóknir 10 (Reykjavík 1989), bls. 105.
32 Sturlunga saga I, bls. 105.
Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:10 Page 105