Ný saga - 01.01.1987, Blaðsíða 46
Á HEIMDALLI SUMARIÐ 1898 — VARÐGÆSLA OG VEISLUHALD
herskip, þ.e. beitiskipin
Heimdallur eða Hekla. Þau
voru hins vegar mjög eyðslu-
frek á kol og iná ætla, að
vegna þess hafi þeim verið
haldið minna úti en annars
hefði verið. Frá árinu 1906
tók Fálkinn við gæzlunni, en
hann var sérsmíðaður til
þessa verkefnis og mun ódýr-
ari i rekstri.
Bretar hófu fiskveiðar með
botnvörpu við ísland um
1890, og hafði það orðið til
þess að íslendingar settu
fram kröfur um aukna land-
helgisgæzlu. Danir urðu við
þessum kröfum, en brezka
heimsveldið svaraði með því
að senda herskip á íslands-
mið sumurin 1896 og 97. Hafa
þær aðgerðir af sumum verið
nefndar þorskastríð. Þessi ár-
in var mikið rætt um marka-
línur fyrir togveiðar í Faxa-
flóa, en ekki náðist um þær
samkomulag til frambúðar.
Þegar Heimdallur kom til Is-
lands vorið 1898, má því gera
ráð fyrir, að foringjum hans
hafi verið ofarlega í huga að
sinna gæzlu í Faxaflóa.
Meðal yfirmanna á Heim-
dalli sumarið 1898 var ungur
sjóliðsforingi Sigurd Vald-
emar Hansen að nafni. Hann
var þá á þrítugsaldri og hafði
það verkefni að sjá um
kennslu fyrir sjóliðsforingja-
efni um borð. Hann var
áhugamaður um ljósmyndun
og hafði allan búnað, sem
þurfti til þess að taka og fram-
kalla ljósmyndir. Mun hann
hafa tekið fjölda ljósmynda
þetta sumar og sendi síðan
myndir til ýmissa vina sinna á
íslandi. S.V. Hansen hélt dag-
bók í íslandsferð sinni sumar-
ið 1898 og er hún nú heimild
að háttum danskra varðskips-
manna, sem hér verður fjall-
að um.
Sigurd V. Hansen sjóliðs-
foringi
Beitiskipið (krydseren)
Heimdallur lagði úr höfn í
Danmörku 29. marz og hélt þá
til Færeyja. Þar var skipið í
nokkra daga, en hélt síðan til
íslands og var við Dyrhólaey
8. apríl. Úthaldið við ísland
stóð síðan til 27. ágúst, en
þaðan var haldið aftur til
Færeyja og verið þar til 17.
september. Til Danmerkur
kom skipið síðan 23. septem-
ber eftir nær hálfs árs útivist.
Hér verður eingöngu fjallað
um úthaldið við ísland, en það
stóð í 142 sólahringa. Lítum
nú nánar á, hvernig varð-
skipsmenn skiptu tíma sínum
milli skyldustarfa í landi og
skyldustarfa á sjó. Þá kemur í
ljós, að varðskipið var 86
sólarhringa í landi og þar af
um 40 í Reykjavík og Hafnar-
firði og 56 sólarhringa á sjó og
þar af 20 í Faxaflóa.
Þegar Heimdallur kom,
stóð vetrarvertíð sem hæst og
var áherzla lögð á að gæta ver-
tíðarsvæðisins við Faxaflóa.
Því var skipinu eingöngu
haldið til gæzlu í Flóanum
síðari hluta aprílmánaðar.
Ekki voru gæzluferðir langar
og var gjarnan haldið út frá
Reykjavík eða Hafnarfirði að
morgni, lónað um Flóann og
er Syðra-Hraun oft nefnt, en
síðan lagzt við akkeri á Njarð-
vík, Krossvík eða Flekkuvík.
Næsta morgun var síðan litið
eftir togurum og svo haldið
inn til Reykjavíkur um kvöld-
ið. —Á eftirlitsferð á Kirkju-
vogi í Höfnum 29. apríl kom í
ljós, að íslenzkur bátur var
við hvern einasta togara, og
hafa hér vafalaust verið á ferð
menn, sem hirtu úrgangsfisk
eða tröllafisk hjá Bretanum.
I maí var haldið áfram
gæzlu í Faxaflóa og farin
eftirlitsferð til ísafjarðar sem
stóð í 10 daga. Ekki var farið
inn á Breiðafjörð, en hins
vegar komið við bæði á Dýra-
firði og Önundarfirði. Þar var
ekki að vænta brezkra togara,
en þar voru hvalveiðistöðvar
og virðist sem eigendur
þeirra, fjölskyldurnar Berg
og Ellefsen, hafi verið í miklu
uppáhaldi hjá dönsku varð-
skipsmönnunum, að minnsta
kosti þetta sumar. Heildarút-
haldið í maí skiptist svo, að
skipiðvar 12sólarhringaásjó
og 19 í landi.
Fyrstu tveim dögunum í
júní var varið til þess að taka
kol í Reykjavík, enda var nú
fram undan lengsta sigling
sumarsins, 20 daga eftirlits-
ferð til Austfjarða. Þar var
lengst dvalizt á Seyðisfirði, en
dagana 22. og 23. júní var leg-
ið á Eskifirði og þar tekin kol
að nýju. Lunganum úr fjórum
dögum í þessum mánuði var
því eytt til þess að fylla skipið
kolum. Úthaldið á sjó var líka
lengst i þessum mánuði, og
skiptist hann raunar í tvo
jafnlanga hluta, 15 sólar-
hringa á sjó og 15 í landi.
Snemma í júlí lagði Heim-
dallur úr Reykjavíkurhöfn og
hélt til Akureyrar. Virðist
sem varðskipsmenn hafi litið
þá voru hér við
land stór gang-
mikill dönsk her-
skip, þ.e beitiskip-
in Heimdallur eða
Hekla.
44