Vera - 01.05.1989, Page 5

Vera - 01.05.1989, Page 5
Liv Finstad, norskur afbrotafrœöingur. Ljósmynd: Klasse- kampen, Bernt Eide „Höfnum fangelsum og finnum nýjar leiöir til aö veita þeim sem brotiö hafa af sér á sviði kynferðislegs ofbeldis meöferö sem gefur þeim tœkifœri til að horfast í augu viö eigin athafnir og afstöðu.11 Það segir Liv Finstad, norskur afbrotafrœöingur, sem jafnframt gagnrýnir kvenna- hreyfinguna fyrir aö hafa sœtt sig í of ríkum moeli viö heföbundnar refsi- aöferöir á sviöi sem hún aö ööru leyti hefur unnið braut- ryöjandastarf á. Liv er haröorö í garö kerfisins og bendir ennfremur á breytingarnar sem mundu styrkja stööu fórnar- lambanna. M EÐ F E RÐ I STAÐ FANGELSISVISTUNAR Undanfarin ár hefur umræðan um kynferðislegt ofbeldi orðið háværari og æ fleiri tilfelli komið upp á yfir- borðið. Kvennahreyfingar víða um lönd eiga drjúgan þátt í að gera þetta umfangsmikla samfélagsmein sýni- legt og oftast hefur það verið fyrir til- stuðlan kvennahreyfingarinnar sem komið hefur verið á fót hjálparhóp- um af ýmsu tagi til að styrkja stöðu fórnarlambsins. En hafa konur í baráttu sinni fyrir að rétta hlut fórnarlambsins einblínt um of á hefðbundnar refsiaðferðir? — Og meira að segja heimtað strangari refs- ingar þeim til handa sem brjóta af sér á þessu sviði? Liv Finstad, norskur afbrotafræðingur, hefur velt þessum spurningum fyrir sér og það er álit hennar að nú sé tími til kominn að kvennahreyfingin axli ábyrgð og láti til sín taka einnig á þessu sviði og bendi á leiðir sem jafnframt hjálpi afbrotamanninum. Það er að segja, hún bendi á leiðir, sem hafni hefð- bundnum fangelsisdómum og í stað- inn verði afbrotamanninum gert að sæta meðferð. Liv hefur skrifað rit- gerð um þessi mál sem hún nefnir „Sedelighetsforbrytere ut av fengsl- ene: Prinsipper for en realistisk utopi.“ Liv var stödd hér á landi í byrjun mars og náði Vera tali af henni til að fá nán- ari skýringar á þessum kenningum, sem þegar hafa vakið upp umræðu innan kvennahreyfingarinnar í Noregi. 5

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.