Húsfreyjan - 01.09.1957, Side 42

Húsfreyjan - 01.09.1957, Side 42
Appelsínurnar eru flysjaðar, skornar í bita, sykrinum stráð yfir. Látið bíða í Y2 klst. Appelsinunum og safanum, sem hefur nmnið úr þeim, blandað saman við hrísgrjónin. Ef vill má bæta meiri sykri saman við. Rétt áður en borðað er, er hinum stífþeytta rjóma hrært saman við. f þennan rétt má nota afgang af hrís- grjónagraut. APPELSÍNUTRIFLÉ 2V2 dl. mjólk 4 3 eggjarauður 2 60 gr. sykur V2 tsk. vanilludropar 2 blöð matarlím % 1-2 epli appelsínur msk. sykur Möndlukökur eða aðrar smákökur dl. sherry (má sleppa) Eplin og appelsínurnar eru þvegnar og flysjaðar, skomar í þunna bita. Lagt í lög- um í skál, sykri stráð á milli. Látið bíða 1 klst. undir loki. Eggjarauðurnar þeyttar með sykrinum, sjóðandi mjólkinni hellt saman við, hellt í pottinn aftur. Hitað aftur, þar til það hefur þykknað. Hrært stöðugt í á meðan, má ekki sjóða. Tekið af eldinum. Matar- límið, sem legið hefur í köldu vatni, sett út í. Kremið kælt, vanilludroparnir settir í. Sé notuð vanillustöng, er hún soðin í mjólkinni. Kökurnar (beztar eru möndlumakka- rónur) eru settar í skál, sherry hellt yfir. Eplunum og appelsínunum raðað ofan á, kreminu hellt yfir, þegar það er orðið kalt. Skreytt með þeyttum rjóma og app-. elsínubitum, þegar það er orðið stíft. APPELSÍNUBtJÐINGUR 2 egg 2V2 dl. appelsínusafi 1)4 dl. sykur 5-6 blöð matarlím Rifinn börkur af 3 dl. rjómi 1V2 appelsínu Matarlímið lagt í bleyti í kalt vatn. Eggjarauðurnar þeyttar með sykrinum, þar til það er létt og ljóst. Matarlímið tekið upp úr vatninu og brætt við gufu, kælt. Eggjahvíturnar stífþeyttar, einnig rjóminn. Börkurinn og appelsínusafinn settur út í eggjarauðurnar. Matarlíminu hrært þar saman við, síðan ér rjómanum og eggjahvítunum hrært varlega saman við. Hellt í skál eða mót. Skreytt með þeyttum rjóma, appelsínubitum og vín- berjum. SÍTRÓNUBÚÐINGUR dýrari 2 egg Safi úr 1 sítrónu IV4. dl. sykur 4 blöð matarlím Rifinn börkur af 2% dl. þeyttur rjómi V2 sitrónu Sama aðferð og við appelsínubúðing. Sf TRÓNUBÚÐIN GUR ódýrari 3 egg 1 dl. sykur Rifinn börkur af V2 sítrónu Safi úr 1 sítrónu 3 blöð matarlim 1 dl. þeyttur rjómi Vinber Rifið súkkulaði Matarlímið lagt í bleyti í kalt vatn. Eggjarauðurnar hrærðar með sykrinum, þar til það er létt og ljóst. Eggjahvíturnar stífþeyttar. Berkinum og sítrónusafanum hrært út í eggjarauðurnar, einnig matar- líminu, sem hefur verið brætt yfir gufu og kælt. Hrært þar til það byrjar að þykkna, þá er eggjahvítunum blandað varlega saman við. Sett í skál. Skreytt t. d. með þeyttum rjóma, vínberjum og rifnu súkkulaði. APPELSÍNUSAFT ÚR BERKI Börkur af nál. 50 gr. vínsýra 10 appelsínum eða sítrónusýra 1% 1. sjóðandi vatn 2 kg. sykur Hreinsið allt það hvíta úr berkinum, hann er síðan þveginn vel og skorinn í örmjóar ræmur. Látið börkinn í krukku, hellið á hann sjóðandi vatni og vínsýru. Hrært vel í. Látið standa 2 sólarhringa vel lokað. Hrært í við og við. Börkurinn síaður frá, safinn látinn í krukkuna á ný, sykurinn látinn út í, hrært við og við þar til sykurinn er bráðnaður, getur tekið 1—2 daga. Sett á hreinar, þurrar, helzt dökkar flöskur. 42 HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.