Saga - 2005, Qupperneq 96
94
JÓSEF GUNNAR SIGÞÓRSSON
textalegri hlutlægni og ákveðinni merkingu hafi getið af sér alheim
sem einkennist af frjálsum leik tákna þar sem allt er fullkomlega
óákveðið og óútreiknanlegt. Fish telur hins vegar að innan þess
sjónarhorns sem hann sjálfur vinnur út frá sé pláss fyrir ákveðna og
útreiknanlega merkingu, sem geti þó aldrei orðið óháð samhenginu
hverju sinni. Hann vill færa rök fyrir, en ekki gegn, normum, því
venjulega, bókstaflega og augljósa, en með áherslum á að þessir
þættir séu afurðir tiltekins samhengis og/eða túlkaðra kringum-
stæðna en spretti ekki af sjálfstæðum raunheimi eða tungumáli sem
hafið sé yfir það samhengi sem það stendur í. Margir fræðimenn
leggja merkingarfestu og almennan stöðugleika að jöfnu. Fish held-
ur því hins vegar fram að merking hlutanna breytist stöðugt en það
leiði ekki endilega til þess að öll norm, viðmið og/eða sú fullvissa
sem fólk sækist eftir hverfi, því að framangreind gildi mótist af
þeim samfélagslegu kringumstæðum sem til staðar séu hverju
sinni. Þetta þýðir einfaldlega að þótt ekki sé hægt að skilgreina
mannleg gildi í eitt skipti fyrir öll þá er vel hægt að skilgreina þau
út frá tilteknu samhengi, sjónarhorni og kringumstæðum; setning
er aldrei laus úr öllu samhengi, fólk er aldrei utan kringumstæðna,
og yfirlýsing er aldrei gefin í fullkomnu tilgangsleysi. Það er mikil-
vægt að átta sig á hvað þessi röksemdafærsla Fish þýðir ekki: Hún
þýðir ekki að setning geti þýtt hvað sem er því hún er alltaf í ein-
hverjum kringumstæðum sem ákvarða tilgang hennar.22 Með
sendur til grundvallar fræðimennsku sinni. Þar af leiðandi eru hin póststrúkt-
úralísku fræði engan veginn eins uppfull af botnlausri afstæðishyggju og
sumir „frumtextar" þeirra gætu gefið til kynna. Þetta á líka við um Derrida
sem tekið hefur skýra afstöðu gegn öfgafullri afstæðishyggju (sbr. Jacques
Derrida: „Vofa gengur nú ljósum logum um heiminn — vofa Marx," Tímarit
Máls og menningar 55 (1994), 2. hefti, bls. 73-103; Björn Þorsteinsson, „Enda-
lok sögunnar og framtíð lýðræðis," Skírnir 176 (vor 2002), bls. 175-188). Það
breytir þó ekki því að mikil spenna og viss ósamræmanleiki ríkir á milli
„ósöguleika" afbyggingarinnar og hefðbundinnar sagnfræðilegrar nálgunar.
Það má segja að í viðtökufræði sinni sé Fish m.a. að glíma við þá af-
stæðishyggju sem birtist í „frumtextum" póststrúktúralistanna til þess að
skapa fræðum sínum grundvöll á póstmódemískum tímum. Um leið kemur
hann fram með sjónarhom sem ég tel að geti nýst ágætlega til sagnfræðilegr-
ar iðju. En hvort gagnrýni og umfjöllun Fish dugir til að aðgreina harm sjálf-
an frá póststrúktúralistunum með sannfærandi hætti er svo allt annað mál.
22 Stanley Fish, Is There a Text in This Class? The Aulhority of Interpretive Comrnu-
nities (Cambridge Massachusetts og London, 2000), bls. 268-269, 284, 292. í
umfjöllun Fish um nýsöguhyggju (1994) er að finna sértækari og fræðilegri