Vera - 01.05.1989, Qupperneq 25

Vera - 01.05.1989, Qupperneq 25
SIGRÍÐUR KRISTINSDÓTTIR urnar jafnvel heim til manns ef hon- um þótt þær of lengi í útláni. Ég var tólf ára þegar ég las Atómstöðina að áeggjan móður minnar og beið þess aldrei bætur. Bókin hafði gífurleg áhrif á mig þrátt fyrir annað lesefni, Slaugther og Satini, en mamma túlk- aði hana lfka fyrir mig, á sinn hátt. Skólagöngu minni lauk — að sinni — þegar ég tók gagnfræðapróf. Ég fór að vinna, fyrst úti í mjólkurbúð, síðan fór ég einn vetur á vertíð á Súganda- fjörð. Það var ömurleg vist enda litið á vertíðarfólk sem annars flokks fólk og þarna var mikil drykkja — en ekk- ert bókasafn! Þetta voru stefnulaus ár. Eitt vissi ég þó, mig langaði ekkert til að gifta mig. Valmöguleikarnir í til- verunni voru ekki miklir. Ég gat farið í verknám, en þar var í rauninni ekki um annað að ræða en hárgreiðslu, en hjúkrun gat ég alls ekki hugsað mér! Og ég var ákveðin í að mig langaði ekkert að eignast barn. Ég hafði aldrei passað börn, eins og margar stelpur gera. En tvítug að aldri varð ég ólétt, eins og konur urðu gjarnan í þá daga. Eg vissi auðvitað lítið sem ekkert um getnaðarvarnir frekar en aðrar jafn- öldrur mínar og pillan var rétt að koma um þetta ley ti og hún var þá að- eins ætluð konum sem átti mörg börn fyrir. Ég eignaðist stelpu, Sigfríð Magn- Ljósmyndir: Anna Fjóla Gísladóttir. úsdóttur, og var ein með hana, sam- band mitt og barnsföðurins entist að- eins meðgönguna. Á þessum árum var erfitt að fá barnaheimilispláss, en ég fór að vinna úti aðeins einum og hálfum mánuði eftir fæðinguna. Stelpan var tvo mánuði í fóstri heima hjá föðurömmu sinni og afa og föður- systur á meðan ég reyndi að útvega barnaheimilispláss. Svörin sem ég fékk við tilraunum mínum voru nú bara hvort móðir mín gæti ekki hugs- að um barnið! Að lokum fékk ég plássið gegnum klíku, annað virkaði ekki. Ég bjó um þessar mundir hjá mömmu ásamt systur minni og bróð- ur, en hann dó ungur, einmitt á þess- um sama tíma. Heimilið okkar var sextíu fermetra íbúð, þar sem hvorki var bað né þvottahús. Ég varð að vakna um sex — sjö leytið á morgnana, baða dóttur rnína og þvo, en auðvitað var ég hepp- in að geta verið hjá mömmu og hafa tryggt húsnæði. Þarna var ég þar til ég gifti mig, tveimur árum seinna. Og ég sem ætlaði aldrei að gifta mig.En ég gerði það nú samt. Við vorum heppin með leiguhús- næði, ég og maðurinn minn Sigurður Hjörtur Stefánsson. Hann var kennari og bifvélavirki, ýmist annað hvort eða hvort tveggja í senn. Sigurður var úr Kópavogi og trúði á Finnboga Rút og Huldu, enda fluttum við í Kópa- voginn þar sem jafnvel gift fólk gat fengið barnaheimilispláss. Ég var far- in að vinna á skrifstofu Bæjarútgerðar Reykjavíkur, og hélt áfram að vinna úti eftir að ég gifti mig. Ég hef alluf unnið út, það er bæði mitt val og var auk þess nauðsynlegt fyrir fjárhag- inn. Við vorum lengi vel á leigumarkað- inum, sex eða sjö ár, þar af eitt ár í Vík í Mýrdal, þar sem mér leiddist skelfi- lega. Þegar við fluttum aftur í bæinn fór ég að vinna á Kleppi og vann þar í allmörg ár. Við réðumst í að kaupa okkur íbúð eftir að við fluttum aftur f bæinn, og keyptum fyrst þriggja her- berja fbúð við Skólagerði í Kópavogi. Síðan stækkuðum við við okkur og keyptum okkur fimm herbergja íbúð við Holtagerði. Með Sigurði átti ég yngri dóttur mína, Ernu Kristínu, en þegar hún var þriggja mánaða dó hann af slys- förum, 1975. Hann var aðeins þrjátíu og tveggja ára þegar hann dó, jafn- aldri minn. Vissulega breyttist líf mitt mikið á þessum tíma. Ég saknaði hans. Og svo varð ég að huga að veraldlegu málun- um einnig. Ég lenti í miklu basli við að borga af íbúðinni þegar Sigurður dó. íbúðin var að mestu í skuld þá, en 25

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.