Ný saga - 01.01.1987, Blaðsíða 7
ÍRSKUR SVIKARI RÆÐISMAÐUR Á ÍSLANDI
Castlereagh lávarður. írlands-
málaráðherra 1798-1801 og
utanrlkisráðherra Breta 1812-
22. Reynolds var skjólstæð-
ingur hans og það var Castle-
reagh sem vildi endilega senda
hann til íslands.
að gylla boðið, t.d. var lofað
að útvega sonum hans tveim-
ur stöður, ef hann vildi taka
þetta embætti að sér.
Af þessu má ljóst vera, að
Castlereagh var talsvert í
mun að Reynolds yrði ræðis-
maður á íslandi. En hvers
vegna? Svo virðist, að Reyn-
olds sjálfum hafi í fyrstu fund-
ist torskilið hvers vegna utan-
ríkisráðherrann væri að
bjóða honum þessa „furðu-
legu stöðu'1.4 Að sögn sonar
hans kom þó skjótt í ljós, að
Castleragh ætti nú í vök að
verjast á hinum pólitíska vett-
vangi, og hugsanlegt væri að
atburðirnir frá 1798 mundu
koma til umræðu á ný og þar-
með nafn Reynolds. Því teldi
Castlereagh heppilegast að
„fjarlægja hann úr konungs-
ríkinu''.
Hin pólitíska staða var í
stuttu máli eftirfarandi: í
kjölfar Napoleonsstyrjalda
fylgdi efnahagskreppa í Bret-
landi og var þar ærið róstu-
samt. Uppþot og fjöldafundir
róttækra manna ógnuðu
stjórnvöldum.5 Stjórnvöld
reyndu eftir megni að bæla
niður óróann með því að
draga forystumennina fyrir
lög og dóm. 1 einum af þessum
réttarhöldum yfir meintum
uppreisnarmönnum, sem
haldin voru seint á árinu
1816, var Reynolds útnefndur
í kviðdóminn. Réttarhöldin
vöktu mikla athygli og var
það vatn á myllu stjórnar-
andstöðunnar í Englandi
þegar það uppgötvaðist að
hér væri á ferð sá sami Reyn-
olds og hafði ljóstrað upp um
félaga sína í írsku uppreisn-
inni árið 1798. Castleregh lá-
varður, fyrir hönd stjórnar-
innar, væri hér bersýnilega
að setja alræmdan svikara og
skjólstæðing sinn í kviðdóm-
inn til að tryggja dómsúr-
skurðinn sér í hag. Hið póli-
tíska ástand var því kvíðvæn-
legt, ekki aðeins fyrir
Castlereagh, en einnig fyrir
Reynolds, sem gæti hæglega
misst lífeyri sinn og aðstöðu í
kjölfar falls hins fyrrnefnda.
Það virðist því hafa verið af
þessum ástæðum, að Reyn-
olds sá sér þann kost vænstan
að þiggja ræðismannsem-
bættið á íslandi. í lok mars
1817 fékk hann síðan erindis-
bréf sitt.6 Honum virðist hins
vegar ekki hafa legið neitt á
að halda norður á bóginn.
Um sumarið 1817, bæði í
júní og júlí, var Reynolds til
umræðu í breska þinginu.7
Þar mátti heyra stjórnarand-
stöðuna, fræga Whigga á borð
við Henry Brougham og Sir
Francis Burdeít, lýsa hinum
nýskipaða ræðismanni sem
hinum versta glæpamanni og
morðhundi. Castlereagh lá-
varður var nú ekki aðeins
utanríkisráðherra Breta
heldur og einnig leiðtogi
neðri deildar þingsins, og sem
slíkur helsti talsmaður
stjórnarinnar þar. 1 júní var
Vlnarfundurinn
1815. Þar var fram-
tíðarskipan
Evrópu rædd.
Bæði Castlereagh
og Rosenkrantz
voru fulltrúar þar.
Castlereagh spurður að því,
hvort hann væri í raun búinn
að gera þennan alræmda
njósnara að ræðismanni og í
umræðunum í júlí í þinginu
var Reynolds ásakaður um að
hafa myrt tengdamóður sína.
Castlereagh varði hann ötul-
lega. Það fór á ekki á milli
mála að hér var á ferðinni
skjólstæðingur stjórnar-
innar. Var það greinilega álit
stjórnarandstöðunnar, að
það væri til háborinnar
skammar að gera þennan
glæpamann að ræðismanni
hans hátignar Bretakonungs.
Eftirtektarvert er, að við
umræðurnar í þinginu gekk
stjórnarandstaðan út frá því,
að Reynolds hafi verið skipað-
ur ræðismaður á Möltu. Ekki
er ljóst hvernig á þeim mis-
skilningi stóð, en Castlereagh
leiðrétti hann ekki, og er lík-
legasta skýringin sú, að
stjórnin vildi halda áfanga-
stað Reynolds leyndum.
Ekki bætti úr skák að um
þetta leyti kom út í London
bæklingurinn The Political
History of T. Reynolds Esq,
sem var síður en svo til þess
fallinn að fegra kappann. Allt
þetta umtal varð til þess að
Reynolds fór að bæra á sér og
lagði loks af stað til Danmerk-
ur í lok júlí 1817.8
Af ofangreindu er ljóst, að
veigamikil ástæða fyrir skip-
5