Ný saga - 01.01.1987, Blaðsíða 8

Ný saga - 01.01.1987, Blaðsíða 8
ÍRSKUR SVIKARI RÆÐISMAÐUR Á ÍSLANDI un Reynolds í stöðu ræðis- manns Breta á íslandi var að nauðsynlegt var talið að losa ríkisstjórnina, sér í lagi Castlereagh, við pólitískan bagga. Með því að koma Reyn- olds úr konungsríkinu, helst til hins afskekkta fslands, væri unnt að fjarlægja hann af sviði breskra stjórnmála. En fleiri ástæður kunna að hafa verið fyrir þessari ákvörðun. Frá sjónarmiði alþjóðastjórnmála og stöðu Breta var skipun Reynolds í ræðismannsembætti á ís- landi alls ekki jafn fráleit og virðist við fyrstu sýn. í fyrsta lagi var hér ekki beinlínis um nýja stöðu að ræða. Á meðan Napoleonsstyrjaldir geysuðu hafði reynst nauðsynlegt að (0) ífónðábttf (til (Sfiptanttmamtá ó 3éta«bij> fcflgfttt aglxt Öft. 1817/ úí) tCþumas Ttc.ynolöí fc of ífonúngi norum oiburftnnöitr, fciit Stptbri* fitanbð íonful c 30t«n&i; fFufi f)(tmt í'ö'onfulí flbgjorbunt otra unbanþtgiun íogfogn á lanbi, tn f bIIii obrii unbirgefinn, jafnt jebrum ftgnurt áíonúngá, lanbéfFifmn og logum bin'* og oibFonp mtbi UnbirpfiVt'oIbura. Klausturpóstur- inn. Þetta er eina fslenska samtlma- heimildin þar sem minnst er á Reyn- olds. Hér er stift- amtmanni tilkynnt að „Thumas Reyn- olds se af konúngi vorum viðurkennd- ur sem Stórabret- lands Consul á ís- landi.“ hafa breskan ræðismann á Is- landi til að gæta enskra verslunarhagsmuna. John Parke var starfandi konsúll Breta í Reykjavík á árunum 1811-14, aðeins þremur árum áður.9 Hins vegar hlaut hann aldrei viðurkenningu Dana, enda ekki leitað eftir slíku á meðan á ófriðnum stóð. I öðru lagi var í Bretlandi talsverður áhugi á íslandi um þessar mundir. í nóvember 1815 hafði t.d. verið stofnað félag undir nafninu The Downs Society of Fishermen 's Friends, sem hafði það mark- mið að gera skip út til fisk- veiða á íslandsmið.10 Var verndari samtakanna hvorki meira né minna en Liverpool lávarður, sjálfur forsætisráð- herra Breta, en á stríðsárun- um höfðu hann og Castle- reagh fengið í hendur áætlan- ir frá Sir Joseph Banks og Sir George Steuart Mackenzie um innlimun íslands í Bretaveldi, þar sem auðlindir íslands voru iðulega tíundaðar.11 Var stofnun þessa félags liður í aðgerðum stjórnvalda gegn efnahagskreppunni. Vorið 1817 gerði þetta félag út þrjú fiskiskip á íslandsmið. Þá má geta þess, að sama árið kom út í London bók Phelps kaup- manns, en hann kom til Is- lands með Jörgen Jörgensen árið 1809, sem fjallaði m.a. um nauðsyn þess að stofna annað slíkt útgerðarfélag (Iceland Fishing Society).12 Þessari útgerð til stuðnings gat vissulega verið mikilvægt að hafa ræðismann í landi. I þriðja lagi sóttu breskir kaupmenn, sem höfðu verslað á íslandi á stríðsárunum, það fast við dönsk stjórnvöld, að mega halda þeirri verslun áfram.13 Endanlegt svar Dana var verslunartilskipun- in frá 11. september 1816, þar sem útlendingum var heimil- uð verslun á Islandi að fengn- um tilsettum leyfisbréfum.14 I raun var þessi tilskipun dul- búið bann, því skilyrðin fyrir leyfunum voru þess eðlis að þau útilokuðu alla hagnaðar- von. En snemma á árinu 1817 má segja að ekki hafi verið komin nein reynsla á þetta. Varð þessi verslunartilskip- un meginröksemd Breta fyrir skipun Reynolds. I ljósi þessara þriggja ástæðna má fullyrða að stofn- un ræðismannsembættis á ís- landi til að gæta hagsmuna enskra þegna hafi verið rök- 6 rétt og hagkvæm stjórnarat- höfn. HVER URÐU VIÐ- BRÖGÐ DANSKRA STJÓRNVALDA? Ekki er að sjá að dönsk yfir- völd hafi á vordögum 1817 haft hugmynd um að breska ríkisstjórnin hefði útnefnt ræðismann á íslandi. Danski sendiherrann í London, Ed- mund Bourke, hafði lýst um- ræðunum í þinginu í skýrsl- um sínum eins og hans var venja og rætt um „hinn al- ræmda Reynolds", konsúl á Möltu.16 Ekki minntist hann einu orði á að sá væri væntan- legur ræðismaður Breta á ís- landi. Dönskum stjórnvöld- um var ekki tilkynnt um ráð- stöfunina fyrr en eftir komu Reynolds til Kaupmanna- hafnar í lok ágúst 1817, er breska sendiráðið fór að leita eftir samþykki Danakonungs. Það er ljóst af allri málsmeð- ferð Breta að þeim var það kappsmál að halda skipun Reynolds leyndri. Var hennar t.d. hvergi getið opinberlega í Bretlandi.17 Það var gert af ásettu ráði.18 Eins og fram hefur komið gengu stjórnvöld jafnvel svo langt í blekkingar- iðju sinni að þingmenn stóðu í þeirri trú að Reynolds yrði ræðismaður á Möltu. Haustið 1817 birtust síðan tvær greinar í The Times, sem var hálfopinbert málgagn ríkis- stjórnarinnar.19 I þeirri fyrri var rætt um hinn írska Reyn- olds, ræðismann Breta í Kaupmannahöfn en tveimur dögum seinna kom „leiðrétt- ing“ um að sá hefði víst verið sendur til Möltu, og hér hefði því verið um annan Reynolds að ræða! Má vera að það hafi verið að eigin ósk Reynolds að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.