Ný saga - 01.01.1987, Side 10
ÍRSKUR SVIKARI RÆÐISMAÐUR Á ÍSLANDI
ingi stjórnarinnar."23 Hins
vegar vildi Rosenkrantz ekki
styggja Breta að ástæðu-
lausu. Einungis voru þrjú ár
liðin síðan Danmörk og Bret-
land sömdu frið í Kiel í kjöl-
far Napoleonsstyrjalda og
Danir voru á margan hátt
undir góðvilja Breta komnir.
Rosenkrantz var hlynntur því
að samþykkja tilnefninguna
að fengnu áliti Rentekamm-
ers og Kansellís.24 í svari
Rentekammersins var m.a.
bent á, að ekkert breskt skip
hefði sótt um verslunarleyfi á
árinu, þannig að varla væri
hægt að líta svo á að stofnun
ræðismannsembættis
þjónaði nokkrum tilgangi.25
Kansellíið tók í sama
streng.26
Rosenkrantz lagði málið
fyrir konung í október.27
Þrátt fyrir athugasemdir
dönsku stjórnarskrifstofanna
lagði utanríkisráðherrann til
að fallist yrði á málaleitan
Breta. Hann viðurkenndi
m.a., að það væru vissulega
nægar ástæður til að neita
Bretum um þessa bón í ljósi
þess að verslunarsamskipti
íslands við erlend ríki væru
nánast engin. Væri tilgangur-
inn með stofnun embættisins
því lítill. Hins vegar benti
Rosenkrantz konungi á, að
þessi ræðismannstilnefning
skipti Breta talsverðu máli
vegna sérstakra kringum-
stæðna sem snertu sjálfa
persónu Thomas Reynolds.
Dvöl Reynolds á íslandi
mundi í sjálfu sér varla hafa
neina ókosti í för með sér
fyrir Dani.28 Skipun hans
mundi ekki þýða það að fleiri
ríki mundu óska eftir að
senda ræðismann til Islands.
Það væri því rétt að fallast á
þessa skipun. Þann 21. októ-
ber 1817 samþykkti Danakon-
Upphaf skýrslu
Rosenkrantz til
konungs, Friðriks
VI. Þar leggur
Rosenkrantz til að
fallist verði á til-
nefningu Reyn-
olds I ræðis-
mannsembættið.
Á vinstri spássíu
má sjá undirskrift
konungs.
ungur formlega stofnun
ræðismannsembættis Breta á
íslandi.29
I orðsendingu til Breta tók
Rosenkrantz skýrt fram, að
Friðrik VI samþykkti skipun
þessa aðeins af vinsemd gagn-
vart Bretakonungi.30 Var
Bretum jafnframt gert Ijóst,
að teldi danska stjórnin síðar
hagsmuni ríkisins felast í því
að afturkalla verslunarleyfin
þá myndi tilvist bresks ræðis-
manns á íslandi verða með
öllu óþörf. Bretum átti því að
fíitinarr,....áfy..,:.
tr/7 rf-vAi
La,
,/L d t ■ j f,
/'(•tti’ / ',,£}> rf/yryd/SyZr
‘••V . J'/,...s/S)'
/’JI
/.. v M./W7.
. X...:,/./. >,. /'■
:. ■■'.. .
,,..
y, /?...;,
';■
:ZJr7Z.Z7...
.....
/....... /./,:. //
f/9 * /
.../6 *.:>
///. /. ./,../■■■/// /...
0 /// -
vera ljóst, að danska stjórnin
væri að gera þeim sérstakan
greiða, sem hægt væri að
afturkalla ef þeim hentaði.
Tilskipun Breta kom
erlendu diplómötunum í
Kaupmannahöfn á óvart.
Voru uppi ýmsar getgátur um
tilganginn. Álitu þeir Reyn-
olds vera „hættulegan njósn-
ara".31 I langri skýrslu sem
austurríski sendifulltrúinn,
Berk að nafni, sendi til Vínar
var talið að Castlereagh hefði
mikinn áhuga á þessari sendi-
för. Bretar væru með þessu
að leitast við að sölsa undir
sig veiðar og verslun við ís-
land. Berk bætti við að legðu
Bretar sig fram við það mundi
þeim takast það á nokkrum
árum, m.a. vegna þess hversu
„barnalegir og skammsýnir"
íslendingar væru. Af þessu er
ljóst að erlendar þjóðir,
a.m.k. Austurríkismenn og
einnig Rússar, létu sér fyrir-
ætlanir Breta á Islandi í kjöl-
far Napoleonsstyrjalda ekki í
léttu rúmi liggja.32
Þótt skipun Reynolds væri
ekki gerð opinber í Bretlandi
var stiftsyfirvöldum á íslandi
að sjálfsögðu tilkynnt að
Thomas Reynolds hefði „af
konúngi vorum . .verið viður-
kenndur, sem Stórbretalands
Consul á íslandi" eins og
Magnús Stephensen, háyfir-
dómari, orðaði það í
Klausturpóstinum,33 Ef frá
er talin þessi klausa er Reyn-
olds hvergi getið í
íslenskum samtímaheimild-
um.
EMBÆTTISFERILL
REYNOLDS
Á haustdögum 1817 var orðið
of áliðið að leggja af stað til ís-
lands. Reynolds feðgarnir
dvöldu því í Kaupmannahöfn
8