Húsfreyjan - 01.09.1957, Qupperneq 8

Húsfreyjan - 01.09.1957, Qupperneq 8
r Svafa Þórleifsdóttir: Okkar á Nú að nýafstöðnu landsþingi K. I. er auðvitað margt, sem ræða þarf nán- ar, enda mun það verða gert smátt og smátt í þessum þætti, þar sem fátt eitt verður minnzt á að þessu sinni. Orlof húsmæðra er aðkallandi mál, en ekki auðleyst, svo að haldi komi. Sennilega hafa margar konur vænzt þess, að milliþinganefndin, sem kosin var á landsþingi 1955 til þess að vinna að þessu máli, gæti nú lagt fram til- lögur um lausn málsins, en ályktanir nefndarinnar, sem landsþingið sam- þykkti samhljóða, sýna, að enn þarf mikið starf við undirbúning málsins áður en svo langt er komið, að frum- varp að lögum, sem framkvæmanleg eru, verður fullbúið. Með ályktunum sínum lagði nefndin fram ýtarlega greinargerð. Mun hún verða birt í næsta tölublaði ,,Húsfreyjunnar“. Væri mjög æskilegt, að lesendur blaðsins kynntu sér greinargerð þessa sem ræki- legast, til þess að fylgjast sem bezt með störfum nefndarinnar og gangi máls- ins, enda nauðsynlegt til þess að gera sér engar tyllivonir um skjóta uppfyll- ingu þeirra vona, sem tengdar eru þessu máli. Eitt af því, sem þetta landsþing f jall- aði um og samþykkti í einu hljóði, var samræming á lögum héraðssambanda samkvæmt tillögum félagsmálanefnd- tntlli sagt ar. Tillögur þær, sem nú náðu fullnað- arsamþykki, eru á þessa leið: 1. að á eftir nafni sambandsins komi bæði í fyrirsögn fyrir lögunum og í lagagrein um heiti þess: „1 Kven- félagasambandi Islands (K. I.) og þá jafnframt Húsmæðrasambandi Norðrn-- landa (N. H. F.).“ 2. að í lagagrein um tilgang sam- bandsins sé tekið fram, að aðaltilgang- ur sambandsins sé að sameina krafta kvenfélaganna á sambandssvæðinu til þess að vinna að stefnuskrármálum Kvenfélagasambands íslands, sem í stuttu máli eru þau, að efla velferð heimilanna, með því að stuðla að sí- auknum hollustuháttum, hagsýni, fé- lagslegum þroska og alhliða menningu hvers einstaks heimilis. 3. að viðvíkjandi stjóm sambands- ins komi þessi atriði: a) að varaforseti skuli jafnan vera ein af þeim konum, er skipa að- alstjórn. b) að öll varastjórnin sé kosin ár- lega án allrar verkaskiptingar þeirra í milli, en að varastjórnar- konur komi inn í aðalstjórn til starfa í þeirri röð, er atkvæða- fjöldi skipar þeim (eða hlut- kesti), þá er með þarf. 4. að lögboðið sé, að stjórn sam- 8 HÚSFREYJAN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Húsfreyjan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.