Húsfreyjan - 01.09.1957, Side 8

Húsfreyjan - 01.09.1957, Side 8
r Svafa Þórleifsdóttir: Okkar á Nú að nýafstöðnu landsþingi K. I. er auðvitað margt, sem ræða þarf nán- ar, enda mun það verða gert smátt og smátt í þessum þætti, þar sem fátt eitt verður minnzt á að þessu sinni. Orlof húsmæðra er aðkallandi mál, en ekki auðleyst, svo að haldi komi. Sennilega hafa margar konur vænzt þess, að milliþinganefndin, sem kosin var á landsþingi 1955 til þess að vinna að þessu máli, gæti nú lagt fram til- lögur um lausn málsins, en ályktanir nefndarinnar, sem landsþingið sam- þykkti samhljóða, sýna, að enn þarf mikið starf við undirbúning málsins áður en svo langt er komið, að frum- varp að lögum, sem framkvæmanleg eru, verður fullbúið. Með ályktunum sínum lagði nefndin fram ýtarlega greinargerð. Mun hún verða birt í næsta tölublaði ,,Húsfreyjunnar“. Væri mjög æskilegt, að lesendur blaðsins kynntu sér greinargerð þessa sem ræki- legast, til þess að fylgjast sem bezt með störfum nefndarinnar og gangi máls- ins, enda nauðsynlegt til þess að gera sér engar tyllivonir um skjóta uppfyll- ingu þeirra vona, sem tengdar eru þessu máli. Eitt af því, sem þetta landsþing f jall- aði um og samþykkti í einu hljóði, var samræming á lögum héraðssambanda samkvæmt tillögum félagsmálanefnd- tntlli sagt ar. Tillögur þær, sem nú náðu fullnað- arsamþykki, eru á þessa leið: 1. að á eftir nafni sambandsins komi bæði í fyrirsögn fyrir lögunum og í lagagrein um heiti þess: „1 Kven- félagasambandi Islands (K. I.) og þá jafnframt Húsmæðrasambandi Norðrn-- landa (N. H. F.).“ 2. að í lagagrein um tilgang sam- bandsins sé tekið fram, að aðaltilgang- ur sambandsins sé að sameina krafta kvenfélaganna á sambandssvæðinu til þess að vinna að stefnuskrármálum Kvenfélagasambands íslands, sem í stuttu máli eru þau, að efla velferð heimilanna, með því að stuðla að sí- auknum hollustuháttum, hagsýni, fé- lagslegum þroska og alhliða menningu hvers einstaks heimilis. 3. að viðvíkjandi stjóm sambands- ins komi þessi atriði: a) að varaforseti skuli jafnan vera ein af þeim konum, er skipa að- alstjórn. b) að öll varastjórnin sé kosin ár- lega án allrar verkaskiptingar þeirra í milli, en að varastjórnar- konur komi inn í aðalstjórn til starfa í þeirri röð, er atkvæða- fjöldi skipar þeim (eða hlut- kesti), þá er með þarf. 4. að lögboðið sé, að stjórn sam- 8 HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.