Ný saga - 01.01.1987, Blaðsíða 91
AÐ VITA SANN Á SÖGUNUM
LÖGRÉTTA. Menn
hafa löngum haft
háar hugmyndir
um alþingi hið
forna, einkum lög-
réttu. Myndin var
tekin á hátíðarsýn-
ingu á Þingvöllum
árið 1930 og sýnir
m.a. Úlfljót
(Harald Björns-
son) flytja ræðu í
lögréttu.
Mannfræðingar beina
athyglinni að kerfum, félags-
legum og hagrænum. Þeir
reyna td. að draga fram
megineinkenni fjölskyldu-
tengsla og ættarbanda í þjóð-
félögum blóðhefndar og setja
upp í kerfi og væri þetta dæmi
um félagslegt kerfi en gjafa-
skipti gætu verið dæmi um
hagrænt kerfi, eins og nánar
skal vikið að.
íslenska þjóðveldið hefur
vakið athygli mannfræðinga.
Kunnur enskur mannfræð-
ingur, Victor Turner, kannaði
hvort íslendingasögur gætu
komið að gagni við mann-
fræðilegar athuganir og birti
grein um þetta árið 1971.
Turner hafði kynnst íslend-
ingasögum í háskólanámi
sínu og niðurstaða hans var
þessi:
Ég er þeirrar skoðunar að
meginsamfella hafi verið
milli fyrri og seinni hluta
þjóðveldistímans. Þetta á
við um undirstöður sifja-
kerfisins, skipulag yfir-
ráðasvæða, öflun lífsnauð-
synja og um réttarfar og
gerðardóma og samskipta-
hætti einstaklinga og hópa.
Ég tel því að skoða megi
sögurnar, jafnt þær sem
fjalla um eldra tímabilið og
hinar sem fjalla um hið
yngra, bæði sem líkan af ís-
lenskum samfélagsháttum
eins og þeir voru um aldir
og eins sem forsögn
þeirra.8
Hér virðist íslendingasög-
um og samtímasögum gert
jafnhátt undir höfði sem
gögnum fyrir mannfræðinga.
Turner skýrir ekki samfell-
una nánar en lítur svo á að
samfélagshættir hljóti að
hafa haldist svipaðir fram á
Sturlungaöld eða þar til upp-
lausn hófst og íslendingar
gengu Noregskonungi á hönd.
í eftirfarandi máli verður
athyglinni einkum beint að
þremur atriðum, hvaða kerfi
það eru helst, félagsleg og
hagræn, sem íslendingasögur
eiga að geta vitnað um, hvers
konar hliðstæður úr öðrum
frumstæðum þjóðfélögum
styðji vitnisburð sagnanna og
loks hvort svo mikil samfella
sé frá atburða- til ritunartíma
sagnanna að verjandi sé fyrir
sagnfræðinga að nota þær
sem heimildir um 10. og 11.
öld.
Odner ríður á vaðið
Árið sem grein Turners birt-
ist sendi norski fornleifa- og
mannfræðingurinn Knut
Odner frá sér mikla ritgerð,
Ökonomiske strukturer pá
Vestlandet i eldre jernalder.
Hér notar hann íslendinga-
sögur til að gera félagslegt og
hagrænt líkan af íslenska
þjóðveldinu og færir það yfir
á vesturnorskt samfélag á
eldri járnöld (200-600 e.Kr.)
sem verður að teljast nokkuð
glannalegt. En athugun hans
á Islendingasögum getur ver-
ið gagnleg fyrir það og er fróð-
legt að sjá hvaða þætti hann
telur mannfræðinga helst
geta fært sér í nyt við smíð
líkans. Þeir félagslegu þættir
sem hann dregur einkum
fram eru (a) bærinn sem fé-
lagsleg eining, (b) samband
goða og þingmanna, (c) ættar-
tengsl og (d) félagsleg réttindi
og skyldur (eignarréttur,
kvaðir, bætur). Hinir hag-
rænu þættir sem hann athug-
ar eru (a) dreif ing vöru og veit-
ing þjónustu innan félags-
legra eininga, (b) gjafaskipti
og (c) markaðskerfi.9
Hér þyrfti kannski helst að
skýra hvað Odner á við með
þjónustu og dreifingu vöru
innan félagslegra eininga.
Hann ber búskaparhætti
Skallagríms á Borg, eins og
þeim er lýst í Eglu, saman við
það sem Landnáma segir frá
búskaparháttum Geirmund-
ar heljarskinns. Báðir ráku
stórbú með útbúum, segir
89