Ný saga - 01.01.1987, Blaðsíða 73

Ný saga - 01.01.1987, Blaðsíða 73
KONUR FYRIRGEFA KÖRLUM HÓR þegar sótt var um mildun vegna fátæktar og heilsuleys- is.3 Vorið 1823 var amtmönn- um síðan gert með konungs- bréfi að afgreiða umsóknir af þessu tagi og fella niður greiðslu sekta:4 Amtmönnum gefst þarhjá myndugleiki til að uppgefa straff fyrir hórdóm þegar sú (með honum) áreitta ektapersóna vill framhalda hjónabandinu og biður þeim seka vægðar, og þegar að öðru leyti annars ekkert finnst þar á móti né að sú fyrirbón gjörð sé í lastverð- um tilgangi. Þessi breyting auðveldaði fólki að sækja um undanþágu vegna hórsekta, enda komu hundruð náðunarbeiðna til úrskurðar amtmanna næstu ár og áratugi. Fallist var á þær flestar. Reglan um undanþágu var ítrekuð í til- skipun 24. janúar 1838, en afnumin með hegningarlög- unum 1869. Þá voru höfð hausavíxl á hlutunum, því framvegis yrði „það hjónanna sem misgjört er við" að krefj- ast opinberrar málssóknar.5 Ákvæðin um fyrirbón maka gerðu ráð fyrir því að jafnt eiginkonur sem eiginmenn héldu framhjá. Reyndin var önnur, samanber ummæli Halldóru Magnúsdóttur af Stóru-Drageyri í Skorradal í bréfi til sýslumanns í febrúar 1834: „Þareð konungleg há- tign hefur gefið konum leyfi til að biðja um uppgjöf á hór- dómssekt fyrir brotlega eigin- menn ef þær vilja framhalda sambúð og hjónabandi við þá, svo dirfist ég.. ."6 Það voru bændur sem héldu framhjá eiginkonum sínum, undan- tekningalítið með vinnukon- um á heimilinu. Á 19. öld var það líkt og viðtekinn siður. Vissulega áttu giftar konur það til að eignast börn í fram- hjáhaldi, en málum var þá háttað á þann veg að annað- hvort voru hjónin skilin að borði og sæng eða þau bjuggu sitt í hvoru lagi vegna fátækt- ar. í janúar 1814 sótti Herdís Bjarnadóttir á Búðum á Snæ- fellsnesi til dæmis um upp- gjöf sektar vegna hórdóms- brots og hafði þá verið í vinnumennsku fjarri manni sínum í 4 ár. Guðrún Guð- mundsdóttir í Árnessýslu giftist Þórði Helgasyni um 1825. Þau voru í húsmennsku saman í 2 ár, en fóru þá í vinnumensku sitt í hvora átt. Haustið 1833 eignaðist Guðrún barn með ógiftum vinnumanni og taldi fulltrúi sýslumanns að ekki væri að vænta fyrirbónar frá Þórði því þau hjónin voru ósátt. Halldóra Flóventsdóttir í Eyjafyrði eignaðist 2 böm með 4ra ára bili eftir að maður hennar hljópst á brott 4 árum eftir giftingu. Þau áttu 2 börn fyrir. Henni voru gefnar upp sakir sumarið 1822.7 Oft var eins ástatt fyrir körlum sem ekki voru samvistum við eiginkonur sínar. Til dæmis eignaðist Þórður Jónsson vinnumaður á Geitabergi í Skorradal barn með vinnu- konu þar haustið 1834, þó Helga Gísladóttir kona hans væri í vist á bænum Grund skammt þar frá.8 Líklega má leggja það að jöfnu. Hjón slitu samvistum og eignuðust börn hvort framhjá öðru. Hins vegar eru þess engin dæmi í umsóknum um uppgjöf sekta að gift kona í sambúð hafi haldið framhjá manni sínum og eignast barn sem kennt var öðrum. Karlar voru einir um slíkt. Harla venjulegt dæmi um framhjáhald gerðist á bænum Reynikeldu á Skarðsströnd árin 1814 til 1819.9 í árslok 1814 giftust þau Jón Þor- steinsson og Margrét Sig- urðardóttir, bæði til heimilis á Reynikeldu. Þar settu þau bú, hún 42 ára og fædd í prestakallinu, hann 26 ára en fæddur í Eyjafirði. Hann átti fyrir barnungan son sem var hjá þeim. í október árið eftir fæddist Margréti og Jóni dótt- ir sem hlaut nafnið Lilja. Vor- ið 1816 kom til þeirra í vist Kristín Einarsdóttir, jafn- aldri húsbónda. Hafa þau fellt hugi saman, því hún fæddi barn 2 árum síðar og lýst hann föður þess. Jón gekkst við faðerninu og var dæmdur fyrir hórdómsbrot á Skarði 22. desember 1818. Honum var gert að greiða 9 ríkisdali í Sakafallskassa og 2 ríkisdali í Jústískassa. Hann átti jafnframt að láta Kristínu fara af heimilinu. Þegar dóm- urinn gekk jafngiltu 9 ríkis- dalir einni á, loðinni og lembdri í fardögum. Það var mikið fyrir fátækan bónda, en haustið 1822 taldi Jón fram 3 hundruð til lausafjártíundar. Þá greiddu 12 bændur í hreppnum jafn háa eða lægri tíund, en 23 hærri.10 Vegna örbirgðar hafa Jón og Mar- grét síður viljað borga. Þau hafa þekkt til ákvæðisins um eftirgjöf vegna fyrirbónar maka og innan mánaðar frá dómi sóttu þau um til kon- ungs. Þau eru bæði skrifuð fyrir umsókninni, sem er á dönsku og með embættis- mannslegri skrift, en Margrét skrifaði Stefáni Stephensen amtmanni sérstakt bréf, sem er með öllu alþýðlegri hendi þó varla sé það hennar eigin. Það er dagsett 19. janúar 1819: Fátækur maður. Hann hefur örugg- lega ekki haft efni á að greiða hór- dómssekt. Það voru bændur sem héldu fram- hjá eiginkonum slnum, undantekn- ingalltið með vinnukonum á heimilinu. Á 19. öld var það likt og viðtekinn siður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.