Saga - 2005, Blaðsíða 90
Í fljótu bragði virðist hópur stóreignamanna hafa breyst lítið fyrstu
árin eftir sölu Skálholtsjarðanna að öðru leyti en því að þrír eigend-
ur skáru sig nú nokkuð greinilega úr, þ.e. þau Valgerður Jónsdóttir,
ekkja Hannesar biskups Finnssonar, mágur hennar, Steindór Finns-
son, sýslumaður Árnessýslu, og fyrrverandi tengdafaðir Hannesar,
Ólafur Stefánsson sem nú var orðinn stiftamtmaður. Auður Val-
gerðar sýnir að Hannes Finnsson hefur varla verið á flæðiskeri
staddur þegar hann lést, því að þótt fjárhagur Skálholtsstóls hafi
verið heldur bágborinn á þeim tíma sem hann gegndi biskupsemb-
ætti gátu hann og ekkja hans meira en tvöfaldað eign sína í fyrrver-
andi Skálholtsjörðum eftir að salan var afstaðin. Hvað Ólaf Stefáns-
son varðar sést að hann notaði stólsjarðasöluna markvisst til að
styrkja veldi sitt á Akranesi og þar í grennd, en nær allar Skálholts-
jarðir hans voru sjávarjarðir í Sveitunum sunnan Skarðsheiðar. Það
kemur reyndar nokkuð spánskt fyrir sjónir að þessi efasemdamað-
ur um gildi sjávarútvegs fyrir íslenskan efnahag fjárfesti á þennan
hátt í sjávarjörðum, en það sýnir að efnahagslegir hagsmunir og
pólitískar skoðanir fara ekki alltaf saman.
Þrátt fyrir allt verður ekki sagt að jarðir Skálholtsstóls hafi safnast
á fárra manna hendur, þótt vissulega hafi sala þeirra gefið nokkrum
auðmönnum tækifæri til að skara eld að sinni köku. Af jarðabókun-
um má ráða að eigendur Skálholtsjarða voru áfram fjölmargir, lang-
flestir þeirra voru óbreyttir bændur og yfirgnæfandi meirihluti þeirra
átti lítið, eða aðeins eina jörð eða jarðarhluta. Því eiga fullyrðingar
um að háembættismenn hafi átt yfirgnæfandi meirihluta Skálholts-
jarða við upphaf 19. aldar ekki við rök að styðjast.56
Hvernig tókst til?
Sala Skálholtsjarða virðist í raun hafa gengið framar öllum vonum,
því að eftir nokkurt hik í byrjun seldust jarðirnar tiltölulega ört og
fyrir viðunandi verð, en það má teljast merkilegt miðað við efna-
G U Ð M U N D U R H Á L F D A N A R S O N90
56 Hér má t.d. vísa til skoðana Einars Hreinssonar sem hann setti fram í riti sínu
Nätverk och nepotism bls. 237, og grein sinni „En premodern diplomatgerilla.
Dansk hierarki möter isländskt nätverk“, Nätverk som social resurs. Historiska
exempel. Ritstj. Einar Hreinsson og Tomas Nilson (Lundi 2003), bls. 113. Í
greininni segir Einar að Ólafur Stefánsson, Valgerður Jónsdóttir og mágar
hennar þrír (Halldór, Jón og Steindór Finnssynir) hafi átt 2/3 fyrrum Skál-
holtseigna á árunum 1801–1805, en í raun áttu þau „aðeins“ um 15% jarðar-
hundraðanna og munar þar miklu.
Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:10 Page 90