Ný saga - 01.01.1987, Blaðsíða 93
fræðimenn beitt aðferðum
mannfræðinnar á íslendinga-
sögurnar og látið þær vitna
um íslenskt þjóðfélag fyrir
1200. Þetta eru þau Jesse
Byock, Carol Clover, William
lan Miller og Paul Durren-
berger. Hins vegar leiðir
mannfræðingurinn Kirsten
Hastrup íslendingasögurnar
að mestu hjá sér í bók sinni
Culture and History frá 1985
og hefur verið gagnrýnd fyrir
það.'S
í því sem á eftir fer verða
nefnd dæmi um það hvar
þessir fræðimenn þykjast
greina kerfi eða mynstur, fé-
lagsleg eða hagræn, í sögun-
um. Þótt hér sé greint á milli
kerfanna, er vert að hafa í
huga kenningu Polanyis um
samþættingu.
Hið félagslega
Þeir Byock og Miller eru lög-
fræðilega menntaðir og er
einkum hugstætt hvernig
deilur voru leystar í hinu ís-
lenska þjóðfélagi þar sem
skorti miðstjórnarvald (kon-
ung) en blóðhefnd var tíðkuð.
Segja má að íslenska stjórn-
kerfið (goðorð, vorþingsdóm-
ar, alþingi) hafi verið miðað
við að tryggja valdajafnvægi
og frið. Deilumálum var þó
ekki ætíð vísað til dómstóla
og telur Byock að íslendinga-
sögur snúist einkum um það
hvernig deilur (,,feuds“) í
mjög almennri merkingu, td.
bænda um skóg, voru leystar
eða reynt var að leysa þær á
söguöld og síðar. Samkvæmt
niðurstöðum Byocks var fylgt
ákveðnum reglum eða kerfi
sem var ntiðað við að tryggja
festu í þjóðfélaginu og afstýra
ofbeldi. Byock lýsir ýtarlega,
í bók sinni Feud og annars
staðar, hvaða aðferðum var
AÐ VITA SANN Á SÖGUNUM
beitt í þessu skyni.16 Hann
gildir einu hvort td. Arnkell
goði, sem segir frá í Eyr-
byggju, og bændur sem hann
studdi, voru til í reynd en tel-
ur að frásögnin af deilum
þeirra við Snorra goða og
bændur sem leituðu til hans
sé raunsönn lýsing á deilunt
manna fyrir 1200. Þetta rök-
styður hann rna. með sarnan-
burði við Grágás og Sturlungu
. Byock notar aðferðir mann-
fræði við að athuga og skil-
greina félagsleg kerfi og að
hætti þeirra sem stunda
félagssögu kannar hann
félagslega hegðun fjöldans
frernur en einstaklinga.
Báðir vísa þeir Byock og
Miller til Turners en Miller
hneigist meir en Byock að
mannfræðilegum viðhorfum.
Hann finnur svo miklar sam-
svaranir með því þjóðfélagi
sem lýst er í íslendingasögum
og öðrum frumstæðum sam-
félögum að honum finnst að
mestu óþarft að bera saman
við Grágás og Sturhmgu og á
sammerkt með Odner að taka
íslendingasögur fram yfir þar
sem þeim og Grágás ber á
milli.17 Segja má að Miller
beini athyglinni einkum að
blóðhefnd („bloodfeud") og
reglum sem giltu um hana en
Byock fremur að ,,feud" í
almennri merkingu (illdeil-
ur?) en annars virðast skoð-
anir þeirra vera mjög líkar.
Norski sagnfræðingurinn
Sverre Bagge er einn þeirra
sem telja að of langt hafi verið
gengið í gagnrýni á „sögurn-
ar" og hefur þá konungasög-
ur í huga jafnframt. Hann not-
ar þær talsvert í nýlegri grein
sem heimildir um samfélags-
skipan 11. og 12. aldar.18 í
annarri nýlegri grein færir
hann sér í nyt athuganir
Byocks á „feud" og tekur í
og á sammerkt
með Odner að
taka Islendinga-
sögurnar fram yfir
þar sem þeim og
Grágás ber á milli.
báðum greinum sínum dæmi
af Selsbanaþætti í Ólafs sögu
helga eftir Snorra Sturluson.
í þessum þætti og öðrum
áþekkum frásögnum í Ólafs
sögu og íslendingasögum er
lýst félagslegu kerfi að mati
Bagges þar sem fram kemur
hvernig hinir efnaminni leita
verndar hinna voldugri eða
þeir síðarnefndu bjóða vernd
sína í samkeppni við aðra
ríkismenn. Sagan um Sels-
bana er etv. ekki rétt sagn-
fræðilega en að ætlan Bagges
gefur hún raunsanna mynd af
deilum í íslenska þjóðveldinu
og norsku þjóðfélagi fyrir
1200.19 Áður hafði Lunden
ályktað með svipuðum hætti
um Selsbanaþáttinn og sýnt
hversu góð heimild hann er
um samþætt hag- og félags-
kerfi þar sem höfðingi reynir
að tryggja félagslega stöðu
sína með veislum.20
Þá skal vikið að athyglis-
verðum þætti í kerfi blóð-
hefndar. Miller bendir á það
að konur hvöttu stundum
karla til hefndarvíga með því
að sýna þeim afhöggvið höfuð
eða blóðug klæði hins látna.
Hann finnur sjö dæmi um
þetta í íslendingasögunum og
telur vera fornan sið en ekki
bókmenntalegt atriði. Með
samanburði við önnur blóð-
hefndarsamfélög kemst hann
að þeirri niðurstöðu að siður-
inn sé hluti af kerfi. Hann tel-
ur að á íslandi hafi þetta verið
formleg athöfn sem gerði kon-
um kleift að velja hefnanda og
skuldbinda hann til hefnda.21
Bandaríski bókmennta-
fræðingurinn Carol Clover
beitti svipaðri aðferð við lýs-
ingar nokkurra fslendinga-
sagna á líkri hvöt eða áeggjan
kvenna við karla að hefna
vígs. Hún telur að jafnan sé
litið á slíka hvöt sem bók-
91