Saga - 2005, Blaðsíða 190
margir sporgöngumenn hans hafnað þessari ritgerð af þeim sök-
um.20 En mér sýnist að einmitt þessi nálgun Lacans hefði getað
komið að meira gagni við freudíska greiningu á verkum Jóhanns en
hin hefðbundna, ekki síst vegna hugmynda hans (og Freuds) um
dauðahvötina, en Jóni Viðari er dauðinn einmitt mjög hugleikinn í
umfjöllun sinni um Jóhann.
Tvö smáatriði langar mig að nefna í sambandi við hugsanleg
textatengsl verka Jóhanns sem Jón Viðar ræðir samviskusamlega í
sínu þaulunna verki. Hið fyrra er nöfnin sem Jóhann notar í leikriti
sínu Skugginn. Óskar og Selma eru nöfn sem komu fram í Ossians-
kvæðum Skotans James Macphersons og það er ljóst að Strindberg
notfærir sér þau kvæði að einhverju leyti í Draumleiknum.21
Kannski er tengingin ekki meiri eða merkilegri en þetta, en ég held
að nöfnin séu engin tilviljun. Hið síðara er umfjöllunin um Galdra-
Loft þar sem Jón Viðar rekur samanburðinn við Fást Goethes, sem
menn gerðu þegar við fyrstu sviðsetningu verksins í Danmörku, en
mér finnst þó að draugur Hamlets gangi einnig þarna um, enda
hefði Fást verið óhugsandi án hans. Reyndar finnst mér margir
hinna léttgeggjuðu karaktera í leikritum Jóhanns, sem Jón Viðar
gerir góð skil, vera með þræði frá Danaprinsinum raunamædda.
Hvað sem því líður, tel ég víst að textar Jóhanns, bæði leikrit og ljóð,
eigi sér marga áa sem eigi sér ekki endilega samsvörun í sálarlífi
hans, jafnvel þó að Jón Viðar hafi með túlkun sinni valið það úr sem
við átti hverju sinni.
Að endingu
Þótt ævisögur Halldórs Guðmundssonar og Jóns Viðars Jónssonar
séu að mörgu leyti ólíkar, og alveg sérstaklega í túlkunaraðferðum
sínum, þá eiga þær þó eitt sameiginlegt og það er frumherjagoð-
sögnin. Vissulega voru bæði Jóhann og Laxness frumherjar forms
og lista og fólst það einkum í því að þeir fluttu þessi form evrópskr-
ar menningar inn í íslenska menningu og má vísa til kenninga
Kristevu í því sambandi. Báðir teljast vera fyrstu módernistar á
sviði fagurbókmennta á Íslandi, en ég held að mörkin milli tímabila
G A U T I K R I S T M A N N S S O N190
20 Sjá t.d. inngang Símonar Jóh. Ágústssonar að bókinni Um sálgreiningu, Lær-
dómsrit Bókmenntafélagsins 2. útg. (Reykjavík 1976), bls. 27.
21 Fingalshellir er a.m.k. sviðsmynd á einum stað í verkinu.
Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:11 Page 190