Ný saga - 01.01.1987, Blaðsíða 16

Ný saga - 01.01.1987, Blaðsíða 16
GLOUCESTERMENN í LÚÐULEIT styðst þar nær eingöngu við íslenskar heimildir. Þar á meðal eru rit Lúðvíks Kristjánssonar og Gils Guðmundssonar, en þeir hafa báðir fjallað um þessar veiðar og m.a. stuðst við munnlegar frásagnir íslendinga, sem Bandaríkjamennirnir réðu til sín.2 Gísli Kristjánsson leiðir getum að því, að deilur Bandaríkjamanna og Kanadamanna um fiskveiði- réttindi hinna fyrrnefndu við strendur Kanada og um inn- flutning kanadísks fisks á Bandaríkjamarkað hafi átt þátt í því að bandarískir sjó- menn færðu sig æ austar í leit að fiskimiðum.3 Ég held bó að óhætt sé að fullyrða að þessar deilur hafi ekki snert lúðusjómenn, því þær snerust fyrst og fremst um leyfi fyrir þorskveiðiflotann til að koma til hafnar í Kanada. Lúðusjó- menn höfðu með sér það salt sem þurfti, auk þess sem fjar- lægðin af norðurmiðum til Gloucester var ekki meiri en svo að hægt var að sigla heim án þess að taka land í Kanada (nema auðvitað í neyðartil- fellum). 1 bók sinni American Diplo- matic Questions segir banda- ríski sagnfræðingurinn John B. Henderson að lúðuveiðar Nýja Englandsmanna hafi í upphafi verið stundaðar út af ströndum Kanada, en um 1850 hafi þótt vænlegra að halda á fjarlægari mið.4 Því tel ég að lúðuveiðar þessara manna við ísland megi rekja beinlínis til aflatregðu á mið- unum út af Massachusetts og Kanada og þannig má tengja upphaf veiðanna bandarísku fiskveiðinefndinni (The United States Commission for Fish and Fisheries), sem hafði aðsetur í Washington D.C., en einn starfsmanna hennar lagði mikla áherslu á að Gloucestermenn hæfu veiðar við ísland. Við samningu greinarinnar var aðallega stuðst við banda- rískar heimildir. Hér er um að ræða fræðileg rit um fisk- veiðar á Nýja Englandi, dag- blöð f rá Gloucester og Boston og skjöl á þarlendum söfnum. Skjalasöfnin sátu þó á hakan- um en gáfu fyrirheit um að þar mætti finna ýmislegt um lúðuveiðar Gloucestermanna við ísland. Þau eru að stórum hluta óskráð og því er tölu- vert starf að fara í gegnum þau.5 TILDRÖG VEIÐANNA VIÐ ÍSLAND í bókinni Fisherman's Memorial and Record Book, sem kom út í Gloucester árið 1873 segir svo frá upphafi lúðuveiða Bandaríkjamanna við ísland: Á þessari vertíð (1873) kom til sögunnar ný tegund veiða, lúðuveiðar við ís- landsstrendur. McQuinn, skipstjóri, sem gengið hafði vel við veiðar við Græn- land, áleit veiðimögu- leikana eins góða við ís- land. Skonnortan Mem- brino Chief var útbúin til þessara veiða og sigldi héðan 23. maí. Þeir voru komnir á miðin 9. júní, en veðrið var svo óhagstætt að þeir fengu aðeins 6 lúður og nokkra þorska... Af þeim upplýsingum sem við höfum um fiskveiðar við ísland sést að ferð Mem- brino Chief var farin á röngum árstíma. Þar er sagt að tvær góðar fisk- göngur komi á miðin ár „Af þeim upplýs- ingum sem við höfum um fisk- veiðar við Island sést að ferð Membrino Chief var farin á röngum árstíma." Collins átti síðan tal við helstu skip- stjóra og aðra þá sem hagsmuna áttu að gæta i Gloucester þá um veturinn (1883) og varð úr að vorið eftir sigldu þrjár lúðuskonnortur til íslands til veiða. hvert, önnur í apríl og hin í september; þessi ferð var því farin of seint fyrir aðra en of snemma fyrir hina.6 Þessi fyrsta tilraun Banda- ríkjamanna til lúðuveiða við ísland varð því ekki til fjár, en þó var þess ekki langt að bíða að skipulagðar veiðar þeirra hæfust þar af fullum þunga. Víkur nú sögunni til J. W. Collins. Hann var reyndur skipstjóri frá Gloucester, en var um 1880 orðinn starfs- maður bandarísku fiskveiði- nefndarinnar. Á vegum hennar fór hann á fiskveiði- sýningar í Berlín og London sumarið 1880. í London kynnt- ist hann sjómönnum og út- gerðarmönnum frá Grimsby, sem sögðu honum að góð lúðumið væru við ísland. Þetta vakti áhuga hans af tveim ástæðum, segir hann í grein í skýrslu liskveiði- nefndarinnar 1884.7 í fyrsta lagi vegna þess að lerð Mem- brino Chief árið 1873 hafði mistekist, sem hafði leitt til þess að sjómenn frá Glou- cester höfðu ekki hætt sér aft- ur á íslandsmið. í öðru lagi áleit hann að ef þessi mið væru eins góð og látið var, gæti verið hagstæðara fyrir lúðuskonnorturnar banda- rísku að stunda veiðar þar en við Grænland, en þær veiðar höfðu aldrei gefið mjög góða raun. Hann leitaði því frekari upplýsinga um miðin á lisk- veiðisýningu í London 1883 og sannfærðist um að ekkert væri ofsagt um ágæti ís- lensku lúðumiðanna. Collins átti síðan tal við helstu skip- stjóra og aðra þá sem hags- muna áttu að gæta í Glou- cester þá um veturinn (1883) og varð úr að vorið eftir sigldu þrjár lúðuskonnortur til íslands til veiða. 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.