Saga - 2005, Blaðsíða 17
Frumvarp um ófrjósemisaðgerðir undirbúið
Árið 1937 var lagt fyrir Alþingi frumvarp til laga um að heimila í
„viðeigandi tilvikum að koma í veg fyrir að fólk auki kyn sitt“. Höf-
undur frumvarpsins og sá sem lagði það fyrir þingið var hins veg-
ar enginn talsmaður norræns rasisma og kynbótastefnu íslenskra
þjóðernissinna heldur andstæðingur þeirrar hugmyndafræði, Al-
þýðuflokksmaður og þáverandi landlæknir, Vilmundur Jónsson.
Hann gegndi því embætti á árunum 1931–1960 og sat á þingi fyrir
Alþýðuflokkinn árin 1931–1934 og 1937–1941. Á þeim tíma flutti
hann eða átti þátt í flutningi fjölda frumvarpa um heilbrigðis- og
velferðarmál.29 Fyrirmynd að áðurnefndu frumvarpi um ófrjósem-
isaðgerðir sótti hann einkum til danskra og norskra laga, auk þess
sem hann kynnti sér skrif erlendra arfbótasinna.30 Efni frumvarps-
ins var nýjung hér á landi en ófrjósemisaðgerðir höfðu þó verið
heimilaðar með ákveðnum skilyrðum þremur árum fyrr eða í lög-
um um fóstureyðingar nr. 38 frá 1935, sem Vilmundur samdi einnig,
en í þeim var ákvæði sem heimilaði lækni að gera konu ófrjóa að
hennar ósk ef henni stæði lífshætta eða mjög mikil sjúkdómshætta
af því að verða barnshafandi.31 Þegar landlæknir vann að gerð
frumvarps að lögum um fóstureyðingar hafði hann þegar áformað
að koma því í gegn að ófrjósemisaðgerðir á þroskaheftum yrðu lög-
leiddar, eða eins og hann orðaði það: „Vesalinga, sem tvímælalaust
eru hættulegir til undaneldis og ekki er hægt að ætlast til að kunni
fótum sínum forráð um barngetnað, á að gera ófrjóa — en það er
efni í annað frumvarp, sem koma mun síðar.“32
Rasísk kynbótastefna gagnrýnd
Frumvarp landlæknis um ófrjósemisaðgerðir var lagt fram á tímum
norræns rasisma, nasisma í Þýskalandi og fylgis við nasisma á Norð-
urlöndum, þ. á m. á Íslandi. Vilmundur var greinilega meðvitaður
um að frumvarpið gæti orkað tvímælis og verið túlkað sem fylgi við
slíkar hugmyndir. Hann vildi fyrirbyggja slíkan misskilning, eða eins
og hann sagði í upphafi greinargerðar sinnar með frumvarpinu:
„V Ö N U N A N D L E G R A F Á R Á Ð L I N G A …“ 17
29 Benedikt Tómasson, „Vilmundur Jónsson“, Andvari 109 (1984), bls. 3–59.
30 Vilmundur Jónsson, Afkynjanir og vananir (Reykjavík 1937), bls. 66–68.
31 Stjórnartíðindi A 1935, bls. 95.
32 ÞÍ. Landlæknir. 16. Laganýmæli. Db. XVI. Uppkast að frumvarpi til laga um
fóstureyðingar, bls. 11.
Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:09 Page 17