Ný saga - 01.01.1987, Blaðsíða 91

Ný saga - 01.01.1987, Blaðsíða 91
AÐ VITA SANN Á SÖGUNUM LÖGRÉTTA. Menn hafa löngum haft háar hugmyndir um alþingi hið forna, einkum lög- réttu. Myndin var tekin á hátíðarsýn- ingu á Þingvöllum árið 1930 og sýnir m.a. Úlfljót (Harald Björns- son) flytja ræðu í lögréttu. Mannfræðingar beina athyglinni að kerfum, félags- legum og hagrænum. Þeir reyna td. að draga fram megineinkenni fjölskyldu- tengsla og ættarbanda í þjóð- félögum blóðhefndar og setja upp í kerfi og væri þetta dæmi um félagslegt kerfi en gjafa- skipti gætu verið dæmi um hagrænt kerfi, eins og nánar skal vikið að. íslenska þjóðveldið hefur vakið athygli mannfræðinga. Kunnur enskur mannfræð- ingur, Victor Turner, kannaði hvort íslendingasögur gætu komið að gagni við mann- fræðilegar athuganir og birti grein um þetta árið 1971. Turner hafði kynnst íslend- ingasögum í háskólanámi sínu og niðurstaða hans var þessi: Ég er þeirrar skoðunar að meginsamfella hafi verið milli fyrri og seinni hluta þjóðveldistímans. Þetta á við um undirstöður sifja- kerfisins, skipulag yfir- ráðasvæða, öflun lífsnauð- synja og um réttarfar og gerðardóma og samskipta- hætti einstaklinga og hópa. Ég tel því að skoða megi sögurnar, jafnt þær sem fjalla um eldra tímabilið og hinar sem fjalla um hið yngra, bæði sem líkan af ís- lenskum samfélagsháttum eins og þeir voru um aldir og eins sem forsögn þeirra.8 Hér virðist íslendingasög- um og samtímasögum gert jafnhátt undir höfði sem gögnum fyrir mannfræðinga. Turner skýrir ekki samfell- una nánar en lítur svo á að samfélagshættir hljóti að hafa haldist svipaðir fram á Sturlungaöld eða þar til upp- lausn hófst og íslendingar gengu Noregskonungi á hönd. í eftirfarandi máli verður athyglinni einkum beint að þremur atriðum, hvaða kerfi það eru helst, félagsleg og hagræn, sem íslendingasögur eiga að geta vitnað um, hvers konar hliðstæður úr öðrum frumstæðum þjóðfélögum styðji vitnisburð sagnanna og loks hvort svo mikil samfella sé frá atburða- til ritunartíma sagnanna að verjandi sé fyrir sagnfræðinga að nota þær sem heimildir um 10. og 11. öld. Odner ríður á vaðið Árið sem grein Turners birt- ist sendi norski fornleifa- og mannfræðingurinn Knut Odner frá sér mikla ritgerð, Ökonomiske strukturer pá Vestlandet i eldre jernalder. Hér notar hann íslendinga- sögur til að gera félagslegt og hagrænt líkan af íslenska þjóðveldinu og færir það yfir á vesturnorskt samfélag á eldri járnöld (200-600 e.Kr.) sem verður að teljast nokkuð glannalegt. En athugun hans á Islendingasögum getur ver- ið gagnleg fyrir það og er fróð- legt að sjá hvaða þætti hann telur mannfræðinga helst geta fært sér í nyt við smíð líkans. Þeir félagslegu þættir sem hann dregur einkum fram eru (a) bærinn sem fé- lagsleg eining, (b) samband goða og þingmanna, (c) ættar- tengsl og (d) félagsleg réttindi og skyldur (eignarréttur, kvaðir, bætur). Hinir hag- rænu þættir sem hann athug- ar eru (a) dreif ing vöru og veit- ing þjónustu innan félags- legra eininga, (b) gjafaskipti og (c) markaðskerfi.9 Hér þyrfti kannski helst að skýra hvað Odner á við með þjónustu og dreifingu vöru innan félagslegra eininga. Hann ber búskaparhætti Skallagríms á Borg, eins og þeim er lýst í Eglu, saman við það sem Landnáma segir frá búskaparháttum Geirmund- ar heljarskinns. Báðir ráku stórbú með útbúum, segir 89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.