Ný saga - 01.01.1987, Blaðsíða 10

Ný saga - 01.01.1987, Blaðsíða 10
ÍRSKUR SVIKARI RÆÐISMAÐUR Á ÍSLANDI ingi stjórnarinnar."23 Hins vegar vildi Rosenkrantz ekki styggja Breta að ástæðu- lausu. Einungis voru þrjú ár liðin síðan Danmörk og Bret- land sömdu frið í Kiel í kjöl- far Napoleonsstyrjalda og Danir voru á margan hátt undir góðvilja Breta komnir. Rosenkrantz var hlynntur því að samþykkja tilnefninguna að fengnu áliti Rentekamm- ers og Kansellís.24 í svari Rentekammersins var m.a. bent á, að ekkert breskt skip hefði sótt um verslunarleyfi á árinu, þannig að varla væri hægt að líta svo á að stofnun ræðismannsembættis þjónaði nokkrum tilgangi.25 Kansellíið tók í sama streng.26 Rosenkrantz lagði málið fyrir konung í október.27 Þrátt fyrir athugasemdir dönsku stjórnarskrifstofanna lagði utanríkisráðherrann til að fallist yrði á málaleitan Breta. Hann viðurkenndi m.a., að það væru vissulega nægar ástæður til að neita Bretum um þessa bón í ljósi þess að verslunarsamskipti íslands við erlend ríki væru nánast engin. Væri tilgangur- inn með stofnun embættisins því lítill. Hins vegar benti Rosenkrantz konungi á, að þessi ræðismannstilnefning skipti Breta talsverðu máli vegna sérstakra kringum- stæðna sem snertu sjálfa persónu Thomas Reynolds. Dvöl Reynolds á íslandi mundi í sjálfu sér varla hafa neina ókosti í för með sér fyrir Dani.28 Skipun hans mundi ekki þýða það að fleiri ríki mundu óska eftir að senda ræðismann til Islands. Það væri því rétt að fallast á þessa skipun. Þann 21. októ- ber 1817 samþykkti Danakon- Upphaf skýrslu Rosenkrantz til konungs, Friðriks VI. Þar leggur Rosenkrantz til að fallist verði á til- nefningu Reyn- olds I ræðis- mannsembættið. Á vinstri spássíu má sjá undirskrift konungs. ungur formlega stofnun ræðismannsembættis Breta á íslandi.29 I orðsendingu til Breta tók Rosenkrantz skýrt fram, að Friðrik VI samþykkti skipun þessa aðeins af vinsemd gagn- vart Bretakonungi.30 Var Bretum jafnframt gert Ijóst, að teldi danska stjórnin síðar hagsmuni ríkisins felast í því að afturkalla verslunarleyfin þá myndi tilvist bresks ræðis- manns á íslandi verða með öllu óþörf. Bretum átti því að fíitinarr,....áfy..,:. tr/7 rf-vAi La, ,/L d t ■ j f, /'(•tti’ / ',,£}> rf/yryd/SyZr ‘••V . J'/,...s/S)' /’JI /.. v M./W7. . X...:,/./. >,. /'■ :. ■■'.. . ,,.. y, /?...;, ';■ :ZJr7Z.Z7... ..... /....... /./,:. // f/9 * / .../6 *.:> ///. /. ./,../■■■/// /... 0 /// - vera ljóst, að danska stjórnin væri að gera þeim sérstakan greiða, sem hægt væri að afturkalla ef þeim hentaði. Tilskipun Breta kom erlendu diplómötunum í Kaupmannahöfn á óvart. Voru uppi ýmsar getgátur um tilganginn. Álitu þeir Reyn- olds vera „hættulegan njósn- ara".31 I langri skýrslu sem austurríski sendifulltrúinn, Berk að nafni, sendi til Vínar var talið að Castlereagh hefði mikinn áhuga á þessari sendi- för. Bretar væru með þessu að leitast við að sölsa undir sig veiðar og verslun við ís- land. Berk bætti við að legðu Bretar sig fram við það mundi þeim takast það á nokkrum árum, m.a. vegna þess hversu „barnalegir og skammsýnir" íslendingar væru. Af þessu er ljóst að erlendar þjóðir, a.m.k. Austurríkismenn og einnig Rússar, létu sér fyrir- ætlanir Breta á Islandi í kjöl- far Napoleonsstyrjalda ekki í léttu rúmi liggja.32 Þótt skipun Reynolds væri ekki gerð opinber í Bretlandi var stiftsyfirvöldum á íslandi að sjálfsögðu tilkynnt að Thomas Reynolds hefði „af konúngi vorum . .verið viður- kenndur, sem Stórbretalands Consul á íslandi" eins og Magnús Stephensen, háyfir- dómari, orðaði það í Klausturpóstinum,33 Ef frá er talin þessi klausa er Reyn- olds hvergi getið í íslenskum samtímaheimild- um. EMBÆTTISFERILL REYNOLDS Á haustdögum 1817 var orðið of áliðið að leggja af stað til ís- lands. Reynolds feðgarnir dvöldu því í Kaupmannahöfn 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.