Íslenskt mál og almenn málfræði


Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2011, Page 202

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2011, Page 202
200 Ritdómar við og flestu eldra efni hefur verið umbylt meira og minna. En grundvöllurinn er sá hinn sami. I formála nýju útgáfunnar (bls. 7, sbr. NIi bls. 5) er tekið fram að ritinu sé „ekki ætlað að vera leiðbeiningarrit um nafnaval". Lítil vafi leikur þó á að þannig sé það gjarnan notað af nýbökuðum foreldrum og er það ekki nema ritinu til hróss. Þrátt fýrir þessi orð höfundar eru eiginnöfn og millinöfn, sem voru á manna- nafnaskrá 1. janúar 2009, merkt sérstaklega, „notendum til hægðarauka" (bls. 7), og má segja að þær leiðbeiningar séu í nokkurri mótsögn við áðurgreind orð. Um þessa ákvörðun má deila, enda má gera ráð fyrir að skrá mannanafnanefndar um samþykkt nöfn stækki með hverju ári og ritið verði því fljótt að þessu leyti sögu- legt gagn — áhugavert fyrir það, að sjálfsögðu, en dregur dálítið úr tímaleysi þess og setur kröfu um að þessi þáttur þess verði endurskoðaður innan ekki alltof langs tima. I formála er reyndar gefinn ádráttur um „næstu endurskoðun", og er auð- vitað óskandi að til slíks komi innan hóflegra tímamarka. Höfundur hefur tekið í bókina öll nöfn sem er að finna í aðgengilegum mann- tölum og önnur nöfn sem henni er kunnugt um (bls. 9, 11—14). Hún hefur fellt nokkur nöfn brott sem aðeins komu fyrir í fornritum, engar heimildir fundust um að hefðu verið endurvakin og voru ekki í mannanafnaskrá fyrir um áratug (bls. 9). Ekki er þess getið hvaða nöfn þar er um að ræða. Hins vegar hefur höfundur látið það ráða úrslitum um að nöfn væru tekin upp í bókina ef þau er að finna á manna- nafnaskrá og í skrá um millinöfn. A mannanafnaskrá er reyndar að finna nöfn sem aldrei hafa verið notuð síðan að fornu en eru tekin upp í Nöfn íslendirtga, t.d. nöfn- in Kjölvör, Kjalvör og Kjallakur sem nánar verður getið síðar, þegar fjallað verður um nöfn í stafkafla K. Hér rekst ljóslega á viðleitni höfundar til að rekja ekki nöfn sem ekki þekkjast nema í fornum heimildum og sú vinnuregla að nöfn á manna- nafnaskrá skuli með, hvort sem þau hafa verið notuð síðan að fornu eða ekki. Þá eru í sama stafkafla a.m.k. tvö ný nöfn sem hvorki fyrr né síðar hafa verið notuð en eru á mannanafnaskrá, Kaldi og Korka, og er það önnur hlið á sömu reglu. Fyrir þá notendur bókarinnar sem hugsa líkt og sá sem þetta skrifar er afar forvitnilegt að vita hvaða nöfn hafa komið inn á milli útgáfna og hver hafa verið felld brott. Ekki er vegur í ritdómi að bera saman útgáfurnar frá flettu til flettu og leita slíkt uppi. En einhverja tilraun þarf þó að gera til þess, lesendum til fróðleiks. Hér voru því lauslega lesnir saman milli útgáfna stafkaflarnir B og K svo hægt væri að gefa einhverja hugmynd um hvað hefur breyst. Litið var fram hjá breyt- ingum milli útgáfna sem aðeins varða rithátt nafna. Niðurstaða samanburðarins er sú að í stafkafla B, bls. 101—142, eru hátt í 60 ný nöfn komin inn í NI2 og eru þau sýnd í töflu 1 hér á eftir. Fáeinar millivísanir hafa bæst við sem flettur (t.d. Benidikt: ritháttur af Benedikt-, Berg: ritháttur af Bergur). Eitt nafn hefur horfið sem var í eldri útgáfunni, Bótey, sem er að finna í Landnámu en virðist ekki notað eftir það (NÍi, bls. 164) og er ekki á manna- nafnaskrá nú (sjá Mannanafnaskrá, vefslóð). Hins vegar hefur Bresi ekki verið fjarlægt þó að enginn hafi verið skráður svo í þjóðskrá 1. janúar 2008 og enginn
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.