Húsfreyjan - 01.09.1957, Síða 28
blanda saman við það góðu rabarbara-
mauki.
DÖKKAR SANDKÖKUR
225 gr. smjörlíki 1 tsk. lyftiduft
150 gr. sykur 260 gr. hveiti
2 tsk. vanillusykur Sætar möndlur
Smjörlikið brúnað varlega á pönnu, má
ekki brenna Hellt varlega í skál, botn-
fallið skilið eftir. Kælt, þá er báðum syk-
urtegundunum hrært saman við, hrært
þar til það er létt og ljóst. Hveiti og lyfti-
dufti hrært saman við. Deigið látið stífna.
Hýðið tekið af möndlunum og þær klofn-
ar. Smákúlur mótaðar milli handanna,
látnar á ekki of smurða plötu, hálfri
möndlu þrýst ofan í hverja köku. Bakað
við vægan hita, þar til möndlurnar eru
ljósgular.
AMERÍSKAR PIPARKÖKUR
150 gr. strásykur
150 gr. púðursykur
1% dl. ljóst síróp
1 dl. sterkt kaffi
300 gr. smjörlíki
IV2 msk. engifer
1 tsk. kanell
1 pommeranhýði
1 msk. natron
770 gr. hveiti
Sætar möndlur
eða hnetur
Síróp, kaffi og krydd er soðið saman,
hellt heitu yfir smjörlíkið. Hrært, þar til
það er kalt. Hveiti og natron sáldrað sam-
an við og deigið hnoðað, þar til það er
meðfærilegt og gljáandi. Látið bíða til
næsta dags.
Þá er deigið hnoðað á ný, strásykri og
púðursykri bætt í. Mótaðar smáar kúlur,
ef vill er möndlu stungið í miðjuna. Bak-
aðar við vægan hita. Kökurnar fljóta
nokkuð út og verða allar eins og smá-
sprungnar að ofan.
VANILLUKÖKUR
200 gr. smjörlíki eða 1 tsk.
2 dl. sykur vanilludropar
2 tsk. vanillusykur 6 dl. hveiti
Vz tsk. hjartarsalt
Smjörlíkið hrært með sykrinum, þar til
það er létt og ljóst. Hveiti, hjartarsalti og
vanillusykri sáldrað saman við. Hrært
saman. Mótaðar smákúlur eða deigið sett
með teskeið á smurða plötu. Bakað við
jafnan hita (200°).
SÚKKULAÐISPÆNIR
ca. 30 stk.
150 gr. smjörlíki 150 gr. hveiti
150 gr. sykur 100 gr. súkkul., dökkt
3 egg 15 möndlur
Smjörlíkið brætt. Þegar það er kalt, er
það hrært ásamt sykrinum, þar til það
er létt og ljóst. Eggin hrærð saman við,
eitt og eitt í einu. Að síðustu er hveitinu
hrært í deigið.
Deigið er látið með teskeið á vel
smurða plötu. Breitt út í aflanga köku
(6x8 cm.). Bakað við góðan hita. Þegar
Svona eru spænirnir vafðir upp og fylltir.
28 HÚSFREYJAN