Ný saga - 01.01.1987, Blaðsíða 83

Ný saga - 01.01.1987, Blaðsíða 83
Ævisögur fylla hillur bókasafnanna og b(ða áhugasamra lesenda. Þetta er auðvitað einföldun, en stenst nokkurn veginn síðan menn hættu að skrifa sjálfsævisögur í 3. persónu. Hinar klassísku minninga- bækur íslenskrar sögu eru ýmist sjálfsævisögur (eins og Séð og lifað Indriða Einars- sonar og Sögukaflar af sjálf- um mér sr. Mattíasar) eða ævisögur að formi (Virkir dagar og Saga Eldeyjar-Hjalta eftir Guðmund G. Hagalín og Thor Jensen eftir Valtý Stefánsson). „Sjálfsævisaga" (í 1. persónu) með tilgreind- um skrásetjara eru hins vegar minningar sr. Árna Þórarins- sonar eftir Þórberg Þórðar- son. Og á sviði viðtalsbóka hefur Mattías Johannessen löngu gert garðinn frægan. Nú er það sjálfsævisagan, 1. persónu frásögnin, sem er hið ríkjandi form. Sjálfsagt þegar sögumaður ritar eigin hendi, eðlilegt líka þegar skrásetjari er í spilinu. Þó eiga skrásetjarar til að beita blönduðu formi. T.d. að skreppa í 3. persónu stund og stund til að afmarka kafla eða klausur sem ekki eru reist á frásögn sögumanns aðallega. Það gerir Ármann Halldórs- son í Hrafns sögu, einkum fremst og aftast; og eldri dæmi má m.a. sækja til Ásgeirs Jakobssonar. Eða að nota viðtalsform í bland. Það gerir Gylfi Gröndal í sögu Tómasar Þorvaldssonar: tek- ur aldrei til máls sjálfur, en lætur á stöku stað koma fram að Tómas ávarpi skrásetjara. Ingólfur Margeirsson, sem gerir margvíslegar rósir með frásagnarháttinn í Allt annarri Ellu, ritar lokakafl- ann í hreinu viðtalsformi. Andstætt hefð ritar hann bók- ina að öðru leyti í 3. persónu, en byggir inn í fyrsta kaflann langt samtal sögumanns við aukapersónu, sem gerir hon- um kleift að hefja bókina in medias res og gefa lesendum þó hæfilegar baksviðsupplýs- ingar. Sjálfsævisaga—tninningar Sjálfsævisögum, frásögnum í 1. persónu, er tíðkanlegt í heimildarfræði að skipta í eiginlegar sjálfsævisögur og hins vegar „minningar". Er þá við það miðað, að í „sjálfs- ævisögum" sé æviferill sögu- manns í forgrunni og hvað- eina það sem hefur skapað honum örlög; hins vegar séu „minningar" einkanlega frá- sögn af því sem almennt telst fróðlegt og sögumaður þekkir af eigin raun. Hann er þá fremur heimildarmaður en söguhetja. (Milli sömu and- stæðna má velja í viðtalsbók, en frásögn í 3. persónu verður varla eðlileg með því móti að fjalla um söguhetjuna aðal- lega sem heimildarmann.) Þetta eru andstæðar ídeal- týpur, huggerðir, sem sjald- nast koma fram hreinar, held- ur eru raungerðirnar, hinar einstöku bækur, staddar ein- hvers staðar á línunni milli þeirra. Og er raunar æskilegt að þær séu þar ekki of fjarri miðju. Best er að slá báðar flugurnar í einu höggi: rekja lífshlaup söguhetju sinnar (eða sitt eigið, ef ekki er annar skrásetjari) sem grípandi við- fangsefni, en gera grein fyrir því um leið sem hún kann að hafa frá að segja um menn og málefni út í frá. Og allra best að þessir þættir séu sem nán- ast saman ofnir, fróðleikur- inn unt alntenn efni sem persónulegastur. Minningar Huldu Stefáns- AF Nú er það sjálfs- ævisagan, 1. per- sónu frásögnin, sem er hið rikjandi form. 81
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.